Möguleikar kirkjunar til hagræðingar ekki fullreyndir

Biskupsstofa og Kirkjuráð vilja að fjárveitingar verði reiknaðar miðað við sömu forsendur og gert var fyrir hrun.

Fjárveitingar til kirkjunar hafa verið skertar með lagasetningum og samkomulagi frá hruni.
Fjárveitingar til kirkjunar hafa verið skertar með lagasetningum og samkomulagi frá hruni.
Auglýsing

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra telur að íslenska þjóðkirkjan hafi ekki fullreynt allar hagræðingarmöguleika sína og að dómsmálaráðuneytið sé tilbúið að aðstoða kirkjuna við þær hagræðingar. Þetta segir ráðherra í svari við fyrirspurn Kjarnans um hvort verða eigi við kröfu biskupsstofu og kirkjuráðs um auknar fjárveitingar til þjóðkirkjunnar.

Í umsögn biskupsstofu og kirkjuráðs við fjárhagsáætlun ríkisins fyrir árin 2018-2022 er talið að fjárveitingar til kirkjunnar séu vanreiknaðar um rúmlega einn og hálfan milljarð. Kirkjan vill að ríkið standi við hið svo­kall­aða kirkju­jarða­sam­komu­lag sem gert var árið 1997. Í því sam­komu­lagi felst að Þjóð­kirkjan afhenti rík­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu.

Í umsögninni kemur fram að kirkjan og ríkið hafi gert með sér samning um skerðingu fjárúthlutunar samkvæmt forsendum kirkjujarðasamkomulagsins af ósk ríkisins í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Sá samningur var tímabundinn og hann endurnýjaður árlega. Þar sem ríkið hefur ekki lagt fram kröfu um að samningurinn verði endurnýjaðaður segir í umsögninni að „þar með má ljóst vera að tímabili uppnáms í fjármálum ríkisins er lokið að mati ríkisins“. Kirkjan telur því engar ástæður fyrir tímabundinni skerðingu séu til staðar lengur.

Kirkjan hefur farið fram á það áður að skilmálar kirkjujarðasamkomulagsins verði teknir upp aftur. Þrátt fyrir að í umsögninni segi að ríkið hafi ekki sóst eftir að endurnýja samninga um skertar fjárveitingar síðastliðin tvo ár sendi þjóðkirkjan frá sér fréttatilkynningu árið 2015 að hún hafi hafnað beiðni um endurnýjun. Kjarninn fjallaði um málið á sínum tíma.

Auglýsing

Útreikningar Kirkjuráðs mun hærri en ríkisins

Kirkjan telur að notast eigi við forsendur kirkjujarðasamkomulagsins við útreikninga á fjárveitingum til hennar og að kirkjan eigi ekki að taka á sig frekari skerðingar. Samkvæmt umsögninni er talið að ríkið þurfi að hækka áætlaðar fjárveitingar um 553,6 milljónir til að  uppfylla skilyrði kirkjujarðasamkomulagsins.

Biskupsstofa og Kirkjuráð telja einnig samkvæmt umsögninni að þar sem efnahagskreppunni sé lokið eigi einnig að reikna sóknargjöld út frá þeim lögum sem að þeim lúta. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa bráðabirgðar ákvæði verið sett á lög um sóknargjöld sem ógilda upprunalegar forsendur lagan fyrir útreikningi sóknargjalda. 

Síðan 2009 hefur upphæð sóknargjalda því verið stjórnað með bráðabirgðar lagasetningum ár hvert. Kirkjan fór opinberlega fram á það í desember á síðastliðnu ári að því yrði hætt og sóknargjöld rynnu óskert til trúfélaga.

Samkvæmt útreikningum kirkjunnar eru áætluð sóknargjöld sem eiga að renna til kirkjunnar því vanreiknuð um 1.111,5 milljónir króna.Kirkjan telur því að ef fjárveitingar til hennar hækki ekki muni ríkið skulda henni samtals 1.669 milljónir króna. 

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kjarnans hvort hækka eigi fjárveitingar til kirkjunnar segir að ekki verði gert ráð fyrir því að svo verði á grundvelli sóknargjalda. Ráðherra segir að sóknargjöldin séu ákveðin í fjárlögum og ekki liggi fyrir neinir sérstakir samningar við kirkjuna varðandi annað. Dómsmálaráðuneytið telur að kirkjumálasamkomulagið hafi verið efnt að fullu fram til ársins 2016. Samkvæmt ráðherra eru viðræður milli ríkis og kirkju í gangi varðandi endurskoðun á því samkomulagi. Ráðherra segir að „málið sé hins vegar flókið og viðræðum miði hægt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent