Sjálfakandi bílar lenda frekar í árekstrum

Rannsókn á slysatíðni sjálfakandi bíla gefur ekki góð meðmæli með þessum nýju tækjum. Er manneskjan betri í að keyra en tölvan?

Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Auglýsing

Sjálfa­kandi bílar virð­ast lenda í fleiri slysum og árekstrum en hefð­bundnir bíl­ar. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð varí Michig­an-há­skóla um virkni sjálfa­kandi bíla og öryggi þeirra. Nið­ur­staðan kann að hljóma þvertöf­ugt við það sem fram­leið­endur þess­ara bíla segja að sé mark­mið­ið. Vanda­málið er hins vegar enn það sama: mennskir öku­menn.

Bílar sem ekið er af tölvum eru hlaðnir skynj­urum og tækjum til að greina umhverf bíls­ins, allan hring­inn. Tölvan þarf svo að taka mið af þessum upp­lýs­ingum í akstri, líkt og mennskur bíl­stjóri. Svo virð­ist sem að tölvan geri það betur en mann­eskj­urn­ar.

Fram­leiðandur sjálfa­kandi bíla eru skyld­aðir sam­kvæmt banda­rískri lög­gjöf að taka saman og birta upp­lýs­ingar um fjölda slysa, árekstra eða óhappa sem sjálfa­kandi bílar lenda í. Nú þegar hefur þessum bílum verið ekið meira en milljón mílur (um 1,6 milljón kíló­metra) og þykir slysa­tíðnin vera nokkuð há, eða 11 áreksrar á hver­rjar milljón míl­ur. Í öllum til­fellum var það mennskur öku­maður sem olli slys­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Vox.com um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verður hins vegar að líta til nokk­urra atriða þegar nið­ur­stöð­urnar eru skoð­að­ar. Hið fyrsta er að sjálfa­kandi bílum hefur enn ekki verið ekið nægi­lega lengi til þess að mark­tæka spá megi ger­a.  Ell­efu slys eru ein­fald­lega of fá gildi í til að alhæfa um raun­veru­leik­ann.

Þá ríkir nokkur óvissa um hversu mörg bílslys verða almennt í umferð­inni, meðal mennskra öku­manna. Ekki er víst að öll slys séu til­kynnt til lög­reglu eða trygg­ing­ar­fé­laga, sér­stak­lega minni óhöpp þar sem ekki verða slys á fólki eða eigna­tjón. Þetta er mik­il­vægt því svo virð­ist sem að sjálfa­kandi bílar lendi frekar í minni­háttar óhöppum en slysum þar sem mikið eigna­tjón verður eða slys á fólki. Aðeins tvö af ell­efu slysum sjálfa­kandi bíla urðu til þess að fólk slas­að­ist. Í almennri umferð er hlut­fallið hins vegar 28 pró­sent.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í sept­em­ber þá eru sjálfa­kandi bílar aðeins að slíta barnskónum og ekki nærri því til­búnir til þess að takast á við hvaða aðstæður sem er. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Dr. Ralf G. Herrtwich, stjórn­andi hjá Mercedes í deild sjálfa­kandi bíla, að sjálfa­kandi bílar gætu til dæmis ekki ráðið við mikla hálku, snjó og flókn­ari aðstæð­ur. Til þess væri tæknin ein­fald­lega ekki nógu full­kom­in. Þeim bílum sem voru til rann­sóknar í Michigan var öllum ekið í Texas og Kali­forníu þar sem vetur eru mildir í versta falli.

Hlusta má á sam­talið við Dr. Herrtwich hér að neð­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None