Hæstiréttur Danmörku fellir dóm í markaðsmisnotkunarmáli

Fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Parken Sport & Entertainment voru í morgun dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi hvor fyrir markaðsmisnotkun á árinu 2008. Ávinningur þeirra af misnotkuninni var auk þess gerður upptækur.

Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Auglýsing

Hæsti­réttur Dan­merkur dæmdi í morgun fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann og fram­kvæmda­stjóra félags­ins Parken Sport & Enterta­in­ment, sem rekur meðal ann­ars leik­völl­inn Parken í Kaup­manna­höfn og knatt­spyrnu­liðið FC Køben­havn, í eins og hálfs árs fang­elsi hvor fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Auk þess var ávinn­ingur þeirra að mark­aðs­mis­notk­un­inni gerður upp­tæk­ur. Frá þessu er greint á vef Bør­sen.

Parken Sport & Enterta­in­ment var gefið að hafa átt við­skipti með eigin bréf á árunum 2007 og 2008 og þar með orðið upp­víst að mark­aðs­mis­notk­un. Félagið keypti mikið af eigin bréfum á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2008 og kom þannig í veg fyrir að virði þeirra félli.

Þeir sem dæmdir voru í mál­inu voru Flemm­ing Østergaard, sem var árum saman stjórn­ar­for­maður Parken Sport & Enterta­in­ment, og Jörgen Glistrup, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri félags­ins. Danska fjár­mála­eft­ir­litið lauk rann­sókn sinni í ágúst 2010 og kærði málið í kjöl­farið til efna­hags­brota­deild­ar.

Auglýsing

Ávinn­ingur gerður upp­tækur

Hæsti­réttur felldi sinn dóm í mál­inu í morg­un. Þeir Østergaard, sem oft­ast er kall­aður Don Ø, og Glistrup, voru dæmdir í eins og hálfs árs fang­elsi hvor. Auk þess voru gerðar upp­tækar níu millj­ónir danskra króna, um 145 millj­ónir íslenskra króna, hjá Østergaard. Yfir­völd gerðu upp­tækar 800 þús­und danskar krónur hjá Glistrup, um 13 millj­ónir íslenskra króna. Fjár­mun­irnir eru áætl­aður ávinn­ingur þeirra tveggja af hluta­bréfa­eign sinni í Parken Sport & Enterta­in­ment sem rekja mátti til mark­aðs­mis­notk­un­ar­inn­ar. Auk þeirra var miðl­ari dæmdur í fjög­urra mán­aða fang­elsi fyrir að hafa tekið þátt í verkn­að­in­um.

Hæsti­réttur þyngdi umtals­vert dóm und­ir­réttar í mál­inu sem féll í sept­em­ber 2015. Þar höfðu Østergaard og Glistrup verið sýkn­aður af veiga­mesta hluta ákærunnar og dæmdir í fjög­urra og sex mán­aða fang­elsi.

Mark­aðs­mis­notkun á Íslandi

Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara, sem nú hefur runnið inn í emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, hefur rann­sakað mark­aðs­mis­­­notkun gömlu íslensku bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaup­­þings og Lands­­bank­ans, um margra ára skeið. Þegar hefur verið ákært fyrir brot innan þeirra allra, og dæmt í alls­herj­­­ar­­mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál­um Kaup­­þings og Lands­­bank­ans.

Hjá Lands­­bank­­anum var Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son, fyrrum banka­­stjóri Lands­­bank­ans, Ívar Guð­jóns­­son, fyrrum for­­stöð­u­­maður eigin fjár­­­fest­inga Lands­­bank­ans, og Júl­­íus S. Heið­­ar­s­­son, sem var sér­­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­­son, sem starf­aði við eigin fjár­­­fest­ingar hjá Lands­­bank­an­um, allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­­­notkun í Hæsta­rétti í febr­­úar 2016. Sig­­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­­dóma.

Menn­irnir fjórir voru ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­­stýrt verð­­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­­völd og sam­­­fé­lagið í heild.“

Hæst­i­­réttur Íslands dæmdi í októ­ber 2016 alla níu sak­­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­máli Kaup­­þings seka. Refs­ing sex sak­­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­­­stök refs­ing.

Ingólfur Helga­­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­­munds­­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­­son og Pétur Krist­inn Guð­mar­s­­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son fékk eins árs hegn­ing­­­ar­auka við þann fjög­­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­­munds­­syni og Björk Þór­­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­­­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­­ir.

Refs­ing Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Kaup­­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­­ar­­auki.

Fyrir um ári síðan voru fimm fyrr­ver­andi starfs­­menn Glitnis ákærðir fyr­ir­ stór­­fellda mark­aðs­mis­­­notkun og umboðs­­svik. Með útgáfu ákærunnar var það stað­­fest að rök­studdur grunur er um að allir stóru bank­­arnir þrír hafi stund­að um­fangs­­mikla mark­aðs­mis­­­notkun fyrir hrun.

Þeir fimm sem voru ákærðir eru Lárus Weld­ing, fyrr­ver­and­i ­for­­stjóri Glitn­is, Jóhannes Bald­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri ­fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, og þrír fyrr­ver­andi mið­l­­ar­­ar, þeir Jónas Guð­­munds­­son, Val­­garð Már Val­­garðs­­son og Pétur Jón­a­s­­son. Aðal­með­ferð máls­ins hefur enn ekki farið fram.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None