Vilhjálmur kærir niðurstöðuna til Hæstaréttar

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson ætlar, fyrir hönd umbjóðanda síns, að kæra niðurstöðu Landsréttar um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur dómara til Hæstaréttar.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son ætl­ar, fyrir hönd umbjóð­anda síns, að kæra nið­ur­stöðu Lands­réttar um hæfi Arn­fríðar Ein­ars­dóttur dóm­ara til Hæsta­rétt­ar.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vil­hjálmur að eftir að hann hafi farið yfir nið­ur­stöð­una með umbjóð­anda sínum fyrr í dag sé það ákvörðun hans að hann vilji kæra. Vil­hjálmur seg­ist hafa fulla trú á Hæsta­rétti Íslands þegar hann er spurður hvort hann sé von­góður um að nið­ur­staðan þar verði með öðrum hætti en í dag. „Ef ég væri ekki þeirrar skoð­unar að við­kom­andi dóm­ara bæri að víkja sæti með vísan til þeirra rétt­ar­reglna sem að um hæfi dóm­ara gilda þá hefði krafan aldrei verið lögð fram.“ Hann seg­ist treysta Hæsta­rétti til að skila nið­ur­stöðu sem sé í sam­ræmi við lög og að við­kom­andi dóm­ara verði gert að víkja sæti í mál­inu.

Aðspurður um hvort umbjóð­andi hans hygg­ist fara enn lengra með málið kom­ist Hæsti­réttur að sömu nið­ur­stöðu segir Vil­hjálmur að það verði bara að koma í ljós. „Þetta er nið­ur­staða Lands­rétt­ar. Ég ætla nú ekki að segja að hún komi á óvart. Það er nú bara þannig að eng­inn er dóm­ari í eigin sök en ég ber fullt traust til Hæsta­réttar og vona að þess­ari eyði­merk­ur­ferð íslensks rétt­ar­kerfis ljúki þar,“ segir Vil­hjálm­ur.

Auglýsing

Skipun Arn­fríðar verði ekki haggað

Vil­hjálmur gerði þá kröfu að Arn­fríður viki sæti þar sem hún var einn þeirra fjög­urra dóm­ara sem skip­aðir voru í rétt­inn af Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfn­is­nefnd hafði talist hæf­asta til að gegna emb­ætt­inu.

Lands­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms fyrr í dag og sagði að skip­un­inni yrði ekki hagg­að. Alþingi hafi sam­þykkt skip­un­ina og á þeim grund­velli hafi for­seti Íslands skipað hana. Þá liggi fyrir að Arn­fríður upp­fylli og upp­fyllti við skip­un­ina almenn hæf­is­skil­yrði sam­­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­­­ar­­skránna. Þá njóti hún sjálf­­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Réttur til að fá úrlausn fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli

Í mál­flutn­ingi fyrir Lands­rétti þar sem tek­ist var á um hæfi Arn­fríðar kom fram í máli Vil­hjálms að Hæsti­réttur hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í bóta­­málum tveggja þeirra umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt, þar sem þeim voru dæmdar miska­bætur vegna brota á máls­­með­­­ferð­inni við skipan dóm­­ar­anna fimmt­án, að máls­með­ferðin við mat á hæfni Arn­fríðar hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og gengið gegn lögum um dóm­stóla og stjórn­­­sýlu­lög og verið í and­­stöðu við meg­in­­reglu um að ávallt skuli skipa hæf­asta umsækj­anda. „Af öllu fram­an­­sögðu er ljóst að Arn­­fríður var ekki skipuð í emb­ætti í sam­ræmi við lög eins og er for­taks­­laust skil­yrði 59. greinar stjórn­­­ar­­skrár og 2. máls­liðar 1. máls­­grein­­ar. 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu,“ sagði Vil­hjálm­­ur.

Hann sagði kröfu sína byggj­­ast á því að þeir ann­­markar sem verið hefðu á skipan Arn­­fríðar brjóti á rétti skjól­­stæð­ings síns til að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálf­­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli. Hann vakti einnig athygli á því að þeir fimmtán dóm­­arar sem skipa lands­rétt kjósi for­­seta rétt­­ar­ins, sem síðan úthlutar málum og ákveður hver sé dóms­­for­­maður hverju sinni. Því mætti ákærði, skjól­­stæð­ingur hans, hafa rétta­­mætar efa­­semdir um að rétt­indi hans væru tryggð. „Að þessu sögðu er ásýnd dóms­ins eins og hann er nú skip­aður í máli ákærða ekki sú að dóm­­ur­inn sé sjálf­­stæður eða næg­i­­lega óháð­­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent