Æ fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Bretar styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit en áður.

Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Auglýsing

Stuðn­ingur Breta við aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu eykst og er hefur nú aldrei verið meiri síðan breska þjóðin ákvað að ganga úr ESB í kosn­ingum í fyrra.

Frá þessu er greint á vef Business Insider.

41 pró­sent svar­enda í könnun Opinium í Bret­landi sögð­ust vilja að önnur atkvæða­greiðsla færi fram. Enn eru þó fleiri sem vilja ekki aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, eða 48 pró­sent svar­enda.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017.

Hlut­föllin hafa hins vegar breyst nokkuð á síð­ustu mán­uð­um. Um miðjan des­em­ber í fyrra voru aðeins 33 pró­sent svar­enda á því að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla ætti að fara fram. Þá sögð­ust 52 pró­sent ekki vilja taka afstöðu til ESB-að­ildar aft­ur. Mun­ur­inn hefur þess vegna minnkað úr 19 pró­sentu­stigum í 7 pró­sentu­stig.

Í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi í síð­asta mán­uði fengu þeir flokkar sem styðja Brexit meira en 80 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum tap­aði Íhalds­flokk­ur­inn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Ther­esu May, meiri­hluta á þing­inu. May er enn for­sæt­is­ráð­herra en stýrir minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi hins norð­ur­írska sam­bands­flokks.

Auglýsing

Þessi aukni stuðn­ingur við nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu skýrist að mestu vegna auk­ins stuðn­ings þeirra sem kusu með áfram­hald­andi aðild í atkvæða­greiðsl­unni í fyrra. Tæpur helm­ingur Breta kaus með áfram­hald­andi aðild. 69 pró­sent þeirra vilja nú að önnur atkvæða­greiðsla fari fram, sam­an­borið við 11 pró­sent þeirra sem kusu með Brex­it.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017. Svarhlutfallinu hefur verið skipt niður eftir því hvernig svarendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra.

Fleiri hneigj­ast að áfram­hald­andi aðild

Þegar skoð­anir svar­enda voru kann­aðar í könnun Opinium kom í ljós að fleiri hafa sterk­ari skoðun um að Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem vilja ganga út.

Sam­an­lagt sögð­ust fleiri vera á þeirri skoðun að Bret­land ætti að vera áfram í ESB, eða 46 pró­sent svar­enda. 41 pró­sent svar­enda sögð­ust vera þeirrar skoð­unar að Bret­land ætti að ganga út. Átta pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á þessu og sex pró­sent sögð­ust ekki geta svarað spurn­ing­unni.

Spurt var hvaða full­yrð­ingar lýstu skoð­unum svar­enda á Brex­it.

  1. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að vera áfram í ESB – 34%
  2. Mér finnst að Bret­land ætti að vera áfram í ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 12%
  3. Ég hef ekki skoðun á því hvort Bret­land sé áfram í ESB eða gangi út – 8%
  4. Mér finnst að Bret­land eigi að ganga úr ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 8%
  5. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að ganga úr ESB – 33%
  6. Ég veit það ekki – 6%

Þrátt fyrir þessar nið­ur­stöður er nokkuð víst að Brexit mun verða, enda eru við­ræður Breta og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins þegar hafn­ar. Ther­esa May hefur virkjað 5. grein Lisa­bon-sátt­mál­ans og klukkan tif­ar. Bret­land verður að óbreyttu ekki lengur aðili að ESB í mars 2019.

Und­an­farið hafa hins vegar fleiri sterkar raddir heyrst sem tala um að hægt sé að afstýra Brexit og hætta við útgöngu. Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Verka­manna­flokks­ins, er einn þeirra. Hann er þeirrar skoð­unar (sem hann viðrar nú ítrek­að) að Bret­land megi ekki ganga út.

„Ég tel það vera mögu­legt núna að Brexit verði ekki. Ég tel það algjör­lega nauð­syn­legt að það ger­ist ekki vegna þess að á hverjum degi ber­ast okkur nýjar vís­bend­ingar um að þetta sé að skaða efna­hag­inn okk­ar... og stjórn­mál­in,“ sagði Blair í sam­tali við Sky News.David Dav­is, Brex­it­ráð­herra í Bret­landi, hélt til Brus­sel í dag til þess að halda útgöngu­við­ræð­unum gang­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent