Æ fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Bretar styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit en áður.

Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Auglýsing

Stuðn­ingur Breta við aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu eykst og er hefur nú aldrei verið meiri síðan breska þjóðin ákvað að ganga úr ESB í kosn­ingum í fyrra.

Frá þessu er greint á vef Business Insider.

41 pró­sent svar­enda í könnun Opinium í Bret­landi sögð­ust vilja að önnur atkvæða­greiðsla færi fram. Enn eru þó fleiri sem vilja ekki aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, eða 48 pró­sent svar­enda.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017.

Hlut­föllin hafa hins vegar breyst nokkuð á síð­ustu mán­uð­um. Um miðjan des­em­ber í fyrra voru aðeins 33 pró­sent svar­enda á því að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla ætti að fara fram. Þá sögð­ust 52 pró­sent ekki vilja taka afstöðu til ESB-að­ildar aft­ur. Mun­ur­inn hefur þess vegna minnkað úr 19 pró­sentu­stigum í 7 pró­sentu­stig.

Í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi í síð­asta mán­uði fengu þeir flokkar sem styðja Brexit meira en 80 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum tap­aði Íhalds­flokk­ur­inn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Ther­esu May, meiri­hluta á þing­inu. May er enn for­sæt­is­ráð­herra en stýrir minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi hins norð­ur­írska sam­bands­flokks.

Auglýsing

Þessi aukni stuðn­ingur við nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu skýrist að mestu vegna auk­ins stuðn­ings þeirra sem kusu með áfram­hald­andi aðild í atkvæða­greiðsl­unni í fyrra. Tæpur helm­ingur Breta kaus með áfram­hald­andi aðild. 69 pró­sent þeirra vilja nú að önnur atkvæða­greiðsla fari fram, sam­an­borið við 11 pró­sent þeirra sem kusu með Brex­it.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017. Svarhlutfallinu hefur verið skipt niður eftir því hvernig svarendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra.

Fleiri hneigj­ast að áfram­hald­andi aðild

Þegar skoð­anir svar­enda voru kann­aðar í könnun Opinium kom í ljós að fleiri hafa sterk­ari skoðun um að Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem vilja ganga út.

Sam­an­lagt sögð­ust fleiri vera á þeirri skoðun að Bret­land ætti að vera áfram í ESB, eða 46 pró­sent svar­enda. 41 pró­sent svar­enda sögð­ust vera þeirrar skoð­unar að Bret­land ætti að ganga út. Átta pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á þessu og sex pró­sent sögð­ust ekki geta svarað spurn­ing­unni.

Spurt var hvaða full­yrð­ingar lýstu skoð­unum svar­enda á Brex­it.

  1. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að vera áfram í ESB – 34%
  2. Mér finnst að Bret­land ætti að vera áfram í ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 12%
  3. Ég hef ekki skoðun á því hvort Bret­land sé áfram í ESB eða gangi út – 8%
  4. Mér finnst að Bret­land eigi að ganga úr ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 8%
  5. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að ganga úr ESB – 33%
  6. Ég veit það ekki – 6%

Þrátt fyrir þessar nið­ur­stöður er nokkuð víst að Brexit mun verða, enda eru við­ræður Breta og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins þegar hafn­ar. Ther­esa May hefur virkjað 5. grein Lisa­bon-sátt­mál­ans og klukkan tif­ar. Bret­land verður að óbreyttu ekki lengur aðili að ESB í mars 2019.

Und­an­farið hafa hins vegar fleiri sterkar raddir heyrst sem tala um að hægt sé að afstýra Brexit og hætta við útgöngu. Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Verka­manna­flokks­ins, er einn þeirra. Hann er þeirrar skoð­unar (sem hann viðrar nú ítrek­að) að Bret­land megi ekki ganga út.

„Ég tel það vera mögu­legt núna að Brexit verði ekki. Ég tel það algjör­lega nauð­syn­legt að það ger­ist ekki vegna þess að á hverjum degi ber­ast okkur nýjar vís­bend­ingar um að þetta sé að skaða efna­hag­inn okk­ar... og stjórn­mál­in,“ sagði Blair í sam­tali við Sky News.David Dav­is, Brex­it­ráð­herra í Bret­landi, hélt til Brus­sel í dag til þess að halda útgöngu­við­ræð­unum gang­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent