Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson er sá sem nefndin metur hæfastan til að vera skipaður dómari við dómstólinn. Arnaldur er nú aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn.
Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 17. nóvember síðastliðinn, en alls sóttu 30 um stöðuna en sex umsækjendur, sem skipaðir höfðu verið í embætti héraðsdómara frá 9. janúar síðastliðnum, drógu umsóknir sínar til baka.
Dómnefndina skipuðu Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir.
Hér má lesa umsögn dómnefndarinnar.
Það gerði hún þegar dómnefndin skilaði henni tillögur að 15 nýjum dómurum við Landsrétt, en fjórir þeirra sem skipaðir voru dómarar við réttinn voru ekki metnir hæfastir af nefndinni. Þeir fjórir sem ekki voru skipaðir hafa allir annað hvort fengið eða sóst eftir bótum frá ríkinu vegna þessa.