5. Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar
„Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum. [...] Staðreyndir eru ekki teygjanlegt hugtak. Það má einfaldlega ekki segja hvað sem er, um hvern sem er, hvar sem bara vegna þess að einhver raðar röngum ályktunum saman í fjarstæðukennda atburðarás. Nauðsynlegt er að finna staðhæfingum sínum stað í raunveruleikanum.
Þar eiga staðhæfingar Páls Vilhjálmssonar engan samastað.“
Lesið leiðarann í heild sinni hér.
4. Ástæða þess að það er óvenjulegt þegar ríkur maður velur að greiða skatta á Íslandi
„Þess vegna er það svo óvenjulegt þegar maður eins og Haraldur Þorleifsson ákveður í tíu sekúndna símtali við eiginkonu sína að borga alla skattanna sína til samfélagsins sem hann telur sig skulda fyrir menntun, heilbrigðisþjónustu og annan stuðning.
Skattarnir fara nefnilega í að reka það samfélag og gefa fólki eins og Haraldi, sem raunverulega skapaði verðmæti en færði ekki bara peninga frá A til Tortóla, tækifæri.
Við værum á mun betri stað ef fleiri nálguðust veruleikann á sama hátt og hann.“
Lesið leiðarann í heild sinni hér.
3. Fullnaðarsigur skattsvikara
„Á meðan að við búum við allar þær gloppur sem tilgreindar hafa verið hér, og þá sögu sem við eigum, þá ætti öllu skynsömu fólki að vera ljóst að það þurfi að styrkja eftirlitsstofnanir, ekki veikja þær. Tilgangurinn er að stuðla að jafnræði og auka traust almennings á kerfum samfélagsins. [...] Það er sannarlega ekki ómerkilegur tilgangur. Þótt það sé rétt að fæstir séu óheiðarlegir, þá liggur fyrir að sumir eru það. Og það er barnalegt að halda öðru fram.“
Lesið leiðarann í heild sinni hér.
2. Ritstjóri sem elskar forseta sem elskar múg sem elskar grunnstoðir lýðræðis
Daginn eftir að Trump stýrði með upplognum ásökunum – sem stafa af sjúklegri sjálfhverfu og særðu stolti en algjöru skeytingarleysi fyrir frelsi og lýðræði – endar leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrif dagsins á eftirfarandi orðum: „Sko hann.““
Lesið leiðarann í heild sinni hér.
1. Klefamenning sem hyllir og verndar ofbeldismenn
„Guðni Bergsson er ekki vandamálið þótt hann hafi unnið hjá því í nokkur ár. Vandamálið er ömurleg klefamenning sem hyllir ofbeldismenn, lítur niður á konur og upphefur eitraða karlmennsku. Hún hefur viðgengist í áratugi og á henni ber Guðni Bergsson ekki einn ábyrgð. Forysta íslenskrar knattspyrnuhreyfingar í heild á stóra hlutdeild í henni.“