Brú að betri lífskjörum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að nauðsynlegur stöðugleiki náist ekki einungis með ábyrgum samningum á almennum vinnumarkaði heldur verði ríki og sveitarfélög að sýna ábyrgð til að verðbólga geti farið lækkandi og Seðlabankinn lækkað vexti.

Auglýsing

Það er ánægju­legt að hafa náð kjara­samn­ingum við allt að 80 þús­und manns á almennum vinnu­mark­aði. Það var ekki auð­velt og allir aðilar þurftu að sýna mik­inn sveigj­an­leika og ákveðni til að kom­ast að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu. Samn­ing­arnir nú taka beint við af Lífs­kjara­samn­ingnum sem náði frá 2019 til loka nóv­em­ber sl.

Samn­ing­arnir tryggja launa­fólki hækk­anir sem koma til fram­kvæmda strax og vinna þannig upp á móti kaup­mátt­arrýrnun sem hefur orðið frá því að verð­bólgan komst á skrið. Þrátt fyrir það hefur Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn fært launa­fólki auk­inn kaup­mátt launa sem hefur auk­ist mjög á tíma samn­ings­ins og langt umfram það sem ger­ist í helstu nágranna­lönd­um.

Kjara­samn­ing­arnir nú gilda til loka jan­úar 2024 og styðja við kaup­mátt launa­fólks og brúa bil yfir í nýjan lang­tíma­samn­ing í anda Lífs­kjara­samn­ings­ins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efna­hags­lega vel­sæld, aukna verð­mæta­sköp­un, betri lífs­kjör og skapa skil­yrði fyrir lækkun vaxta.

Auglýsing

Grunnur að nýjum lang­tíma­samn­ingi

Mark­miðið með skamm­tíma­samn­ing­unum er að verja árangur und­an­far­inna ára og skapa grund­völl til að lífs­kjör geti batnað enn frekar á kom­andi miss­er­um. Samn­ing­arnir eru gerðir við krefj­andi aðstæður sem ein­kenn­ast af mik­illi verð­bólgu og vaxta­hækk­un­um. Það er nauð­syn­legt að ná sem fyrst jafn­vægi í hag­kerf­inu og lækka verð­bólgu og skapa skil­yrði til að vextir geti lækkað að nýju. Það eru mik­il­vægir hags­munir fyrir launa­fólk en ekki síður fyr­ir­tæk­in. Fyrir alla er stöð­ug­leiki, lág verð­bólga og hóf­legir vextir nauð­syn­legir til að eyða óvissu og gera heim­ilum og fyr­ir­tækjum kleift að gera áætl­anir sem stand­ast.

Með því að verja kaup­mátt í samn­ingi til skamms tíma er það ásetn­ingur samn­ings­að­ila að skapa fyr­ir­sjá­an­leika á óvissu­tíma til hags­bóta fyrir fjöl­skyldur og fyr­ir­tæki. Þá hafa stjórn­völd gefið fyr­ir­heit um til­teknar aðgerðir í tengslum við skamm­tíma­samn­inga, ekki síst til að styrkja stöðu þeirra sem minnst hafa.

Með samn­ing­unum fylgir tíma­sett við­ræðu­á­ætlun um að samn­ingur taki við af samn­ingi og tryggja með því sam­fellu milli Lífs­kjara­samn­ings­ins frá 2019 og nýs lang­tíma­samn­ings. Tak­ist að gera nýjan lang­tíma­samn­ing snemma árs 2024 til þriggja eða fjög­urra ára felst í því mik­il­vægt fram­lag til að stuðla að efna­hags­legum stöð­ug­leika stóran hluta þessa ára­tug­ar. Meg­in­at­riði sem horfa þarf til við þessa vinnu liggja fyrir og aðilar samn­ing­anna hafa ætl­unin er að tryggja launa­fólki frek­ari kaup­mátt­ar­aukn­ingu og fyr­ir­tækj­unum fyr­ir­sjá­an­legt rekstr­ar­um­hverfi þannig að verð­mæta­sköpun auk­ist og standi undir launa­hækk­un­um.

Opin­ber fjár­mál

En það er ekki nægj­an­legt að samn­ings­að­ilar á almennum vinnu­mark­aði sýni ábyrgð og geri sitt til að stuðla að stöð­ug­leika.

Í síð­ustu kjara­lotu samdi hið opin­bera um launa­hækk­anir langt umfram það sem gilti á almennum vinnu­mark­aði. Á sama tíma hefur starf­andi hjá hinu opin­bera fjölgað umfram almenna vinnu­mark­að­inn. Þessi þróun er ekki sjálf­bær enda leiðir hún að óbreyttu til þess að æ minna svig­rúm er fyrir fjár­fest­ingu og annan rekst­ur. Ótækt er að opin­berir aðilar leiði launa­þróun á vinnu­mark­aði. Nauð­syn­legt er að ríki og sveit­ar­fé­lög sýni aðhald til að draga úr þenslu og skapa skil­yrði til að verð­bólga geti lækkað og vextir sömu­leið­is. Hið opin­bera skuldar gríð­ar­legt fé og stendur frammi fyrir hærri vaxta­kostn­aði til fram­tíðar en gert hefur verið ráð fyr­ir. Hald­ist vaxta­stig óbreytt er um að ræða tugi millj­arða króna. Þessi þróun end­ur­spegl­ast í nýsam­þykktum fjár­lögum og fjár­hags­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga.

Nauð­syn­legur stöð­ug­leiki næst ekki ein­ungis með ábyrgum samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði heldur verða ríki og sveit­ar­fé­lög einnig að sýna ábyrgð til að verð­bólga geti farið lækk­andi og Seðla­bank­inn lækkað vexti að nýju.

Vissu­lega erum við háð þróun mála erlendis eins og ljóst má vera af þróun efna­hags­mála í kjöl­far COVID-far­ald­urs­ins og inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. En okkur ber skylda til að gera það sem til okkar friðar heyr­ir. Eng­inn getur skor­ast und­an.

Efl­ing

Það er engin ástæða til að ótt­ast að ógerður kjara­samn­ingur við Efl­ingu verði í grund­vall­ar­at­riðum öðru­vísi en aðrir samn­ingar sem búið er að gera. Hags­munir félags­manna Efl­ingar eru þeir sömu og ann­ars launa­fólks sem mun njóta kjara­bóta strax þegar sam­þykki félags­manna liggur fyr­ir. Með því að skoða nákvæm­lega hvernig þegar gerðir samn­ingar gagn­ast félags­fólk­inu þá verður reynt til hins ítrasta að semja sem allra fyrst. Lang­dregnar samn­inga­við­ræður munu ein­ungis valda tjóni ekki ein­ungis þeim sem þær draga heldur einnig þeim sem þegar hafa samið.

Friður á vinnu­mark­aði er allra hag­ur.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit