Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar

Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

IMG_1829.jpg
Auglýsing

Hug­arró er geisla­diskur með 11 vel völdum bæna­lögum sem hafa verið útsett með það fyrir augum að ná fram ákveðnum hug­leiðslu­blæ og þannig und­ir­strika tengsl hug­leiðslu og bæn­ar. Hug­arró er fyrsta sóló­plata Mar­grétar Árna­dóttur söng­konu og mun hluti af ágóð­anum renna til Píeta sam­tak­anna á Akur­eyri, sem sinna for­varn­ar­starfi gegn sjálfs­vígum og sjálfs­skaða. Um útsetn­ingar og hljóð­færa­leik sá Krist­ján Edel­stein gít­ar­leik­ari. Kjarn­inn hitti Mar­gréti og ræddi við hana um þetta spenn­andi verk­efni.

Hún seg­ist hafa starfað lengi sem klass­ísk söng­kona og haldið marga ljóða­tón­leika og oftar en ekki valið sér eitt­hvað þema til að vinna út frá. „Mig hefur lengi dreymt um að gera upp­tökur en lang­aði þá til að vinna með eitt­hvað ólíkt því sem ég hef unnið með hingað til­. ­Fyrir mér hafa bæn og hug­leiðsla alltaf verið mjög tengd fyr­ir­bæri. Þegar ég fór að velta því meira fyrir mér fékk ég þá hug­mynd að gera teng­ingar þarna á milli með því að láta útsetja sálma í hug­leiðslu­stíl. Ég fékk Krist­ján Edel­stein gít­ar­leik­ara í lið með mér og við tókum upp nokkra sálma og bæna­lög við hans und­ir­leik. Fyrsti sálm­ur­inn sem við tókum upp var ,,Vertu Guð fað­ir” eftir Jón Leifs. Ég varð fyrir miklum hug­hrifum þegar ég heyrði útsetn­ingu Krist­jáns og sá að hann hafði lagt mik­inn metnað og alúð í verk­efn­ið. Útsetn­ingin var alveg dásam­leg. Hann not­aði fjöld­ann allan af hinum ýmsu strengja­hljóð­færum: Langspil, Strum­st­ick, Zither, Stál­strengjagít­ar, Barítón Klass­ískan gítar og Monochord. Þannig bjó hann til alveg ein­stakan hljóð­heim sem ég heill­að­ist af.

Auglýsing
Þegar ég átt­aði mig á því, að dag­inn sem við tókum þennan fyrsta sálm upp, voru nákvæm­lega 20 ár síðan sam­býl­is­maður minn og barns­faðir tók sitt eigið líf, þá vissi ég að þetta væri verk­efni sem ég vildi gera í minn­ingu hans. Um leið og ég minn­ist hans með þess­ari útgáfu langar mig að vekja athygli á Píeta sam­tök­unum og mun hluti af ágóða disks­ins, renna til þeirra.“ 

Þemað unnið er með á plöt­unni er hug­leiðsla og bæn. „­Geisla­disk­ur­inn hefur að geyma 11 sálma og bæna­lög útsett í flæð­andi og róandi ambient stíl með söng og minimal­ískum und­ir­leik hinna ýmsu strengja­hljóð­færa. Þegar fólk gengur í gegnum erf­ið­leika er oft líkt og hug­ur­inn hætti að starfa rétt. Hugs­anir koma í belg og biðu og erfitt reyn­ist að beisla þær. Í kjöl­farið á fólk oft erfitt með að hafa stjórn á líðan sinni og upp­lifir ef til vill eirð­ar­leysi, ein­beit­ing­ar­skort, kvíða, ótta, dep­urð, pirr­ing o.fl. Þetta getur haft alvar­legar afleið­ingar ef ekk­ert er að gert. Hug­leiðsla er góð leið til að þjálfa hug­ann og hefur hjálpað mörgum við að takast á við erf­ið­leika í líf­inu. Að iðka hug­leiðslu getur bætt and­lega heilsu og dregið úr streitu og áhrifum áfalla og erf­ið­leika. Hug­leiðsla og bæn eiga margt sam­eig­in­legt. Þegar við biðjum erum við í raun að setja fókus á ákveðnar hugs­an­ir, orða þær og þannig koma skipu­lagi og ró á hug­ann. Margir leita til bæn­ar­innar þegar erf­ið­leikar steðja að og senni­lega hefur bænin verið eitt að fáum verk­færum sem fólk fyrr á öldum hafði til að takast á við áföllin í líf­inu; barna­missi, maka­missi, upp­skeru­brest og ham­far­ir. Bænin á sér því djúpar rætur í menn­ing­unni. Að þjálfa hug­ann, líkt og með iðkun hug­leiðslu eða bæna­gjörð, hefur hjálpað mörgum við að takast á við erf­ið­leika og ná tökum á hug­anum og hugs­unum og þar með ná betri stjórn á and­legri heilsu og líð­an. Því er útgáfa á efni sem þessu ekki síst við­eig­andi á þessum for­dæma­lausu tímum sem við lifum á.“

Hluti ágóð­ans kemur til með að renna til Pieta sam­tak­anna. Mar­grét segir þau vera að gera stór­kost­lega hluti fyrir fólk með sjálfs­vígs­hugs­anir og aðstand­endur þeirra í Reykja­vík og víða um heim. „Í Reykja­vík bjóða Píeta sam­tökin upp á allt að 15 við­töl við sál­fræð­ing fyrir þá sem eru að glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Einnig bjóða þau upp á við­töl fyrir aðstand­end­ur. Með­ferðin er skjól­stæð­ingum að öllu gjald­frjáls. 

Starf þeirra er því gíf­ur­lega mik­il­vægt sam­fé­lag­inu, sér­stak­lega á þessum tímum þar sem sjálfs­vígum fer fjölg­and­i.“



Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk