Blockchain-markaður væntanlegur á Ítalíu

Hlutabréfamarkaðurinn í London hefur ákveðið að hrinda af stað uppbyggingu Blockchain-hlutabréfamarkaðar fyrir óskráð fyrirtæki á Ítalíu.

Blockchain var upphaflega þróað fyrir sýndargjaldmiðilinn Bitcoin.
Blockchain var upphaflega þróað fyrir sýndargjaldmiðilinn Bitcoin.
Auglýsing

Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn í London og tölvuris­inn IBM hafa ákveðið að búa til markað fyrir Blockchain-­tækn­ina á Ítal­íu, en mark­að­ur­inn á að sjá um útgáfu smárra og með­al­stórra hluta­bréfa ítal­skra fyr­ir­tækja. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag.

Borsa Itali­ana, dótt­ur­fyr­ir­tæki hluta­bréfa­mark­að­ar­ins í London (LSEG) sér um upp­bygg­ingu og próf­anir á nýja mark­aðn­um, en að sögn fyr­ir­tækj­anna myndu breyt­ing­arnar bæta úr upp­lýs­inga­flæði óskráðra fyr­ir­tækja.

Hvað er Blockchain?

Blockchain er færslu­kerfi sem upp­haf­lega var þróað í kringum raf­mynt­ina Bitcoin, en kerfið snýst um að hallda utan um dreifða færslu­skrá (distri­buted led­ger technology). Með dreifðri færslu­skrá eru allar færslur sem eiga sér stað  skráðar og aðgengi­legar öllum sem tengdir eru kerf­in­u. 

Auglýsing

Blockchain er við­haldið af dreifðu neti margra tölva og krefst ekki aðkomu þriðja aðila. Færslur þurfa að vera sam­þykktar af öllum not­endum kerf­is­ins til þess að ganga í gegn, en þannig er upp­lýs­inga­flæði milli aðila trygg­t. 

Borsa Itali­ana mun not­ast við tækni­lausn­ina HyperLed­ger Fabric, sem er teg­und Blockchain-­tækn­inn­ar. Lausnin var nýlega gefin út af Hyperled­ger, félagi sem sér­hæfir sig í frjálsum hug­bún­aði, en með­limir þess eru meðal ann­ars Linux Founda­tion, IBM og LSEG. 

Löngum hefur verið mis­ræmi í upp­lýs­inga­söfnun um hlut­hafa smárra og með­al­stórra fyr­ir­tækja, en sum fyr­ir­tæki geyma slíkar upp­lýs­ingar aðeins á papp­írs­skjöl­u­m. Sam­kvæmt LSEG myndi Blockchain-­tækni leiða til auk­ins gagn­sæis um eign­ar­hald þess­ara fyr­ir­tækja auk þess sem það myndi auð­velda sam­skipti milli fyr­ir­tækj­anna og hlut­hafa þeirra.

Fram­tíð greiðslu­miðl­unar

Margar fjár­mála­stofn­anir hafa litið hýrum augum til Blockchain-­tækn­inn­ar. Til dæm­ist minnt­ist Seðla­bank­inn á dreifða færslu­skrá sem mögu­legan grund­völl fyrir raf­væð­ingu reiðu­fjár nýjasta tölu­blaði Fjár­mála­inn­viða. Svíar hafa einnig tekið upp Blockchain-­tækn­ina, en þessa stund­ina er slíkt kerfi í þróun hjá þeim til þess að skrá eign­ar­hald á jörð­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Reuters eru einnig leiddar líkur að því að orku­iðn­að­ur­inn muni skipta yfir í Blockchain-við­skipti innan árs. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent