Hæstiréttur Danmörku fellir dóm í markaðsmisnotkunarmáli

Fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Parken Sport & Entertainment voru í morgun dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi hvor fyrir markaðsmisnotkun á árinu 2008. Ávinningur þeirra af misnotkuninni var auk þess gerður upptækur.

Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Auglýsing

Hæstiréttur Danmerkur dæmdi í morgun fyrrverandi stjórnarformann og framkvæmdastjóra félagsins Parken Sport & Entertainment, sem rekur meðal annars leikvöllinn Parken í Kaupmannahöfn og knattspyrnuliðið FC København, í eins og hálfs árs fangelsi hvor fyrir markaðsmisnotkun. Auk þess var ávinningur þeirra að markaðsmisnotkuninni gerður upptækur. Frá þessu er greint á vef Børsen.

Parken Sport & Entertainment var gefið að hafa átt viðskipti með eigin bréf á árunum 2007 og 2008 og þar með orðið uppvíst að markaðsmisnotkun. Félagið keypti mikið af eigin bréfum á fyrstu níu mánuðum ársins 2008 og kom þannig í veg fyrir að virði þeirra félli.

Þeir sem dæmdir voru í málinu voru Flemming Østergaard, sem var árum saman stjórnarformaður Parken Sport & Entertainment, og Jörgen Glistrup, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins. Danska fjármálaeftirlitið lauk rannsókn sinni í ágúst 2010 og kærði málið í kjölfarið til efnahagsbrotadeildar.

Auglýsing

Ávinningur gerður upptækur

Hæstiréttur felldi sinn dóm í málinu í morgun. Þeir Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, og Glistrup, voru dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi hvor. Auk þess voru gerðar upptækar níu milljónir danskra króna, um 145 milljónir íslenskra króna, hjá Østergaard. Yfirvöld gerðu upptækar 800 þúsund danskar krónur hjá Glistrup, um 13 milljónir íslenskra króna. Fjármunirnir eru áætlaður ávinningur þeirra tveggja af hlutabréfaeign sinni í Parken Sport & Entertainment sem rekja mátti til markaðsmisnotkunarinnar. Auk þeirra var miðlari dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í verknaðinum.

Hæstiréttur þyngdi umtalsvert dóm undirréttar í málinu sem féll í september 2015. Þar höfðu Østergaard og Glistrup verið sýknaður af veigamesta hluta ákærunnar og dæmdir í fjögurra og sex mánaða fangelsi.

Markaðsmisnotkun á Íslandi

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú hefur runnið inn í emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, hefur rann­sakað mark­aðs­mis­notkun gömlu íslensku bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans, um margra ára skeið. Þegar hefur verið ákært fyrir brot innan þeirra allra, og dæmt í alls­herj­ar­mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­um Kaup­þings og Lands­bank­ans.

Hjá Lands­bank­anum var Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrrum banka­stjóri Lands­bank­ans, Ívar Guð­jóns­son, fyrrum for­stöðu­maður eigin fjár­fest­inga Lands­bank­ans, og Júl­íus S. Heið­ars­son, sem var sér­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­son, sem starf­aði við eigin fjár­fest­ingar hjá Lands­bank­an­um, allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­notkun í Hæsta­rétti í febr­úar 2016. Sig­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­dóma.

Menn­irnir fjórir voru ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­stýrt verð­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­völd og sam­­fé­lagið í heild.“

Hæsti­réttur Íslands dæmdi í október 2016 alla níu sak­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings seka. Refs­ing sex sak­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­stök refs­ing.

Ingólfur Helga­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­munds­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­son og Pétur Krist­inn Guð­mars­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­urður Ein­­ar­s­­son fékk eins árs hegn­ing­­ar­auka við þann fjög­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­munds­syni og Björk Þór­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­ir.

Refs­ing Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­ar­auki.

Fyrir um ári síðan voru fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitnis ákærðir fyr­ir­ stór­fellda mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik. Með útgáfu ákærunnar var það stað­fest að rök­studdur grunur er um að allir stóru bank­arnir þrír hafi stund­að um­fangs­mikla mark­aðs­mis­notkun fyrir hrun.

Þeir fimm sem voru ákærðir eru Lárus Welding, fyrr­ver­and­i ­for­stjóri Glitn­is, Jóhannes Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri ­fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, og þrír fyrr­ver­andi miðl­ar­ar, þeir Jónas Guð­munds­son, Val­garð Már Val­garðs­son og Pétur Jón­as­son. Aðalmeðferð málsins hefur enn ekki farið fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None