Vilja að ESB verði „sveigjanlegri“ í viðræðunum

Bresk stjórnvöld vilja að ESB verði linari í afstöðu sinni til Brexit.

David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd hafa óskað eftir því að full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brex­it-við­ræð­unum svoköll­uðu, um það hvernig Bret­land mun slíta tengslin við ESB, nálgist við­ræð­urnar með opn­ari huga en áður.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands.

Samn­inga­við­ræð­urnar um Brexit hófust aftur í dag með fundi Brex­it-ráð­herr­ans David Davis fyrir Bret­land og Michel Barnier fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Við­ræð­urnar í þess­ari lotu samn­ing­anna verða að öllum lík­indum tækni­legs eðlis þar sem grunn­ur­inn að næstu samn­inga­lotu í sept­em­ber verður lagð­ur.

„Nú verða báðir aðilar samn­ing­anna að vera sveigj­an­legir og til­búnir til mála­miðl­ana í þeim þáttum sem ágrein­ingur ríkir um,“ segir í til­kynn­ing­unni. „Eins og ESB hefur sagt þá tifar klukkan og hvor­ugur aðil­inn má draga lapp­irn­ar.“

Auglýsing

Vilja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bret­landi hefur boðað miklar breyt­ingar á opin­berri afstöðu flokks­ins til Brexit og seg­ist nú styðja áfram­hald­andi aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að áfram verði opið fyrir flæði fólks um landa­mær­in. Frá þessu er greint í frétt á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian.

Þessi stefnu­breyt­ing skilur afstöðu Verka­manna­flokks­ins frá Íhalds­flokknum í fyrsta sinn síðan þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB sum­arið 2016.

Breska þjóðin er klofin í afstöðu sinni til þátttöku í Evrópusamstarfinu og ESB.

Bret­land mun ganga úr ESB 19. mars 2019 og eftir það vill Verka­manna­flokk­ur­inn að Bretar hafi aðgang að þessum tveimur stoðum Evr­ópu­sam­bands­ins af fjór­um. Það yrði í reynd ekki ósvip­aður aðgangur og Ísland hefur gagn­vart ESB í gegnum EES-­samn­ing­inn. Gegn því að fá aðgang að gæðum Evr­ópu­sam­vinn­unnar þarf Ísland að inn­leiða lög og reglu­gerðir sem sam­þykktar eru í Brus­sel.

Verka­manna­flokk­ur­inn vill með þess­ari stefnu­breyt­ingu verða sá flokkur sem styður „mjúka útgöngu“ (það sem kallað hefur verið soft Brexit á ensku). Ef flokk­ur­inn færi með stjórn Bret­lands yrði Bret­land áfram aðili að sam­eig­in­legum mark­aði ESB og að tolla­banda­lag­inu, í tak­mark­aðan tíma; Hugs­an­lega yrði sá tími tvö til fjögur ár eftir 2019.

Þá mundi flokk­ur­inn vilja halda því opnu að Bret­land yrði áfram aðili að sam­eig­in­lega mark­að­inum að þessu umbreyt­ing­ar­tíma­bili loknu, ef það tæk­ist að sann­færa ESB um að sam­þykkja sér­stakan samn­ing um inn­flytj­endur og reglur um frjálst flæði fólks.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent