Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar

Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

IMG_1829.jpg
Auglýsing

Hugarró er geisladiskur með 11 vel völdum bænalögum sem hafa verið útsett með það fyrir augum að ná fram ákveðnum hugleiðslublæ og þannig undirstrika tengsl hugleiðslu og bænar. Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og mun hluti af ágóðanum renna til Píeta samtakanna á Akureyri, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Um útsetningar og hljóðfæraleik sá Kristján Edelstein gítarleikari. Kjarninn hitti Margréti og ræddi við hana um þetta spennandi verkefni.

Hún segist hafa starfað lengi sem klassísk söngkona og haldið marga ljóðatónleika og oftar en ekki valið sér eitthvað þema til að vinna út frá. „Mig hefur lengi dreymt um að gera upptökur en langaði þá til að vinna með eitthvað ólíkt því sem ég hef unnið með hingað til. Fyrir mér hafa bæn og hugleiðsla alltaf verið mjög tengd fyrirbæri. Þegar ég fór að velta því meira fyrir mér fékk ég þá hugmynd að gera tengingar þarna á milli með því að láta útsetja sálma í hugleiðslustíl. Ég fékk Kristján Edelstein gítarleikara í lið með mér og við tókum upp nokkra sálma og bænalög við hans undirleik. Fyrsti sálmurinn sem við tókum upp var ,,Vertu Guð faðir” eftir Jón Leifs. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég heyrði útsetningu Kristjáns og sá að hann hafði lagt mikinn metnað og alúð í verkefnið. Útsetningin var alveg dásamleg. Hann notaði fjöldann allan af hinum ýmsu strengjahljóðfærum: Langspil, Strumstick, Zither, Stálstrengjagítar, Barítón Klassískan gítar og Monochord. Þannig bjó hann til alveg einstakan hljóðheim sem ég heillaðist af.

Auglýsing
Þegar ég áttaði mig á því, að daginn sem við tókum þennan fyrsta sálm upp, voru nákvæmlega 20 ár síðan sambýlismaður minn og barnsfaðir tók sitt eigið líf, þá vissi ég að þetta væri verkefni sem ég vildi gera í minningu hans. Um leið og ég minnist hans með þessari útgáfu langar mig að vekja athygli á Píeta samtökunum og mun hluti af ágóða disksins, renna til þeirra.“ 

Þemað unnið er með á plötunni er hugleiðsla og bæn. „Geisladiskurinn hefur að geyma 11 sálma og bænalög útsett í flæðandi og róandi ambient stíl með söng og minimalískum undirleik hinna ýmsu strengjahljóðfæra. Þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika er oft líkt og hugurinn hætti að starfa rétt. Hugsanir koma í belg og biðu og erfitt reynist að beisla þær. Í kjölfarið á fólk oft erfitt með að hafa stjórn á líðan sinni og upplifir ef til vill eirðarleysi, einbeitingarskort, kvíða, ótta, depurð, pirring o.fl. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekkert er að gert. Hugleiðsla er góð leið til að þjálfa hugann og hefur hjálpað mörgum við að takast á við erfiðleika í lífinu. Að iðka hugleiðslu getur bætt andlega heilsu og dregið úr streitu og áhrifum áfalla og erfiðleika. Hugleiðsla og bæn eiga margt sameiginlegt. Þegar við biðjum erum við í raun að setja fókus á ákveðnar hugsanir, orða þær og þannig koma skipulagi og ró á hugann. Margir leita til bænarinnar þegar erfiðleikar steðja að og sennilega hefur bænin verið eitt að fáum verkfærum sem fólk fyrr á öldum hafði til að takast á við áföllin í lífinu; barnamissi, makamissi, uppskerubrest og hamfarir. Bænin á sér því djúpar rætur í menningunni. Að þjálfa hugann, líkt og með iðkun hugleiðslu eða bænagjörð, hefur hjálpað mörgum við að takast á við erfiðleika og ná tökum á huganum og hugsunum og þar með ná betri stjórn á andlegri heilsu og líðan. Því er útgáfa á efni sem þessu ekki síst viðeigandi á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum á.“

Hluti ágóðans kemur til með að renna til Pieta samtakanna. Margrét segir þau vera að gera stórkostlega hluti fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra í Reykjavík og víða um heim. „Í Reykjavík bjóða Píeta samtökin upp á allt að 15 viðtöl við sálfræðing fyrir þá sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir. Einnig bjóða þau upp á viðtöl fyrir aðstandendur. Meðferðin er skjólstæðingum að öllu gjaldfrjáls. 

Starf þeirra er því gífurlega mikilvægt samfélaginu, sérstaklega á þessum tímum þar sem sjálfsvígum fer fjölgandi.“


Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk