Samningamaðurinn segir Breta ekki geta valið sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier hefur getið sér orð sem harður samningamaður. Hann telur aðildarríkin ekki mega velja sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur ráðið sér samn­inga­mann í Brex­it-við­ræð­un­um. Sá heitir Michel Barnier og er fyrr­ver­andi ráð­herra í rík­is­stjórn Frakk­lands. Hann hefur einnig gengt emb­ætti fram­kvæmda­stjóra innri mark­að­ar­ins og verið vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Jean-Claude Junker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, til­kynnti þetta í dag

Barnier er þekktur fyrir harða afstöðu sína með fjór­frels­inu sem grunn­stoð Evr­ópu­sam­starfs­ins og hins frjálsa mark­að­ar. Samn­inga­mað­ur­inn mun ekki hefja störf fyrr en 1. októ­ber næst­kom­andi. Hann seg­ist ekki ætla að hafa neitt sam­band við Breta fyrr en form­leg úrsagn­ar­beiðni hefur borist til Brus­sel.

Þegar Barnier var fram­kvæmda­stjóri innri mark­aðar ESB á árunum 2010 til 2014 hafði hann yfir­um­sjón með aðgerðum sam­bands­ins til að stemma stigu við Evru­krís­una og koma á fót traust­ari lög­gjöf um fjár­mála­kerfi á mark­að­in­um. Þrengri skil­yrði fóru sér­stak­lega illa í Breta og fjár­mála­hverfið í London, City of London. Barnier lagð­ist hart gegn því að Bret­land fengi auknar und­an­þágur frá fjár­mála­lög­gjöf­inni.

Auglýsing

For­kólfar í City of London hafa síðan náð að gera grýlu úr Barnier sem ætíð hefur lagt áherslu á að hinn frjálsi mark­aður væri ekki nammi­bar sem hægt væri að velja sér bland í poka úr. Segja má að Brexit sé að ein­hverjum hluta til eft­ir­köst af þess­ari hörðu afstöðu Barnier og ESB gagn­vart Bret­um. David Camer­on, for­maður Íhalds­flokks­ins breska í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2015, lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um aðild Bret­lands að ESB til að mæta auknum þrýst­ingi innan flokks síns og utan, meðal ann­ars vegna harð­ari skil­yrða vegna Evr­u-krís­unn­ar.

Eig­in­legar samn­inga­við­ræður munu ekki hefj­ast fyrr en Bret­land hefur form­lega óskað eftir úrsögn úr sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að beiðnin verði ekki send yfir Ermar­sundið fyrr en bresk stjórn­völd hafa und­ir­búið samn­ings­mark­mið sín og fyr­ir­hug­aða úrsögn.

Haft er eftir Junker á vef Evr­ópu­sam­bands­ins að hann hafi viljað fá reyndan stjórn­mála­mann í hlut­verk samn­inga­manns ESB gagn­vart Bret­um. „Michel er hæfi­leik­a­ríkur samn­inga­maður með mikla reynslu í veiga­mestu mála­flokk­unum sem eru undir í Brex­it-við­ræð­un­um,“ sagði Junker. Reynsl­una hafi hann fengið sem ráð­herra utan­rík­is­mála og land­bún­aðar í Frakk­landi, sem með­limur í fram­kvæmda­stjórn ESB og yfir­maður svæð­is­stefnu­mót­un­ar, stofn­annaum­bóta og innri mark­að­ar­ins.

Junker telur Barnier það einnig til tekna að þekkja vel til í hinum ýmsu stofn­unum sam­bands­ins og víð­tækt tengsla­net hans meðal stjórn­valda aðild­ar­ríkja ESB. Samn­inga­mað­ur­inn mun heyra beint undir for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og veita honum reglu­lega upp­lýs­ingar um gang mála á meðan við­ræðum við Breta stend­ur.

Sjálfur seg­ist Barnier vera upp með sér með skip­an­ina. Hann lýsti því á Twitter á helstu tungu­málum Evr­ópu­sam­bands­ins; ensku, frönsku og þýsku.

Ther­esa May er enn á flakki um Evr­ópu með það að mark­miði að hitta aðra leið­toga aðild­ar­ríkja ESB. Hún hittir Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í Róm í dag og heldur svo áfram til Slóvakíu og Pól­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None