SAS aflýsir 65 flugum

Flugfélagið Scandinavian Airlines segir verkföll flugumferðarstjóra, skort á flugmönnum og lélegt skipulag vera ástæður fjölmargra aflýsinga á flugferðum sínum.

Sumarið hjá SAS hefur ekki farið eins flugfélagið gerði ráð fyrir
Sumarið hjá SAS hefur ekki farið eins flugfélagið gerði ráð fyrir
Auglýsing

Skand­in­av­íska flug­fé­lag­ið SA­S af­lýsti 25 flug­ferðum um helg­ina og hefur ákveðið að aflýsta 40 til við­bótar í vik­unni, að eigin sögn vegna verk­falla, flug­manna­skorts og lélegs skipu­lags. Þetta kemur fyrst fram í fréttum á ýmsum skand­in­av­ískum frétta­miðl­u­m. 

Sænski rík­is­mið­ill­inn SVT fjall­aði einnig um mál­ið, en sam­kvæmt henni hefur Face­book-­síða flug­fé­lags­ins fyllst af reiðum athuga­semdum frá far­þegum aflýstu flug­anna. Þar segj­ast far­þeg­arnir ekki hafa fengið nein úrræði eða útskýr­ingar á aflýs­ing­un­um, en þær hafi allar verið til­kynntar með stuttum fyr­ir­vara. 

Í við­tali við Dag­ens Nær­ingsliv segir rekstr­ar­stjóri SAS, Lars Sanda­hl Søren­sen, lélegt skipu­lag og skort á flug­mönnum vera aðal­á­stæður aflýs­ing­anna. Einnig segir hann flug­fé­lagið hafa verið „allt of metn­að­ar­fullt“ í sum­ar. 

Auglýsing

Tonje Sund, fjöl­miðla­full­trúi félags­ins er sama sinnis: „Í stuttu máli sagt erum við á miðjum háanna­tíma á sama tíma sem við verðum fyrir mörgum vanda­mál­um. Þetta er blanda af tænki­leg­um ­vanda­mál­um, flug­manna­skorts í Evr­ópu, verk­falls flug­um­ferð­ar­stjóra og keðju­á­hrif vegna aflýs­inga ann­arra flug­ferða í okkar net­i,“ seg­ir Tonje í sam­tali við Dag­ens Ny­heter

Jac­ob Peder­sen, grein­ing­ar­að­ili flug­geirans hjá ­Sydbank ­segir einnig í sömu frétt að þessir þættir hafa áhrif á önnur flug­fé­lög í Evr­ópu. „Þegar um ræðir aflýstar flug­ferð­ir, þá er það meiri spurn­ing um hvað sé í gangi í Evr­ópu. Verk­föll flug­um­ferð­ar­stjóra í Frakk­landi ásamt skorti á flug­mönnum í Grikk­landi og Þýska­landi hefur leitt til kvart­ana meðal allra flug­fé­laga í Evr­ópu.“

Kjarn­inn hefur áður fjallað um verk­föll flug­um­ferð­ar­stjóra í Evr­ópu í ár, en þau eru talin hafa valdið sein­k­unum eða aflýs­ingum á flugum fyrir millj­ónir far­þega um alla álf­una. For­stjóri Ryana­ir, Mich­ael O'Le­ary, kall­aði þá „verstu skúrkana“ í kjara­bar­áttu starfs­fólks í geir­anum og hags­muna­sam­tök flug­fé­laga hafa einnig sent frá sér til­kynn­ingu um alla Evr­ópu þar sem lýst er yfir áhyggjum af því fjár­hagstjóni sem verk­föllin kunna að hafa í för með sér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent