Samfylking og Framsókn jafn lítil í nýrri kosningaspá

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Auglýsing

Stuðn­ingur við Fram­sókn­ar­flokk­inn, Sam­fylk­ing­una og Við­reisn mælist nán­ast jafn mik­ill í nýrri kos­inga­spá sem gerð var í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með aðeins 9,1 pró­sent fylgi, Sam­fylk­ingin með níu pró­sent og Við­reisn með 8,8 pró­sent eftir að ný spá var gerð með nýjum könn­un­um. Ekki er mark­tækur munur á fylgi þess­ara fram­boða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur mælst með um tíu pró­sent fylgi síðan í byrjun apr­íl, eða þegar for­maður flokks­ins sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna upp­ljóstrana úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með minna fylgi í um mánuð núna og ekki hefur verið svo mjótt á munum milli hans og Sam­fylk­ingar síðan um miðjan apr­íl.

Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig fylgi í hverri kosn­inga­spá sem gerð hefur verið síðan í byrjun maí, en þar áður hafði flokk­ur­inn tapað fylgi í nær öllum kosn­inga­spám frá ára­mót­um. Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur ekki verið hærra síðan 1. apr­íl. Síðan þá hafa orðið for­manns­skipti í flokkn­um; Oddný Harð­ar­dóttir tók við kefl­inu af Árna Páli Árna­syni 3. júní. Þá mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar aðeins 7,2 pró­sent.

Í Alþing­is­kosn­ing­unum árið 2013 hlaut Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða á lands­vísu og 19 kjörna þing­menn. Sam­fylk­ingin hlaut 12,9 pró­sent atkvæða á lands­vísu og fékk níu þing­menn kjörna.

Auglýsing


Við­reisn tapar örlitlu fylgi síðan kosn­inga­spáin var gerð síð­ast 3. júlí. Þá mæld­ist fylgið við fram­boðið 9,5 pró­sent en það er nú 8,8 pró­sent. Síðan Við­reisn var mæld fyrst 1. apríl hefur fylgið auk­ist jafnt og þétt í nærri öllum kosn­inga­spám.

Píratar eru sem fyrr með mest fylgi þeirra flokka sem hyggj­ast bjóða fram í fyr­ir­hug­uðum Alþing­is­kosn­ingum í haust. Fylgi við Pírata mælist nú 27,3 pró­sent og fellur um rúmt pró­sentu­stig milli kosn­inga­spáa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig 0,6 pró­sentu­stigum á sama tíma­bili og mælist nú með 23,6 pró­sent fylgi. Vinstri græn bæta við sig hálfu pró­sentu­stigi og eru nú með 16,6 pró­sent stuðn­ing.

Björt fram­tíð mælist enn með mjög lítið fylgi og lækkar enn í nýj­ustu kosn­inga­spánni og er með 3,5 pró­sent stuðn­ing. Flokk­ur­inn fékk 8,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2013 og sex þing­menn kjörna. Ætla má að fram­boð þurfi um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu til þess að ná kjöri. Ekki er enn farið að mæla stuðn­ing við fram­boð til Alþingis eftir kjör­dæmum fyrir fyr­ir­hug­aðar kosn­ignar í haust.

Önnur fram­boð myndu sam­tals fá 2,1 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent í kosn­inga­spánni eru flokkuð sem „aðr­ir“.

Nýjasta kosn­inga­spáin var gerð 7. júlí og er byggð á fjórum nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða. Nýjasta könn­unin vegur í þetta sinn ekki þyngst sökum stærðar könn­unar Gallup sem birt var 3. júlí. Áður en könnun er bætt við kosn­inga­spána hlýtur hún vægi gagn­vart öðrum fyr­ir­liggj­andi könn­unum sem byggir meðal ann­ars á lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda. Kann­an­irnar sem liggja til grund­vallar kosn­igna­spánni 7. júlí eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 27. júní til 4. júlí (vægi 26,1%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 26. maí til 29. júní (vægi 36,7%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 19. til 22. júní (vægi 23,4%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 8. til 12. júní (vægi 13,8%)

Hvað er Kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Kosn­­­­­inga­­­­­spálíkan Bald­­­­­urs Héð­ins­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­lýs­ing­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­inga­­­­­spá Bald­­­­­urs fyrir sveit­­­­­ar­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­kosn­­­­­ing­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­inga­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­ur­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­leiki könn­un­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­inga­úr­slit­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None