Samningamaðurinn segir Breta ekki geta valið sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier hefur getið sér orð sem harður samningamaður. Hann telur aðildarríkin ekki mega velja sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur ráðið sér samn­inga­mann í Brex­it-við­ræð­un­um. Sá heitir Michel Barnier og er fyrr­ver­andi ráð­herra í rík­is­stjórn Frakk­lands. Hann hefur einnig gengt emb­ætti fram­kvæmda­stjóra innri mark­að­ar­ins og verið vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Jean-Claude Junker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, til­kynnti þetta í dag

Barnier er þekktur fyrir harða afstöðu sína með fjór­frels­inu sem grunn­stoð Evr­ópu­sam­starfs­ins og hins frjálsa mark­að­ar. Samn­inga­mað­ur­inn mun ekki hefja störf fyrr en 1. októ­ber næst­kom­andi. Hann seg­ist ekki ætla að hafa neitt sam­band við Breta fyrr en form­leg úrsagn­ar­beiðni hefur borist til Brus­sel.

Þegar Barnier var fram­kvæmda­stjóri innri mark­aðar ESB á árunum 2010 til 2014 hafði hann yfir­um­sjón með aðgerðum sam­bands­ins til að stemma stigu við Evru­krís­una og koma á fót traust­ari lög­gjöf um fjár­mála­kerfi á mark­að­in­um. Þrengri skil­yrði fóru sér­stak­lega illa í Breta og fjár­mála­hverfið í London, City of London. Barnier lagð­ist hart gegn því að Bret­land fengi auknar und­an­þágur frá fjár­mála­lög­gjöf­inni.

Auglýsing

For­kólfar í City of London hafa síðan náð að gera grýlu úr Barnier sem ætíð hefur lagt áherslu á að hinn frjálsi mark­aður væri ekki nammi­bar sem hægt væri að velja sér bland í poka úr. Segja má að Brexit sé að ein­hverjum hluta til eft­ir­köst af þess­ari hörðu afstöðu Barnier og ESB gagn­vart Bret­um. David Camer­on, for­maður Íhalds­flokks­ins breska í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2015, lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um aðild Bret­lands að ESB til að mæta auknum þrýst­ingi innan flokks síns og utan, meðal ann­ars vegna harð­ari skil­yrða vegna Evr­u-krís­unn­ar.

Eig­in­legar samn­inga­við­ræður munu ekki hefj­ast fyrr en Bret­land hefur form­lega óskað eftir úrsögn úr sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að beiðnin verði ekki send yfir Ermar­sundið fyrr en bresk stjórn­völd hafa und­ir­búið samn­ings­mark­mið sín og fyr­ir­hug­aða úrsögn.

Haft er eftir Junker á vef Evr­ópu­sam­bands­ins að hann hafi viljað fá reyndan stjórn­mála­mann í hlut­verk samn­inga­manns ESB gagn­vart Bret­um. „Michel er hæfi­leik­a­ríkur samn­inga­maður með mikla reynslu í veiga­mestu mála­flokk­unum sem eru undir í Brex­it-við­ræð­un­um,“ sagði Junker. Reynsl­una hafi hann fengið sem ráð­herra utan­rík­is­mála og land­bún­aðar í Frakk­landi, sem með­limur í fram­kvæmda­stjórn ESB og yfir­maður svæð­is­stefnu­mót­un­ar, stofn­annaum­bóta og innri mark­að­ar­ins.

Junker telur Barnier það einnig til tekna að þekkja vel til í hinum ýmsu stofn­unum sam­bands­ins og víð­tækt tengsla­net hans meðal stjórn­valda aðild­ar­ríkja ESB. Samn­inga­mað­ur­inn mun heyra beint undir for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og veita honum reglu­lega upp­lýs­ingar um gang mála á meðan við­ræðum við Breta stend­ur.

Sjálfur seg­ist Barnier vera upp með sér með skip­an­ina. Hann lýsti því á Twitter á helstu tungu­málum Evr­ópu­sam­bands­ins; ensku, frönsku og þýsku.

Ther­esa May er enn á flakki um Evr­ópu með það að mark­miði að hitta aðra leið­toga aðild­ar­ríkja ESB. Hún hittir Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í Róm í dag og heldur svo áfram til Slóvakíu og Pól­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None