Samningamaðurinn segir Breta ekki geta valið sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier hefur getið sér orð sem harður samningamaður. Hann telur aðildarríkin ekki mega velja sér bland í poka úr frjálsa markaðinum.

Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Michel Barnier verður fulltrúi Evrópusambandsins við samningaborðið í Brexit-viðræðunum. Hann hefur talað fyrir því að ESB verði að standa fast við fjórfrelsið.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur ráðið sér samn­inga­mann í Brex­it-við­ræð­un­um. Sá heitir Michel Barnier og er fyrr­ver­andi ráð­herra í rík­is­stjórn Frakk­lands. Hann hefur einnig gengt emb­ætti fram­kvæmda­stjóra innri mark­að­ar­ins og verið vara­for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB. Jean-Claude Junker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, til­kynnti þetta í dag

Barnier er þekktur fyrir harða afstöðu sína með fjór­frels­inu sem grunn­stoð Evr­ópu­sam­starfs­ins og hins frjálsa mark­að­ar. Samn­inga­mað­ur­inn mun ekki hefja störf fyrr en 1. októ­ber næst­kom­andi. Hann seg­ist ekki ætla að hafa neitt sam­band við Breta fyrr en form­leg úrsagn­ar­beiðni hefur borist til Brus­sel.

Þegar Barnier var fram­kvæmda­stjóri innri mark­aðar ESB á árunum 2010 til 2014 hafði hann yfir­um­sjón með aðgerðum sam­bands­ins til að stemma stigu við Evru­krís­una og koma á fót traust­ari lög­gjöf um fjár­mála­kerfi á mark­að­in­um. Þrengri skil­yrði fóru sér­stak­lega illa í Breta og fjár­mála­hverfið í London, City of London. Barnier lagð­ist hart gegn því að Bret­land fengi auknar und­an­þágur frá fjár­mála­lög­gjöf­inni.

Auglýsing

For­kólfar í City of London hafa síðan náð að gera grýlu úr Barnier sem ætíð hefur lagt áherslu á að hinn frjálsi mark­aður væri ekki nammi­bar sem hægt væri að velja sér bland í poka úr. Segja má að Brexit sé að ein­hverjum hluta til eft­ir­köst af þess­ari hörðu afstöðu Barnier og ESB gagn­vart Bret­um. David Camer­on, for­maður Íhalds­flokks­ins breska í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2015, lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um aðild Bret­lands að ESB til að mæta auknum þrýst­ingi innan flokks síns og utan, meðal ann­ars vegna harð­ari skil­yrða vegna Evr­u-krís­unn­ar.

Eig­in­legar samn­inga­við­ræður munu ekki hefj­ast fyrr en Bret­land hefur form­lega óskað eftir úrsögn úr sam­band­inu. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að beiðnin verði ekki send yfir Ermar­sundið fyrr en bresk stjórn­völd hafa und­ir­búið samn­ings­mark­mið sín og fyr­ir­hug­aða úrsögn.

Haft er eftir Junker á vef Evr­ópu­sam­bands­ins að hann hafi viljað fá reyndan stjórn­mála­mann í hlut­verk samn­inga­manns ESB gagn­vart Bret­um. „Michel er hæfi­leik­a­ríkur samn­inga­maður með mikla reynslu í veiga­mestu mála­flokk­unum sem eru undir í Brex­it-við­ræð­un­um,“ sagði Junker. Reynsl­una hafi hann fengið sem ráð­herra utan­rík­is­mála og land­bún­aðar í Frakk­landi, sem með­limur í fram­kvæmda­stjórn ESB og yfir­maður svæð­is­stefnu­mót­un­ar, stofn­annaum­bóta og innri mark­að­ar­ins.

Junker telur Barnier það einnig til tekna að þekkja vel til í hinum ýmsu stofn­unum sam­bands­ins og víð­tækt tengsla­net hans meðal stjórn­valda aðild­ar­ríkja ESB. Samn­inga­mað­ur­inn mun heyra beint undir for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og veita honum reglu­lega upp­lýs­ingar um gang mála á meðan við­ræðum við Breta stend­ur.

Sjálfur seg­ist Barnier vera upp með sér með skip­an­ina. Hann lýsti því á Twitter á helstu tungu­málum Evr­ópu­sam­bands­ins; ensku, frönsku og þýsku.

Ther­esa May er enn á flakki um Evr­ópu með það að mark­miði að hitta aðra leið­toga aðild­ar­ríkja ESB. Hún hittir Matteo Renzi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í Róm í dag og heldur svo áfram til Slóvakíu og Pól­lands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None