RÚV sýknað í eineltismáli Adolfs Inga

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af kröfu Adolfs Inga Erlingssonar fyrrverandi íþróttafréttamanns um skaða- og miskabætur vegna meints eineltis sem hann varð fyrir af hálfu yfirmanns síns sem og vegna þess sem hann taldi vera ólögmæta uppsögn.

adolf-ingi_14050663830_o.jpg
Auglýsing

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af kröfu Adolfs Inga Erlingssonar fyrrverandi íþróttafréttamanns um skaða- og miskabætur vegna meints eineltis sem hann varð fyrir af hálfu yfirmanns síns sem og vegna þess sem hann taldi vera ólögmæta uppsögn.

Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að RÚV hefði brotið á Adolfi og gert stofnuninni að greiða honum 2,2 milljónir í bætur og málskostnað. Hæstiréttur hefur því snúið þeirri niðurstöðu við.

Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta.

Auglýsing

Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að hvorki tilhögun lýsinga íþróttakappleikja né breytingar á starfstilhögun Adolfs gætu hafa falið í sér einelti í skilningi gildandi reglugerðar. Þá taldi rétturinn að málefnaleg sjónarmið hefðu getað búið að baki þeim skilningi þáverandi íþróttafréttastjóra RÚV að henni hefði ekki verið heimilt að semja við Adolf um greiðslu vaktaálags við nýjar starfsaðstæður, og slíkt gæti ekki verið ámælisverð og ótilhlýðileg háttsemi. Að auki gætu þeir ágallar sem voru á meðferð kvörtunar Adolfs um einelti ekki einir og sér hafa falið í sér einelti né hefði Adolf sýnt fram á að ágallar á meðferð kvörtunar hans hefðu haft í för með sér fjártjón fyrir hann. Þeir yrðu ekki heldur taldir svo alvarlegir eða þess eðlis að miskabótaábyrgð yrði felld á RÚV vegna þeirra.

Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri RÚV og hefði uppsögn hans verið liður í hópuppsögn af því tilefni. Því hafi ekki verið sýnt fram á annað en að þær forsendur hefðu verið málefnalegar eins og rekstri stofnunarinnar hefði verið háttað, en RÚV hefði skýrt nægilega forsendur uppsagnarinnar.

RÚV var því sýknað af kröfum Adolfs Inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent