Vilhjálmur kærir niðurstöðuna til Hæstaréttar

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson ætlar, fyrir hönd umbjóðanda síns, að kæra niðurstöðu Landsréttar um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur dómara til Hæstaréttar.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Vil­hjálmur Hans Vil­hjálms­son ætl­ar, fyrir hönd umbjóð­anda síns, að kæra nið­ur­stöðu Lands­réttar um hæfi Arn­fríðar Ein­ars­dóttur dóm­ara til Hæsta­rétt­ar.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Vil­hjálmur að eftir að hann hafi farið yfir nið­ur­stöð­una með umbjóð­anda sínum fyrr í dag sé það ákvörðun hans að hann vilji kæra. Vil­hjálmur seg­ist hafa fulla trú á Hæsta­rétti Íslands þegar hann er spurður hvort hann sé von­góður um að nið­ur­staðan þar verði með öðrum hætti en í dag. „Ef ég væri ekki þeirrar skoð­unar að við­kom­andi dóm­ara bæri að víkja sæti með vísan til þeirra rétt­ar­reglna sem að um hæfi dóm­ara gilda þá hefði krafan aldrei verið lögð fram.“ Hann seg­ist treysta Hæsta­rétti til að skila nið­ur­stöðu sem sé í sam­ræmi við lög og að við­kom­andi dóm­ara verði gert að víkja sæti í mál­inu.

Aðspurður um hvort umbjóð­andi hans hygg­ist fara enn lengra með málið kom­ist Hæsti­réttur að sömu nið­ur­stöðu segir Vil­hjálmur að það verði bara að koma í ljós. „Þetta er nið­ur­staða Lands­rétt­ar. Ég ætla nú ekki að segja að hún komi á óvart. Það er nú bara þannig að eng­inn er dóm­ari í eigin sök en ég ber fullt traust til Hæsta­réttar og vona að þess­ari eyði­merk­ur­ferð íslensks rétt­ar­kerfis ljúki þar,“ segir Vil­hjálm­ur.

Auglýsing

Skipun Arn­fríðar verði ekki haggað

Vil­hjálmur gerði þá kröfu að Arn­fríður viki sæti þar sem hún var einn þeirra fjög­urra dóm­ara sem skip­aðir voru í rétt­inn af Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfn­is­nefnd hafði talist hæf­asta til að gegna emb­ætt­inu.

Lands­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms fyrr í dag og sagði að skip­un­inni yrði ekki hagg­að. Alþingi hafi sam­þykkt skip­un­ina og á þeim grund­velli hafi for­seti Íslands skipað hana. Þá liggi fyrir að Arn­fríður upp­fylli og upp­fyllti við skip­un­ina almenn hæf­is­skil­yrði sam­­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­­­ar­­skránna. Þá njóti hún sjálf­­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Réttur til að fá úrlausn fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli

Í mál­flutn­ingi fyrir Lands­rétti þar sem tek­ist var á um hæfi Arn­fríðar kom fram í máli Vil­hjálms að Hæsti­réttur hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í bóta­­málum tveggja þeirra umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt, þar sem þeim voru dæmdar miska­bætur vegna brota á máls­­með­­­ferð­inni við skipan dóm­­ar­anna fimmt­án, að máls­með­ferðin við mat á hæfni Arn­fríðar hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og gengið gegn lögum um dóm­stóla og stjórn­­­sýlu­lög og verið í and­­stöðu við meg­in­­reglu um að ávallt skuli skipa hæf­asta umsækj­anda. „Af öllu fram­an­­sögðu er ljóst að Arn­­fríður var ekki skipuð í emb­ætti í sam­ræmi við lög eins og er for­taks­­laust skil­yrði 59. greinar stjórn­­­ar­­skrár og 2. máls­liðar 1. máls­­grein­­ar. 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu,“ sagði Vil­hjálm­­ur.

Hann sagði kröfu sína byggj­­ast á því að þeir ann­­markar sem verið hefðu á skipan Arn­­fríðar brjóti á rétti skjól­­stæð­ings síns til að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálf­­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli. Hann vakti einnig athygli á því að þeir fimmtán dóm­­arar sem skipa lands­rétt kjósi for­­seta rétt­­ar­ins, sem síðan úthlutar málum og ákveður hver sé dóms­­for­­maður hverju sinni. Því mætti ákærði, skjól­­stæð­ingur hans, hafa rétta­­mætar efa­­semdir um að rétt­indi hans væru tryggð. „Að þessu sögðu er ásýnd dóms­ins eins og hann er nú skip­aður í máli ákærða ekki sú að dóm­­ur­inn sé sjálf­­stæður eða næg­i­­lega óháð­­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent