Styðjum Úkraínu!

Safnað er á Karolina Fund fyrir fjármunum til að gera vefsíðu þar sem hægt er að styrkja einstaklinga og málefni að eigin vali í Úkraínu.

0d079347c6ee78655b4299207a5dcc9d.jpeg
Auglýsing

Soffía Reyn­is­dóttir er 53 ára, dótt­ir, móð­ir, syst­ir, frænka. Hún hefur upp­lifað eitt og annað eins og gengur og ger­ist í líf­inu. Alin upp í sveit og á stóra fjöl­skyldu sem er sam­held­in. Hún á eina upp­komna dóttur sem hún hefur alið upp sem ein­stæð móð­ir. Hefur unnið ýmis störf í gegn um árin, stundum mörg störf til að eiga fyrir salt í graut­inn, stundum sem almennur starfs­maður og stundum sem yfir­maður á vinnu­stað. Allt eftir aðstæðum hverju sinn­i. 

Hún er lærður nudd­ari, marg­miðl­un­ar­hönn­uð­ur, versl­un­ar­stjóri, skúr­inga­kona, kokk­ur. Hún er harð­dug­leg og fylgin sér og klárar það sem hún tekur sér fyrir hendur nema kannski stöku lopa­peysu sem liggur hálf­prjónuð í stof­unni. Nú stendur hún fyrir söfnun á Karol­ina Fund til að hægt sé að koma vef­síðu í loftið þar sem hægt verður að styrkja ein­stak­linga og verk­efni í Úkra­ínu. Styrk­ur­inn á að fara beint til fyr­ir­tækja í Úkra­ínu og styrk­þegar sækja það sem þau þurfa til fyr­ir­tækja í sínu nærum­hverfi í Úkra­ínu.

Sam­töl í Covid-19 veik­indum

Hún segir hug­mynd­ina hafa vaknað í Covid-19 veik­inga­leyfi. „Það er þannig þegar maður liggur fyrir lasinn, haus­inn er nokkuð heill þó skrokk­ur­inn neiti að fara í vinn­una. Ég fór að hanga á net­inu og datt inn í að hlusta á fólk spjalla sam­an. Eftir að hafa gert það í nokkur skipti þá fer maður að setja inn ummæli og spurn­ing­ar, fær svör og það varð til sam­tal. Það sam­tal er orðið þannig að ég fylgist dag­lega með hvernig þeim gengur og hvað er að ger­ast.“

Auglýsing
Í gegnum þau sam­töl hefur opin­ber­ast að ein­hver í Úkra­ínu var að safna fyr­ir­ ­sér­stökum hjálm fyrir her­mann sem er með sprungnar hljóð­himn­ur, en hann er kom­inn aftur á fram­lín­una en kvelst þegar sprengj­urnar falla í kring um hann. Þá kynnt­ist hún­ Breta sem er að keyra bíl sem hann keypti til flytja búnað til her­manna í fram­lín­unni og til að flytja særða. „Hann keypti bíl­inn sjálfur og keyrir hann til þeirra og fer svo heim með lest. Við töl­uðum við hann þegar hann var í Kharkiv, sprengjur heyrð­ust falla í miðju sam­tali og sam­bandið rofn­aði. Við vissum ekki hvort það var í lagi með hann fyrr en dag­inn eft­ir. Ein stúlka vill aðstoða ein­stæða móður með 4 börn, hún hefur misst mann­inn sinn og allar sínar eig­ur. Börnin þurfa skóla­gögn og kannski ein­hver föt.“

Um þetta snú­ist sam­tölin sem Soffía á. „Stundum sendi ég þeim mynd af Eski­firði eða segi þeim frá eld­gos­inu. Þeim finnst það skemmti­legt og hafa áhuga á að vita hvað er að ger­ast hér til að leiða hug­ann frá stríð­inu. Ég sendi þeim myndir af snúð­unum sem ég baka á morgn­ana í vinn­unni og segi góðan dag­inn. Þeim þykir ekki síst vænt um að vita að fólki er umhugað um þau, hlustar og vill hjálpa. Það er mitt hlut­verk, að hlusta og ekki bara gera það sem mér finnst að þurfi heldur láta þau segja mér hvað þau þurfa.“

Vill að vef­ur­inn verði að alþjóð­legu verk­efni

Ein­hvern tíma í miðju sam­tali um fjöl­skyld­una með börn­in, gerði Soffía til­raun til að kaupa skóla­gögn fyrir þau í vef­verslun sem starfar í Úkra­ínu. „Ég ætl­aði að versla, borga og láta þau svo sækja í versl­un­ar­mið­stöð í borg­inni sem þau búa í. Mér tókst ekki að gera þetta því greiðslan fór ekki í gegn en þá datt mér þetta í hug. Við þurfum að geta gert þetta, stutt mál­efni, ein­stak­linga eða fjöl­skyldur með því að eiga þessi við­skipti við fyr­ir­tæki sem starfa í Úkra­ínu. Ekki bara kaupa skóla­gögn hér á Íslandi, pakka þeim í kassa og senda með til­heyr­andi kostn­aði og óvissu um afhend­ingu. Mikið ein­fald­ara væri að kaupa skóla­gögnin bara þar og láta þau sækja dag­inn eftir og styðja þá um leið atvinnu­starf­semi í land­inu, skattar og virð­is­auki af við­skipt­unum renna til Úkra­ínu en ekki ein­hvers ann­ars lands. Þá þarf ég ekki að taka ákvörðun um að senda pen­inga til ókunn­ugs fólks sem ég er að kynn­ast í gegn um net­ið, því það gerir maður ekki.  Annar vink­ill á þess­ari nálgun er svo líka blessuð umræðan um kolefn­is­spor­ið.“

Henni langar að vef­ur­inn sem hún vill koma á kopp­inn með söfn­un­inni á Karol­ina Fund verði að alþjóð­legu verk­efni. „Þetta á ekki bara við um Íslend­inga heldur fólk um allan heim sem vill hjálpa en veit ekki alltaf bestu leið­ina til að gera það. Það eru margar leiðir til að styrkja og hjálpa. Ótal mörg sam­tök sem eru að vinna mikið og gott starf en svo eru ein­stak­ling­arnir sem að ströggla við hver í sínu horni, sumir af veikum mætti með lítið milli hand­anna að safna fyrir ein­hverju fyrir ein­hvern sem þau þekkja. Ef þessi vefur gæti hjálpað þessu fólki að koma sínu mál­efni á fram­færi, hjálpa þeim að ná til þeirra sem vilja styrkja væri mik­ill ávinn­ingur af því.“

Hér er hægt að styrkja verk­efn­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk