5. Gjöreyðingaráætlunin
Í skjalasafni pólska hersins er að finna hernaðaráætlun frá 1989 þar sem gert var ráð fyrir að hundruðum kjarnorkusprengja yrði varpað á Danmörku, öllu lífi eytt og landið yrði rústir einar. Skjöl um áætlunina eru nýkomin fram í dagsljósið.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
4. Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og setti skólastarfið í uppnám.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
3. Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart
Við lærðum margt í kórónuveirufaraldrinum. En við áttum líka enn fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar var gott dæmi um það.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
2. Sex staðreyndir um Zelenskí
Fyrst lék hann forseta. Svo varð hann forseti. En að vera forseti í Úkraínu í dag er ekkert grín. Hinn ungi Volodímír Zelenskí hefur sýnt óbilandi föðurlandsást og staðfestu sem aðrir þjóðarleiðtogar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
1. Interpol lýsir eftir forríku forsetadótturinni
Hún gæti verið í Portúgal, þrátt fyrir að yfirvöld hafi fryst eignir hennar, þar á meðal þakíbúðina og sveitasetrið. Svo gæti hún verið einhvers staðar allt annars staðar, konan sem var sú ríkasta í Afríku en er nú eftirlýst um allan heim.