Sjálfakandi bílar lenda frekar í árekstrum

Rannsókn á slysatíðni sjálfakandi bíla gefur ekki góð meðmæli með þessum nýju tækjum. Er manneskjan betri í að keyra en tölvan?

Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Google hefur þróað sjálfakandi bíl. Hér sást stofnendur fyrirtækisins, þeir Larry Page og Sergey Brin, um borð í einum slíkum
Auglýsing

Sjálfa­kandi bílar virð­ast lenda í fleiri slysum og árekstrum en hefð­bundnir bíl­ar. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð varí Michig­an-há­skóla um virkni sjálfa­kandi bíla og öryggi þeirra. Nið­ur­staðan kann að hljóma þvertöf­ugt við það sem fram­leið­endur þess­ara bíla segja að sé mark­mið­ið. Vanda­málið er hins vegar enn það sama: mennskir öku­menn.

Bílar sem ekið er af tölvum eru hlaðnir skynj­urum og tækjum til að greina umhverf bíls­ins, allan hring­inn. Tölvan þarf svo að taka mið af þessum upp­lýs­ingum í akstri, líkt og mennskur bíl­stjóri. Svo virð­ist sem að tölvan geri það betur en mann­eskj­urn­ar.

Fram­leiðandur sjálfa­kandi bíla eru skyld­aðir sam­kvæmt banda­rískri lög­gjöf að taka saman og birta upp­lýs­ingar um fjölda slysa, árekstra eða óhappa sem sjálfa­kandi bílar lenda í. Nú þegar hefur þessum bílum verið ekið meira en milljón mílur (um 1,6 milljón kíló­metra) og þykir slysa­tíðnin vera nokkuð há, eða 11 áreksrar á hver­rjar milljón míl­ur. Í öllum til­fellum var það mennskur öku­maður sem olli slys­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt Vox.com um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verður hins vegar að líta til nokk­urra atriða þegar nið­ur­stöð­urnar eru skoð­að­ar. Hið fyrsta er að sjálfa­kandi bílum hefur enn ekki verið ekið nægi­lega lengi til þess að mark­tæka spá megi ger­a.  Ell­efu slys eru ein­fald­lega of fá gildi í til að alhæfa um raun­veru­leik­ann.

Þá ríkir nokkur óvissa um hversu mörg bílslys verða almennt í umferð­inni, meðal mennskra öku­manna. Ekki er víst að öll slys séu til­kynnt til lög­reglu eða trygg­ing­ar­fé­laga, sér­stak­lega minni óhöpp þar sem ekki verða slys á fólki eða eigna­tjón. Þetta er mik­il­vægt því svo virð­ist sem að sjálfa­kandi bílar lendi frekar í minni­háttar óhöppum en slysum þar sem mikið eigna­tjón verður eða slys á fólki. Aðeins tvö af ell­efu slysum sjálfa­kandi bíla urðu til þess að fólk slas­að­ist. Í almennri umferð er hlut­fallið hins vegar 28 pró­sent.

Eins og Kjarn­inn greindi frá í sept­em­ber þá eru sjálfa­kandi bílar aðeins að slíta barnskónum og ekki nærri því til­búnir til þess að takast á við hvaða aðstæður sem er. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Dr. Ralf G. Herrtwich, stjórn­andi hjá Mercedes í deild sjálfa­kandi bíla, að sjálfa­kandi bílar gætu til dæmis ekki ráðið við mikla hálku, snjó og flókn­ari aðstæð­ur. Til þess væri tæknin ein­fald­lega ekki nógu full­kom­in. Þeim bílum sem voru til rann­sóknar í Michigan var öllum ekið í Texas og Kali­forníu þar sem vetur eru mildir í versta falli.

Hlusta má á sam­talið við Dr. Herrtwich hér að neð­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None