#könnun#brexit

Æ fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Bretar styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit en áður.

Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.
Brexit hefur sett bresk stjórnmál uppnám. Bretland mun að óbreyttu ekki vera aðili að ESB í mars 2019.

Stuðn­ingur Breta við aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu eykst og er hefur nú aldrei verið meiri síðan breska þjóðin ákvað að ganga úr ESB í kosn­ingum í fyrra.

Frá þessu er greint á vef Business Insider.

41 pró­sent svar­enda í könnun Opinium í Bret­landi sögð­ust vilja að önnur atkvæða­greiðsla færi fram. Enn eru þó fleiri sem vilja ekki aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, eða 48 pró­sent svar­enda.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017.

Hlut­föllin hafa hins vegar breyst nokkuð á síð­ustu mán­uð­um. Um miðjan des­em­ber í fyrra voru aðeins 33 pró­sent svar­enda á því að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla ætti að fara fram. Þá sögð­ust 52 pró­sent ekki vilja taka afstöðu til ESB-að­ildar aft­ur. Mun­ur­inn hefur þess vegna minnkað úr 19 pró­sentu­stigum í 7 pró­sentu­stig.

Í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi í síð­asta mán­uði fengu þeir flokkar sem styðja Brexit meira en 80 pró­sent atkvæða. Í kosn­ing­unum tap­aði Íhalds­flokk­ur­inn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Ther­esu May, meiri­hluta á þing­inu. May er enn for­sæt­is­ráð­herra en stýrir minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi hins norð­ur­írska sam­bands­flokks.

Auglýsing

Þessi aukni stuðn­ingur við nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu skýrist að mestu vegna auk­ins stuðn­ings þeirra sem kusu með áfram­hald­andi aðild í atkvæða­greiðsl­unni í fyrra. Tæpur helm­ingur Breta kaus með áfram­hald­andi aðild. 69 pró­sent þeirra vilja nú að önnur atkvæða­greiðsla fari fram, sam­an­borið við 11 pró­sent þeirra sem kusu með Brex­it.

Niðurstöður könnunar Opinium í desember 2016, mars 2017, júní 2017 og svo í júlí 2017. Svarhlutfallinu hefur verið skipt niður eftir því hvernig svarendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra.

Fleiri hneigj­ast að áfram­hald­andi aðild

Þegar skoð­anir svar­enda voru kann­aðar í könnun Opinium kom í ljós að fleiri hafa sterk­ari skoðun um að Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem vilja ganga út.

Sam­an­lagt sögð­ust fleiri vera á þeirri skoðun að Bret­land ætti að vera áfram í ESB, eða 46 pró­sent svar­enda. 41 pró­sent svar­enda sögð­ust vera þeirrar skoð­unar að Bret­land ætti að ganga út. Átta pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á þessu og sex pró­sent sögð­ust ekki geta svarað spurn­ing­unni.

Spurt var hvaða full­yrð­ingar lýstu skoð­unum svar­enda á Brex­it.

  1. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að vera áfram í ESB – 34%
  2. Mér finnst að Bret­land ætti að vera áfram í ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 12%
  3. Ég hef ekki skoðun á því hvort Bret­land sé áfram í ESB eða gangi út – 8%
  4. Mér finnst að Bret­land eigi að ganga úr ESB en hef ekki sterka skoðun á því – 8%
  5. Ég hef skýra skoðun á því að Bret­land á að ganga úr ESB – 33%
  6. Ég veit það ekki – 6%

Þrátt fyrir þessar nið­ur­stöður er nokkuð víst að Brexit mun verða, enda eru við­ræður Breta og full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins þegar hafn­ar. Ther­esa May hefur virkjað 5. grein Lisa­bon-sátt­mál­ans og klukkan tif­ar. Bret­land verður að óbreyttu ekki lengur aðili að ESB í mars 2019.

Und­an­farið hafa hins vegar fleiri sterkar raddir heyrst sem tala um að hægt sé að afstýra Brexit og hætta við útgöngu. Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Verka­manna­flokks­ins, er einn þeirra. Hann er þeirrar skoð­unar (sem hann viðrar nú ítrek­að) að Bret­land megi ekki ganga út.

„Ég tel það vera mögu­legt núna að Brexit verði ekki. Ég tel það algjör­lega nauð­syn­legt að það ger­ist ekki vegna þess að á hverjum degi ber­ast okkur nýjar vís­bend­ingar um að þetta sé að skaða efna­hag­inn okk­ar... og stjórn­mál­in,“ sagði Blair í sam­tali við Sky News.David Dav­is, Brex­it­ráð­herra í Bret­landi, hélt til Brus­sel í dag til þess að halda útgöngu­við­ræð­unum gang­andi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiErlent