Æ fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Bretar styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit en áður.

Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Auglýsing

Stuðn­ingur Breta við aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu eykst og er hefur nú aldrei verið meiri síðan breska þjóðin ákvað að ganga úr ESB í kosn­ingum í fyrra.

Frá þessu er greint á vef Business Insider.

41 pró­sent svar­enda í könnun Opinium í Bret­landi sögð­ust vilja að önnur atkvæða­greiðsla færi fram. Enn eru þó fleiri sem vilja ekki aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, eða 48 pró­sent svar­enda.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017.

Hlut­föllin hafa hins vegar breyst nokkuð á síð­ustu mán­uð­um. Um miðjan des­em­ber í fyrra voru aðeins 33 pró­sent svar­enda á því að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla ætti að fara fram. Þá sögð­ust 52 pró­sent ekki vilja taka afstöðu til ESB-að­ildar aft­ur. Mun­ur­inn hefur þess vegna minnkað úr 19 pró­sentu­stigum í 7 pró­sentu­stig.

Í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi í síð­asta mán­uði fengu þeir flokkar sem styðja Brexit meira en 80 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum tap­aði Íhalds­flokk­ur­inn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Ther­esu May, meiri­hluta á þing­inu. May er enn for­sæt­is­ráð­herra en stýrir minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi hins norð­ur­írska sam­bands­flokks.

Auglýsing

Þessi aukni stuðn­ingur við nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu skýrist að mestu vegna auk­ins stuðn­ings þeirra sem kusu með áfram­hald­andi aðild í atkvæða­greiðsl­unni í fyrra. Tæpur helm­ingur Breta kaus með áfram­hald­andi aðild. 69 pró­sent þeirra vilja nú að önnur atkvæða­greiðsla fari fram, sam­an­borið við 11 pró­sent þeirra sem kusu með Brex­it.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017. Svarhlutfallinu hefur verið skipt niður eftir því hvernig svarendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra.

Fleiri hneigj­ast að áfram­hald­andi aðild

Þegar skoð­anir svar­enda voru kann­aðar í könnun Opinium kom í ljós að fleiri hafa sterk­ari skoðun um að Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem vilja ganga út.

Sam­an­lagt sögð­ust fleiri vera á þeirri skoðun að Bret­land ætti að vera áfram í ESB, eða 46 pró­sent svar­enda. 41 pró­sent svar­enda sögð­ust vera þeirrar skoð­unar að Bret­land ætti að ganga út. Átta pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á þessu og sex pró­sent sögð­ust ekki geta svarað spurn­ing­unni.

Spurt var hvaða full­yrð­ingar lýstu skoð­unum svar­enda á Brex­it.

  1. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að vera áfram í ESB – 34%
  2. Mér finnst að Bret­land ætti að vera áfram í ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 12%
  3. Ég hef ekki skoðun á því hvort Bret­land sé áfram í ESB eða gangi út – 8%
  4. Mér finnst að Bret­land eigi að ganga úr ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 8%
  5. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að ganga úr ESB – 33%
  6. Ég veit það ekki – 6%

Þrátt fyrir þessar nið­ur­stöður er nokkuð víst að Brexit mun verða, enda eru við­ræður Breta og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins þegar hafn­ar. Ther­esa May hefur virkjað 5. grein Lisa­bon-sátt­mál­ans og klukkan tif­ar. Bret­land verður að óbreyttu ekki lengur aðili að ESB í mars 2019.

Und­an­farið hafa hins vegar fleiri sterkar raddir heyrst sem tala um að hægt sé að afstýra Brexit og hætta við útgöngu. Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Verka­manna­flokks­ins, er einn þeirra. Hann er þeirrar skoð­unar (sem hann viðrar nú ítrek­að) að Bret­land megi ekki ganga út.

„Ég tel það vera mögu­legt núna að Brexit verði ekki. Ég tel það algjör­lega nauð­syn­legt að það ger­ist ekki vegna þess að á hverjum degi ber­ast okkur nýjar vís­bend­ingar um að þetta sé að skaða efna­hag­inn okk­ar... og stjórn­mál­in,“ sagði Blair í sam­tali við Sky News.David Dav­is, Brex­it­ráð­herra í Bret­landi, hélt til Brus­sel í dag til þess að halda útgöngu­við­ræð­unum gang­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent