Samfylking og Framsókn jafn lítil í nýrri kosningaspá

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann stóran sigur í kosningunum 2013 en nú mælist flokkurinn með aðeins 9,1 prósent fylgi.
Auglýsing

Stuðn­ingur við Fram­sókn­ar­flokk­inn, Sam­fylk­ing­una og Við­reisn mælist nán­ast jafn mik­ill í nýrri kos­inga­spá sem gerð var í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með aðeins 9,1 pró­sent fylgi, Sam­fylk­ingin með níu pró­sent og Við­reisn með 8,8 pró­sent eftir að ný spá var gerð með nýjum könn­un­um. Ekki er mark­tækur munur á fylgi þess­ara fram­boða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur mælst með um tíu pró­sent fylgi síðan í byrjun apr­íl, eða þegar for­maður flokks­ins sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna upp­ljóstrana úr Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með minna fylgi í um mánuð núna og ekki hefur verið svo mjótt á munum milli hans og Sam­fylk­ingar síðan um miðjan apr­íl.

Sam­fylk­ingin hefur bætt við sig fylgi í hverri kosn­inga­spá sem gerð hefur verið síðan í byrjun maí, en þar áður hafði flokk­ur­inn tapað fylgi í nær öllum kosn­inga­spám frá ára­mót­um. Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur ekki verið hærra síðan 1. apr­íl. Síðan þá hafa orðið for­manns­skipti í flokkn­um; Oddný Harð­ar­dóttir tók við kefl­inu af Árna Páli Árna­syni 3. júní. Þá mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar aðeins 7,2 pró­sent.

Í Alþing­is­kosn­ing­unum árið 2013 hlaut Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða á lands­vísu og 19 kjörna þing­menn. Sam­fylk­ingin hlaut 12,9 pró­sent atkvæða á lands­vísu og fékk níu þing­menn kjörna.

Auglýsing


Við­reisn tapar örlitlu fylgi síðan kosn­inga­spáin var gerð síð­ast 3. júlí. Þá mæld­ist fylgið við fram­boðið 9,5 pró­sent en það er nú 8,8 pró­sent. Síðan Við­reisn var mæld fyrst 1. apríl hefur fylgið auk­ist jafnt og þétt í nærri öllum kosn­inga­spám.

Píratar eru sem fyrr með mest fylgi þeirra flokka sem hyggj­ast bjóða fram í fyr­ir­hug­uðum Alþing­is­kosn­ingum í haust. Fylgi við Pírata mælist nú 27,3 pró­sent og fellur um rúmt pró­sentu­stig milli kosn­inga­spáa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig 0,6 pró­sentu­stigum á sama tíma­bili og mælist nú með 23,6 pró­sent fylgi. Vinstri græn bæta við sig hálfu pró­sentu­stigi og eru nú með 16,6 pró­sent stuðn­ing.

Björt fram­tíð mælist enn með mjög lítið fylgi og lækkar enn í nýj­ustu kosn­inga­spánni og er með 3,5 pró­sent stuðn­ing. Flokk­ur­inn fékk 8,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2013 og sex þing­menn kjörna. Ætla má að fram­boð þurfi um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu til þess að ná kjöri. Ekki er enn farið að mæla stuðn­ing við fram­boð til Alþingis eftir kjör­dæmum fyrir fyr­ir­hug­aðar kosn­ignar í haust.

Önnur fram­boð myndu sam­tals fá 2,1 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Fram­boð sem mæl­ast með minna en eitt pró­sent í kosn­inga­spánni eru flokkuð sem „aðr­ir“.

Nýjasta kosn­inga­spáin var gerð 7. júlí og er byggð á fjórum nýj­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­boða. Nýjasta könn­unin vegur í þetta sinn ekki þyngst sökum stærðar könn­unar Gallup sem birt var 3. júlí. Áður en könnun er bætt við kosn­inga­spána hlýtur hún vægi gagn­vart öðrum fyr­ir­liggj­andi könn­unum sem byggir meðal ann­ars á lengd könn­un­ar­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda. Kann­an­irnar sem liggja til grund­vallar kosn­igna­spánni 7. júlí eru:

  • Skoð­ana­könnun MMR 27. júní til 4. júlí (vægi 26,1%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 26. maí til 29. júní (vægi 36,7%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 19. til 22. júní (vægi 23,4%)
  • Skoð­anak. Félags­vís­ind­ast. HÍ f. Morg­unbl. 8. til 12. júní (vægi 13,8%)

Hvað er Kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Kosn­­­­­inga­­­­­spálíkan Bald­­­­­urs Héð­ins­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­lýs­ing­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­inga­­­­­spá Bald­­­­­urs fyrir sveit­­­­­ar­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­kosn­­­­­ing­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­­­inga­­­­­spá.is má lesa nið­­­­­ur­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­leiki könn­un­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­inga­úr­slit­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None