Samfylking og Framsókn jafn lítil í nýrri kosningaspá

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Auglýsing

Stuðn­ingur við Fram­sókn­ar­flokk­inn, Sam­fylk­ing­una og Við­reisn mælist nán­ast jafn mik­ill í nýrri kos­inga­spá sem gerð var í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með aðeins 9,1 pró­sent fylgi, Sam­fylk­ingin með níu pró­sent og Við­reisn með 8,8 pró­sent eftir að ný spá var gerð með nýjum könn­un­um. Ekki er mark­tækur munur á fylgi þess­ara fram­boða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur mælst með um tíu pró­sent fylgi síðan í byrjun apr­íl, eða þegar for­maður flokks­ins sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna upp­ljóstrana úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með minna fylgi í um mánuð núna og ekki hefur verið svo mjótt á munum milli hans og Sam­fylk­ingar síðan um miðjan apr­íl.

Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig fylgi í hverri kosn­inga­spá sem gerð hefur verið síðan í byrjun maí, en þar áður hafði flokk­ur­inn tapað fylgi í nær öllum kosn­inga­spám frá ára­mót­um. Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur ekki verið hærra síðan 1. apr­íl. Síðan þá hafa orðið for­manns­skipti í flokkn­um; Oddný Harð­ar­dóttir tók við kefl­inu af Árna Páli Árna­syni 3. júní. Þá mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar aðeins 7,2 pró­sent.

Í Alþing­is­kosn­ing­unum árið 2013 hlaut Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða á lands­vísu og 19 kjörna þing­menn. Sam­fylk­ingin hlaut 12,9 pró­sent atkvæða á lands­vísu og fékk níu þing­menn kjörna.

Auglýsing


Við­reisn tapar örlitlu fylgi síðan kosn­inga­spáin var gerð síð­ast 3. júlí. Þá mæld­ist fylgið við fram­boðið 9,5 pró­sent en það er nú 8,8 pró­sent. Síðan Við­reisn var mæld fyrst 1. apríl hefur fylgið auk­ist jafnt og þétt í nærri öllum kosn­inga­spám.

Píratar eru sem fyrr með mest fylgi þeirra flokka sem hyggj­ast bjóða fram í fyr­ir­hug­uðum Alþing­is­kosn­ingum í haust. Fylgi við Pírata mælist nú 27,3 pró­sent og fellur um rúmt pró­sentu­stig milli kosn­inga­spáa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig 0,6 pró­sentu­stigum á sama tíma­bili og mælist nú með 23,6 pró­sent fylgi. Vinstri græn bæta við sig hálfu pró­sentu­stigi og eru nú með 16,6 pró­sent stuðn­ing.

Björt fram­tíð mælist enn með mjög lítið fylgi og lækkar enn í nýj­ustu kosn­inga­spánni og er með 3,5 pró­sent stuðn­ing. Flokk­ur­inn fékk 8,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2013 og sex þing­menn kjörna. Ætla má að fram­boð þurfi um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu til þess að ná kjöri. Ekki er enn farið að mæla stuðn­ing við fram­boð til Alþingis eftir kjör­dæmum fyrir fyr­ir­hug­aðar kosn­ignar í haust.

Önnur fram­boð myndu sam­tals fá 2,1 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent í kosn­inga­spánni eru flokkuð sem „aðr­ir“.

Nýjasta kosn­inga­spáin var gerð 7. júlí og er byggð á fjórum nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða. Nýjasta könn­unin vegur í þetta sinn ekki þyngst sökum stærðar könn­unar Gallup sem birt var 3. júlí. Áður en könnun er bætt við kosn­inga­spána hlýtur hún vægi gagn­vart öðrum fyr­ir­liggj­andi könn­unum sem byggir meðal ann­ars á lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda. Kann­an­irnar sem liggja til grund­vallar kosn­igna­spánni 7. júlí eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 27. júní til 4. júlí (vægi 26,1%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 26. maí til 29. júní (vægi 36,7%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 19. til 22. júní (vægi 23,4%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 8. til 12. júní (vægi 13,8%)

Hvað er Kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Kosn­­­­­inga­­­­­spálíkan Bald­­­­­urs Héð­ins­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­lýs­ing­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­inga­­­­­spá Bald­­­­­urs fyrir sveit­­­­­ar­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­kosn­­­­­ing­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­inga­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­ur­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­leiki könn­un­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­inga­úr­slit­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða um 50 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá skipafélagi Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None