Vilhjálmur kærir niðurstöðuna til Hæstaréttar

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson ætlar, fyrir hönd umbjóðanda síns, að kæra niðurstöðu Landsréttar um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur dómara til Hæstaréttar.

Landsréttur og Vilhjálmur
Auglýsing

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson ætlar, fyrir hönd umbjóðanda síns, að kæra niðurstöðu Landsréttar um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur dómara til Hæstaréttar.

Í samtali við Kjarnann segir Vilhjálmur að eftir að hann hafi farið yfir niðurstöðuna með umbjóðanda sínum fyrr í dag sé það ákvörðun hans að hann vilji kæra. Vilhjálmur segist hafa fulla trú á Hæstarétti Íslands þegar hann er spurður hvort hann sé vongóður um að niðurstaðan þar verði með öðrum hætti en í dag. „Ef ég væri ekki þeirrar skoðunar að viðkomandi dómara bæri að víkja sæti með vísan til þeirra réttarreglna sem að um hæfi dómara gilda þá hefði krafan aldrei verið lögð fram.“ Hann segist treysta Hæstarétti til að skila niðurstöðu sem sé í samræmi við lög og að viðkomandi dómara verði gert að víkja sæti í málinu.

Aðspurður um hvort umbjóðandi hans hyggist fara enn lengra með málið komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu segir Vilhjálmur að það verði bara að koma í ljós. „Þetta er niðurstaða Landsréttar. Ég ætla nú ekki að segja að hún komi á óvart. Það er nú bara þannig að enginn er dómari í eigin sök en ég ber fullt traust til Hæstaréttar og vona að þessari eyðimerkurferð íslensks réttarkerfis ljúki þar,“ segir Vilhjálmur.

Auglýsing

Skipun Arnfríðar verði ekki haggað

Vilhjálmur gerði þá kröfu að Arnfríður viki sæti þar sem hún var einn þeirra fjögurra dómara sem skipaðir voru í réttinn af Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd hafði talist hæfasta til að gegna embættinu.

Landsréttur hafnaði kröfu Vilhjálms fyrr í dag og sagði að skipuninni yrði ekki haggað. Alþingi hafi samþykkt skipunina og á þeim grundvelli hafi forseti Íslands skipað hana. Þá liggi fyrir að Arnfríður uppfylli og uppfyllti við skipunina almenn hæfisskilyrði sam­kvæmt lögum um dóm­stóla. Sem skip­uðum dóm­ara beri henni að rækja þann starfa sem emb­ætt­inu fylgir í sam­ræmi við stjórn­ar­skránna. Þá njóti hún sjálf­stæðis í emb­ætt­is­at­höfnum sín­um, meðal ann­ars gagn­vart ráð­herra sem gerði til­lögu um skipan hennar í emb­ætt­ið.

Réttur til að fá úrlausn fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli

Í málflutningi fyrir Landsrétti þar sem tekist var á um hæfi Arnfríðar kom fram í máli Vilhjálms að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu, í bóta­málum tveggja þeirra umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, þar sem þeim voru dæmdar miska­bætur vegna brota á máls­með­ferð­inni við skipan dóm­ar­anna fimmt­án, að málsmeðferðin við mat á hæfni Arnfríðar hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og gengið gegn lögum um dóm­stóla og stjórn­sýlu­lög og verið í and­stöðu við meg­in­reglu um að ávallt skuli skipa hæf­asta umsækj­anda. „Af öllu fram­an­sögðu er ljóst að Arn­fríður var ekki skipuð í emb­ætti í sam­ræmi við lög eins og er for­taks­laust skil­yrði 59. greinar stjórn­ar­skrár og 2. máls­liðar 1. máls­grein­ar. 6. greinar mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Hann sagði kröfu sína byggj­ast á því að þeir ann­markar sem verið hefðu á skipan Arn­fríðar brjóti á rétti skjól­stæð­ings síns til að fá úrlausn sinna mála fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli. Hann vakti einnig athygli á því að þeir fimmtán dóm­arar sem skipa lands­rétt kjósi for­seta rétt­ar­ins, sem síðan úthlutar málum og ákveður hver sé dóms­for­maður hverju sinni. Því mætti ákærði, skjól­stæð­ingur hans, hafa rétta­mætar efa­semdir um að rétt­indi hans væru tryggð. „Að þessu sögðu er ásýnd dóms­ins eins og hann er nú skip­aður í máli ákærða ekki sú að dóm­ur­inn sé sjálf­stæður eða nægi­lega óháð­ur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent