5. Verðum að ganga í takt og „hætta þessu rugli“
Stórar spurningar vakna þegar fjallað er um skóla án aðgreiningar og vangavelturnar verða síðan enn stærri varðandi aðra kima samfélagsins. Formaður Kennarasambands Íslands sagði í viðtali við Kjarnann í júlí að nú væri komið að því að við Íslendingar spyrðum okkur hvernig við viljum haga okkar málum.
Viljum við vera aðgreinandi í eðli okkar eða gyrða okkur í brók og takast á við erfið málefni?
Lestu viðtalið í heild sinni hér.
4. „Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist
Í júlí mætti veiran aftur, þrátt fyrir að allar takmarkanir innanlands hefðu verið látnar falla niður nokkrum vikum áður og þáverandi heilbrigðisráðherra lýst því yfir að við værum að „endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð.“
Þrennt skýrði helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er var hvað lengst komið í bólusetningum: Bólusetning minnkaði líkur á smiti en kom ekki í veg fyrir það, aflétting aðgerða og þar af leiðandi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi landnám hæfasta afbrigðis veirunnar til þess tíma, delta-afbrigðisins. „Landslagið breyttist mikið með deltunni,“ sagði Arnar Pálsson erfðafræðingur í viðtali við Kjarnann.
Lestu viðtalið í heild sinni hér.
3. Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu Ragnarsdóttur harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér.
Lestu viðtalið í heild sinni hér.
2. Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Undanfarin ár hefur Jared Bibler, sem starfaði hjá Landsbankanum þar til skömmu fyrir hrun bankakerfisins í október 2008 og síðar sem rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2009-2011, verið að skrifa bók um reynslu sína af góðærinu, hruninu og eftirmálum þess á Íslandi.
Hún kom út í Bretlandi í byrjun október og heitir Iceland’s Secret. Kjarninn ræddi við Jared í aðdraganda útgáfu hennar.
Lestu viðtalið í heild sinni hér.
1. Mistökin sem ég gerði var að vera ekki meiri „kallinn“, að vera ekki meiri „stjórinn“
Sólveig Anna Jónsdóttir hætti skyndilega sem formaður Eflingar í lok október. Fyrsta viðtalið við hana eftir þann atburð birtist í Kjarnanum 6. nóvember. Þar sagði hún sig og samstarfsfólk sitt hafa náð ótrúlegum árangri í baráttu sinni fyrir bættum kjörum verka- og láglaunafólks en að starfsfólk Eflingar hefði ekki skilið baráttuna. Krafa hefði verið uppi innan félagsins um að aðflutt fólk aðlagaði sig að því frekar en félagið að fólkinu. Á endanum hafi hópur óánægðra starfsmanna bolað henni í burtu. Græðgi og sjálftökustemning væri í kringum Eflingu sem sé nokkurs konar ríki í ríkinu.