Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði

Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.

Auglýsing
skuggakarolina.jpeg

Lilja Tryggva­dótt­ir, sjálf­boða­liði í Konu­koti, stefnir að því að styrkja Konu­kot og Frú Ragn­heiði með sölu ljóða­bók­ar. Ljóða­bókin sprettur sem úrvinnslu­ljóð úr sjálf­boða­lið­a­r­eynsl­unni í Konu­koti. Konu­kot er athvarf fyrir konur í hús­næð­is­vanda rekið af Rót­inni en Frú Ragn­heiður er verk­efni rekið af Rauða Kross­inum sem veitir heil­brigð­is­þjón­ustu og nála­skipti­þjón­ustu. Báðir staðir leggja ríka áherslu á skaða­minnkun og aðstoða fólk sem enn í dag er jað­ar­sett í sam­fé­lag­inu. Það er mikil vakn­ing í þessum málum búin að eiga sér stað á síð­ustu árum.

Reykja­vík­ur­borg styrkir rekst­ur­inn en hluti af rekstr­inum hjá bæði Konu­koti og Frú Ragn­heiði er rek­inn af sjálf­boða­liðum og fjár­fram­lögum úr söfn­unum og gjöf­um. Því er fjár­mögnun mik­il­væg og von Lilju að þetta verk geti veitt silf­ur­kant inn í sum­arið og haust­ið. Í bók­inni er magnað sam­spil ljóða og mynda en bók­ina mynd­skreytir Ingi­björg Huld Hall­dórs­dótt­ir. Mynd­irnar eru gerðar eftir lestur ljóð­anna og heim­sókn í Konu­kot og end­ur­spegla túlkun lista­manns­ins á til­finn­ing­unum í ljóð­unum og umhverf­inu í Konu­koti. Ingi­björg Huld hefur haldið sýn­ingar á verkum sínum í Dan­mörku og á Íslandi. Verkin í bók­inni „Skugga mæra – skjá­skot af jaðr­in­um“ eru einnig glæsi­leg stök og eru öll til sölu hjá lista­mann­in­um. Útgáfa bók­ar­innar er fjár­mögnuð á Karol­ina Fund og söfn­unin þar var að hefj­ast. Bókin er kynnt bæði á face­book og instagram undir nafn­inu.

Auglýsing
Lilja seg­ist alltaf hafa notað ljóða­gerð, eða ljóða­pár ofan í skúff­um, sem úr­vinnslu­að­ferð í líf­inu. „Fyrir um sex árum byrj­aði ég sem sjálf­boða­liði í Konu­koti og nokkrum árum seinna sá ég að það var að vaxa fram efni í ljóða­bók ofaní skúff­unni. Þar sem ég hafði svo til enga reynslu af heim­il­is­leysi, fíkni­vanda og geð­rænum vanda áður en ég byrja í Konu­koti var alveg nóg af nýjum hlutum til að vinna úr. En upp úr því kom hug­myndin að setja saman bók, nýta hana til að gefa smá til­baka og þakka fyrir allt það góða sem sjálf­boða­lið­a­r­eynslan hefur gefið mér. Það er líka búinn að vera draumur að birta eitt­hvað af pár­inu í skúff­unni, en stundum þarf að ýta við sjálfum sér út í svona ævin­týri og þá er gott að vera með skýran til­gang. Gerð ljóða­bókar er mikið lær­dóms­ferli og það eru ófáir sem hafa stutt við mitt. Ég hef fengið bæði form­legan og óform­legan yfir­lestur nokkrum sinnum og í hvert skipti hefur bókin tekið stökk. Takk allir sem hafa gefið af sér, peppað og sagt mér til. Án ykkar væri þetta allt enn ofaní skúffu!“

Ljóðin eru sprottin úr reynslu Lilju sem sjálf­boða­liði í Konu­koti. „Ég er bæði að skila til­finn­ingum mínum frá mér á blað og einnig að reyna að skilja betur stöð­una, setja mig í spor gesta og aðstand­enda og sjá heim­inn út frá þeim. Það eru skjá­skotin sem ég vísa í með seinni helm­ing tit­ils­ins á bók­inni, skjá­skot af jaðr­in­um. Sterkt þema í bók­inni er því heim­il­is­leysi og allt það sem getur tengst því, svosem áfalla­saga, fíkni­vandi, geð­rænn vandi og bara það að vera stundum svo­lítið einn í til­ver­unni. En það eru einnig fal­legar stundir í og við Konu­kot, sam­staða og sam­kennd jafn­vel þó það taki á að vera nán­ast alls­laus og jað­ar­settur í sam­fé­lag­inu. Það er svo mik­il­vægt að muna að við erum öll í þessu sam­an. Við erum öll að upp­lifa margar af þessum sömu til­finn­ingum og eigum margt sam­eig­in­legt þrátt fyrir að vera kannski á mis­mun­andi stað í líf­in­u.“

Hún segir að það að ágóð­inn af bók­inni renni beint inn í starf Konu­kots og Frú Ragn­heiðar sé henni eðli­legt og mik­il­vægt þar sem ekk­ert ljóð­anna væri til án þeirra. „Þakk­lætið gagn­vart fólk­inu sem sækir þjón­ustu þangað og starfar þar er óend­an­legt. Það kennir manni svo margt um lífið og til­ver­una að kynn­ast fólki út fyrir sína eigin litlu „jólakúlu“.“

Hægt er að styrkja söfn­un­ina hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki