Vilja að ESB verði „sveigjanlegri“ í viðræðunum

Bresk stjórnvöld vilja að ESB verði linari í afstöðu sinni til Brexit.

David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd hafa óskað eftir því að full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brex­it-við­ræð­unum svoköll­uðu, um það hvernig Bret­land mun slíta tengslin við ESB, nálgist við­ræð­urnar með opn­ari huga en áður.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands.

Samn­inga­við­ræð­urnar um Brexit hófust aftur í dag með fundi Brex­it-ráð­herr­ans David Davis fyrir Bret­land og Michel Barnier fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Við­ræð­urnar í þess­ari lotu samn­ing­anna verða að öllum lík­indum tækni­legs eðlis þar sem grunn­ur­inn að næstu samn­inga­lotu í sept­em­ber verður lagð­ur.

„Nú verða báðir aðilar samn­ing­anna að vera sveigj­an­legir og til­búnir til mála­miðl­ana í þeim þáttum sem ágrein­ingur ríkir um,“ segir í til­kynn­ing­unni. „Eins og ESB hefur sagt þá tifar klukkan og hvor­ugur aðil­inn má draga lapp­irn­ar.“

Auglýsing

Vilja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi hefur boðað miklar breyt­ingar á opin­berri afstöðu flokks­ins til Brexit og seg­ist nú styðja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að áfram verði opið fyrir flæði fólks um landa­mær­in. Frá þessu er greint í frétt á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian.

Þessi stefnu­breyt­ing skilur afstöðu Verka­manna­flokks­ins frá Íhalds­flokknum í fyrsta sinn síðan þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB sum­arið 2016.

Breska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þátttöku í Evrópusamstarfinu og ESB.

Bret­land mun ganga úr ESB 19. mars 2019 og eftir það vill Verka­manna­flokk­ur­inn að Bretar hafi aðgang að þessum tveimur stoðum Evr­ópu­sam­bands­ins af fjór­um. Það yrði í reynd ekki ósvip­aður aðgangur og Ísland hefur gagn­vart ESB í gegnum EES-­samn­ing­inn. Gegn því að fá aðgang að gæðum Evr­ópu­sam­vinn­unnar þarf Ísland að inn­leiða lög og reglu­gerðir sem sam­þykktar eru í Brus­sel.

Verka­manna­flokk­ur­inn vill með þess­ari stefnu­breyt­ingu verða sá flokkur sem styður „mjúka útgöngu“ (það sem kallað hefur verið soft Brexit á ensku). Ef flokk­ur­inn færi með stjórn Bret­lands yrði Bret­land áfram aðili að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að tolla­banda­lag­inu, í tak­mark­aðan tíma; Hugs­an­lega yrði sá tími tvö til fjögur ár eftir 2019.

Þá mundi flokk­ur­inn vilja halda því opnu að Bret­land yrði áfram aðili að sam­eig­in­lega mark­að­inum að þessu umbreyt­ing­ar­tíma­bili loknu, ef það tæk­ist að sann­færa ESB um að sam­þykkja sér­stakan samn­ing um inn­flytj­endur og reglur um frjálst flæði fólks.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent