Sjálfakandi bílar lenda frekar í árekstrum

Rannsókn á slysatíðni sjálfakandi bíla gefur ekki góð meðmæli með þessum nýju tækjum. Er manneskjan betri í að keyra en tölvan?

Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Auglýsing

Sjálfa­kandi bílar virð­ast lenda í fleiri slysum og árekstrum en hefð­bundnir bíl­ar. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð varí Michig­an-há­skóla um virkni sjálfa­kandi bíla og öryggi þeirra. Nið­ur­staðan kann að hljóma þvertöf­ugt við það sem fram­leið­endur þess­ara bíla segja að sé mark­mið­ið. Vanda­málið er hins vegar enn það sama: mennskir öku­menn.

Bílar sem ekið er af tölvum eru hlaðnir skynj­urum og tækjum til að greina umhverf bíls­ins, allan hring­inn. Tölvan þarf svo að taka mið af þessum upp­lýs­ingum í akstri, líkt og mennskur bíl­stjóri. Svo virð­ist sem að tölvan geri það betur en mann­eskj­urn­ar.

Fram­leiðandur sjálfa­kandi bíla eru skyld­aðir sam­kvæmt banda­rískri lög­gjöf að taka saman og birta upp­lýs­ingar um fjölda slysa, árekstra eða óhappa sem sjálfa­kandi bílar lenda í. Nú þegar hefur þessum bílum verið ekið meira en milljón mílur (um 1,6 milljón kíló­metra) og þykir slysa­tíðnin vera nokkuð há, eða 11 áreksrar á hver­rjar milljón míl­ur. Í öllum til­fellum var það mennskur öku­maður sem olli slys­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Vox.com um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verður hins vegar að líta til nokk­urra atriða þegar nið­ur­stöð­urnar eru skoð­að­ar. Hið fyrsta er að sjálfa­kandi bílum hefur enn ekki verið ekið nægi­lega lengi til þess að mark­tæka spá megi ger­a.  Ell­efu slys eru ein­fald­lega of fá gildi í til að alhæfa um raun­veru­leik­ann.

Þá ríkir nokkur óvissa um hversu mörg bílslys verða almennt í umferð­inni, meðal mennskra öku­manna. Ekki er víst að öll slys séu til­kynnt til lög­reglu eða trygg­ing­ar­fé­laga, sér­stak­lega minni óhöpp þar sem ekki verða slys á fólki eða eigna­tjón. Þetta er mik­il­vægt því svo virð­ist sem að sjálfa­kandi bílar lendi frekar í minni­háttar óhöppum en slysum þar sem mikið eigna­tjón verður eða slys á fólki. Aðeins tvö af ell­efu slysum sjálfa­kandi bíla urðu til þess að fólk slas­að­ist. Í almennri umferð er hlut­fallið hins vegar 28 pró­sent.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í sept­em­ber þá eru sjálfa­kandi bílar aðeins að slíta barnskónum og ekki nærri því til­búnir til þess að takast á við hvaða aðstæður sem er. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Dr. Ralf G. Herrtwich, stjórn­andi hjá Mercedes í deild sjálfa­kandi bíla, að sjálfa­kandi bílar gætu til dæmis ekki ráðið við mikla hálku, snjó og flókn­ari aðstæð­ur. Til þess væri tæknin ein­fald­lega ekki nógu full­kom­in. Þeim bílum sem voru til rann­sóknar í Michigan var öllum ekið í Texas og Kali­forníu þar sem vetur eru mildir í versta falli.

Hlusta má á sam­talið við Dr. Herrtwich hér að neð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None