Hæstiréttur Danmörku fellir dóm í markaðsmisnotkunarmáli

Fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Parken Sport & Entertainment voru í morgun dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi hvor fyrir markaðsmisnotkun á árinu 2008. Ávinningur þeirra af misnotkuninni var auk þess gerður upptækur.

Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Flemming Østergaard, sem oftast er kallaður Don Ø, var stjórnarformaður Parken, sem á samnefndar leikvang og stærsta knattspyrnulið Kaupmannahafnar.
Auglýsing

Hæsti­réttur Dan­merkur dæmdi í morgun fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann og fram­kvæmda­stjóra félags­ins Parken Sport & Enterta­in­ment, sem rekur meðal ann­ars leik­völl­inn Parken í Kaup­manna­höfn og knatt­spyrnu­liðið FC Køben­havn, í eins og hálfs árs fang­elsi hvor fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Auk þess var ávinn­ingur þeirra að mark­aðs­mis­notk­un­inni gerður upp­tæk­ur. Frá þessu er greint á vef Bør­sen.

Parken Sport & Enterta­in­ment var gefið að hafa átt við­skipti með eigin bréf á árunum 2007 og 2008 og þar með orðið upp­víst að mark­aðs­mis­notk­un. Félagið keypti mikið af eigin bréfum á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2008 og kom þannig í veg fyrir að virði þeirra félli.

Þeir sem dæmdir voru í mál­inu voru Flemm­ing Østergaard, sem var árum saman stjórn­ar­for­maður Parken Sport & Enterta­in­ment, og Jörgen Glistrup, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri félags­ins. Danska fjár­mála­eft­ir­litið lauk rann­sókn sinni í ágúst 2010 og kærði málið í kjöl­farið til efna­hags­brota­deild­ar.

Auglýsing

Ávinn­ingur gerður upp­tækur

Hæsti­réttur felldi sinn dóm í mál­inu í morg­un. Þeir Østergaard, sem oft­ast er kall­aður Don Ø, og Glistrup, voru dæmdir í eins og hálfs árs fang­elsi hvor. Auk þess voru gerðar upp­tækar níu millj­ónir danskra króna, um 145 millj­ónir íslenskra króna, hjá Østergaard. Yfir­völd gerðu upp­tækar 800 þús­und danskar krónur hjá Glistrup, um 13 millj­ónir íslenskra króna. Fjár­mun­irnir eru áætl­aður ávinn­ingur þeirra tveggja af hluta­bréfa­eign sinni í Parken Sport & Enterta­in­ment sem rekja mátti til mark­aðs­mis­notk­un­ar­inn­ar. Auk þeirra var miðl­ari dæmdur í fjög­urra mán­aða fang­elsi fyrir að hafa tekið þátt í verkn­að­in­um.

Hæsti­réttur þyngdi umtals­vert dóm und­ir­réttar í mál­inu sem féll í sept­em­ber 2015. Þar höfðu Østergaard og Glistrup verið sýkn­aður af veiga­mesta hluta ákærunnar og dæmdir í fjög­urra og sex mán­aða fang­elsi.

Mark­aðs­mis­notkun á Íslandi

Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara, sem nú hefur runnið inn í emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, hefur rann­sakað mark­aðs­mis­­­notkun gömlu íslensku bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaup­­þings og Lands­­bank­ans, um margra ára skeið. Þegar hefur verið ákært fyrir brot innan þeirra allra, og dæmt í alls­herj­­­ar­­mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál­um Kaup­­þings og Lands­­bank­ans.

Hjá Lands­­bank­­anum var Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son, fyrrum banka­­stjóri Lands­­bank­ans, Ívar Guð­jóns­­son, fyrrum for­­stöð­u­­maður eigin fjár­­­fest­inga Lands­­bank­ans, og Júl­­íus S. Heið­­ar­s­­son, sem var sér­­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­­son, sem starf­aði við eigin fjár­­­fest­ingar hjá Lands­­bank­an­um, allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­­­notkun í Hæsta­rétti í febr­­úar 2016. Sig­­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­­dóma.

Menn­irnir fjórir voru ákærðir fyr­ir mark­aðs­mis­­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­­stýrt verð­­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­­völd og sam­­­fé­lagið í heild.“

Hæst­i­­réttur Íslands dæmdi í októ­ber 2016 alla níu sak­­born­ing­anna í stóra mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­máli Kaup­­þings seka. Refs­ing sex sak­­born­inga var ákveðin sú sama og í hér­­aði, refs­ing eins var þyngd en tveimur var ekki gerð sér­­­stök refs­ing.

Ingólfur Helga­­­son hlaut þyngstan dóm í mál­inu, fjög­­­urra og hálfs árs fang­elsi. Bjarki H. Diego hlaut tveggja og hálfs árs dóm, Einar Pálmi Sig­­munds­­son tveggja ára skil­orðs­bund­inn dóm og Birnir Sær Björns­­son og Pétur Krist­inn Guð­mar­s­­son fengu báðir 18 mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm. Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son fékk eins árs hegn­ing­­­ar­auka við þann fjög­­­urra ára dóm sem hann hlaut í Al Than­i-­­­mál­in­u. Magn­úsi Guð­­munds­­syni og Björk Þór­­ar­ins­dóttur var ekki gerð sér­­­stök refs­ing fyrir þau brot sem þau voru dæmd fyr­­ir.

Refs­ing Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Kaup­­þings, var þyngd og honum gerður sex mán­aða hegn­ing­­ar­­auki.

Fyrir um ári síðan voru fimm fyrr­ver­andi starfs­­menn Glitnis ákærðir fyr­ir­ stór­­fellda mark­aðs­mis­­­notkun og umboðs­­svik. Með útgáfu ákærunnar var það stað­­fest að rök­studdur grunur er um að allir stóru bank­­arnir þrír hafi stund­að um­fangs­­mikla mark­aðs­mis­­­notkun fyrir hrun.

Þeir fimm sem voru ákærðir eru Lárus Weld­ing, fyrr­ver­and­i ­for­­stjóri Glitn­is, Jóhannes Bald­­ur­s­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri ­fyr­ir­tækja­sviðs Glitn­is, og þrír fyrr­ver­andi mið­l­­ar­­ar, þeir Jónas Guð­­munds­­son, Val­­garð Már Val­­garðs­­son og Pétur Jón­a­s­­son. Aðal­með­ferð máls­ins hefur enn ekki farið fram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None