Vilja að ESB verði „sveigjanlegri“ í viðræðunum

Bresk stjórnvöld vilja að ESB verði linari í afstöðu sinni til Brexit.

David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd hafa óskað eftir því að full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brex­it-við­ræð­unum svoköll­uðu, um það hvernig Bret­land mun slíta tengslin við ESB, nálgist við­ræð­urnar með opn­ari huga en áður.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands.

Samn­inga­við­ræð­urnar um Brexit hófust aftur í dag með fundi Brex­it-ráð­herr­ans David Davis fyrir Bret­land og Michel Barnier fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Við­ræð­urnar í þess­ari lotu samn­ing­anna verða að öllum lík­indum tækni­legs eðlis þar sem grunn­ur­inn að næstu samn­inga­lotu í sept­em­ber verður lagð­ur.

„Nú verða báðir aðilar samn­ing­anna að vera sveigj­an­legir og til­búnir til mála­miðl­ana í þeim þáttum sem ágrein­ingur ríkir um,“ segir í til­kynn­ing­unni. „Eins og ESB hefur sagt þá tifar klukkan og hvor­ugur aðil­inn má draga lapp­irn­ar.“

Auglýsing

Vilja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi hefur boðað miklar breyt­ingar á opin­berri afstöðu flokks­ins til Brexit og seg­ist nú styðja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að áfram verði opið fyrir flæði fólks um landa­mær­in. Frá þessu er greint í frétt á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian.

Þessi stefnu­breyt­ing skilur afstöðu Verka­manna­flokks­ins frá Íhalds­flokknum í fyrsta sinn síðan þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB sum­arið 2016.

Breska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þátttöku í Evrópusamstarfinu og ESB.

Bret­land mun ganga úr ESB 19. mars 2019 og eftir það vill Verka­manna­flokk­ur­inn að Bretar hafi aðgang að þessum tveimur stoðum Evr­ópu­sam­bands­ins af fjór­um. Það yrði í reynd ekki ósvip­aður aðgangur og Ísland hefur gagn­vart ESB í gegnum EES-­samn­ing­inn. Gegn því að fá aðgang að gæðum Evr­ópu­sam­vinn­unnar þarf Ísland að inn­leiða lög og reglu­gerðir sem sam­þykktar eru í Brus­sel.

Verka­manna­flokk­ur­inn vill með þess­ari stefnu­breyt­ingu verða sá flokkur sem styður „mjúka útgöngu“ (það sem kallað hefur verið soft Brexit á ensku). Ef flokk­ur­inn færi með stjórn Bret­lands yrði Bret­land áfram aðili að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að tolla­banda­lag­inu, í tak­mark­aðan tíma; Hugs­an­lega yrði sá tími tvö til fjögur ár eftir 2019.

Þá mundi flokk­ur­inn vilja halda því opnu að Bret­land yrði áfram aðili að sam­eig­in­lega mark­að­inum að þessu umbreyt­ing­ar­tíma­bili loknu, ef það tæk­ist að sann­færa ESB um að sam­þykkja sér­stakan samn­ing um inn­flytj­endur og reglur um frjálst flæði fólks.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent