Samningamaðurinn segir Breta ekki geta valið sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier hefur getið sér orð sem harður samningamaður. Hann telur aðildarríkin ekki mega velja sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur ráðið sér samn­inga­mann í Brex­it-við­ræð­un­um. Sá heitir Michel Barnier og er fyrr­ver­andi ráð­herra í rík­is­stjórn Frakk­lands. Hann hefur einnig gengt emb­ætti fram­kvæmda­stjóra innri mark­að­ar­ins og verið vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Jean-Claude Junker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, til­kynnti þetta í dag

Barnier er þekktur fyrir harða afstöðu sína með fjór­frels­inu sem grunn­stoð Evr­ópu­sam­starfs­ins og hins frjálsa mark­að­ar. Samn­inga­mað­ur­inn mun ekki hefja störf fyrr en 1. októ­ber næst­kom­andi. Hann seg­ist ekki ætla að hafa neitt sam­band við Breta fyrr en form­leg úrsagn­ar­beiðni hefur borist til Brus­sel.

Þegar Barnier var fram­kvæmda­stjóri innri mark­aðar ESB á árunum 2010 til 2014 hafði hann yfir­um­sjón með aðgerðum sam­bands­ins til að stemma stigu við Evru­krís­una og koma á fót traust­ari lög­gjöf um fjár­mála­kerfi á mark­að­in­um. Þrengri skil­yrði fóru sér­stak­lega illa í Breta og fjár­mála­hverfið í London, City of London. Barnier lagð­ist hart gegn því að Bret­land fengi auknar und­an­þágur frá fjár­mála­lög­gjöf­inni.

Auglýsing

For­kólfar í City of London hafa síðan náð að gera grýlu úr Barnier sem ætíð hefur lagt áherslu á að hinn frjálsi mark­aður væri ekki nammi­bar sem hægt væri að velja sér bland í poka úr. Segja má að Brexit sé að ein­hverjum hluta til eft­ir­köst af þess­ari hörðu afstöðu Barnier og ESB gagn­vart Bret­um. David Camer­on, for­maður Íhalds­flokks­ins breska í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2015, lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um aðild Bret­lands að ESB til að mæta auknum þrýst­ingi innan flokks síns og utan, meðal ann­ars vegna harð­ari skil­yrða vegna Evr­u-krís­unn­ar.

Eig­in­legar samn­inga­við­ræður munu ekki hefj­ast fyrr en Bret­land hefur form­lega óskað eftir úrsögn úr sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að beiðnin verði ekki send yfir Ermar­sundið fyrr en bresk stjórn­völd hafa und­ir­búið samn­ings­mark­mið sín og fyr­ir­hug­aða úrsögn.

Haft er eftir Junker á vef Evr­ópu­sam­bands­ins að hann hafi viljað fá reyndan stjórn­mála­mann í hlut­verk samn­inga­manns ESB gagn­vart Bret­um. „Michel er hæfi­leik­a­ríkur samn­inga­maður með mikla reynslu í veiga­mestu mála­flokk­unum sem eru undir í Brex­it-við­ræð­un­um,“ sagði Junker. Reynsl­una hafi hann fengið sem ráð­herra utan­rík­is­mála og land­bún­aðar í Frakk­landi, sem með­limur í fram­kvæmda­stjórn ESB og yfir­maður svæð­is­stefnu­mót­un­ar, stofn­annaum­bóta og innri mark­að­ar­ins.

Junker telur Barnier það einnig til tekna að þekkja vel til í hinum ýmsu stofn­unum sam­bands­ins og víð­tækt tengsla­net hans meðal stjórn­valda aðild­ar­ríkja ESB. Samn­inga­mað­ur­inn mun heyra beint undir for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og veita honum reglu­lega upp­lýs­ingar um gang mála á meðan við­ræðum við Breta stend­ur.

Sjálfur seg­ist Barnier vera upp með sér með skip­an­ina. Hann lýsti því á Twitter á helstu tungu­málum Evr­ópu­sam­bands­ins; ensku, frönsku og þýsku.

Ther­esa May er enn á flakki um Evr­ópu með það að mark­miði að hitta aðra leið­toga aðild­ar­ríkja ESB. Hún hittir Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í Róm í dag og heldur svo áfram til Slóvakíu og Pól­lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None