Búrkubann tekur gildi í Danmörku

Umdeilt bann við hyljandi höfuðklæðnaði tók gildi í Danmörku í dag. Samkvæmt því á hver sem hylur andlit sitt á almannafæri hættu á að greiða 17 þúsund krónur í sekt.

Konur í niqab-klæðnaði
Konur í niqab-klæðnaði
Auglýsing

Svo­kallað búrku­bann tók gildi í Dan­mörku í dag, en sam­kvæmt því er refsi­vert að hylja and­lit sitt með hvers kyns höf­uð­bún­aði á almanna­færi. Þeim sem ger­ast sekir um að hafa brotið gegn bann­inu verður gert að borga 17 þús­und íslenskar krónur í sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef danska rík­is­út­varps­ins

Kjarn­inn fjall­aði um búrku­bannið fyrr í sumar þegar danska þjóð­þingið sam­þykkti frum­varpið á bak við lög­gjöf­ina, en margir þing­menn voru fjar­staddir þegar kosið var um það. Af 179 þing­mönnum greiddu 75 atkvæði með frum­varp­inu en 30 þeirra voru á mót­i. 

Bannið gildir um hvers kyns höf­uð­búnað sem hylur and­lit, en umræðan um það spratt upp frá notkun á tvenns konar klæðn­aði sem sumar múslim­skar konur bera, búrkum og niqab. Bæði klæðin hylja allan lík­amann og meiri­hluta and­lits­ins, en á búrkunni er eins konar net fyrir augun á meðan niqab hefur rifu á sama stað. 

Auglýsing

„Við­ur­kenndur til­gang­ur“

Lögin munu einnig ná til lambús­hettna, grímu­bún­inga og mót­or­hjóla­hjálma,  nema það þjóni svoköll­uðum „við­ur­kenndum til­gang­i.“ Ger­ist maður sekur um að hylja and­lit sitt með ein­hverjum hætti án slíks til­gangs á maður í hættu á að verða sektaður um þús­und danskar krón­ur, sem jafn­gildir 17 þús­und íslenskum krón­um. 

Rík­is­lög­regla Dan­merkur sendi út leið­bein­ingar til lög­reglu­þjóna um hvernig þeir skuli fram­fylgja búrku­bann­inu. Sam­kvæmt leið­bein­ing­unum er ákvörð­unin um „við­ur­kenndan til­gang“ í höndum lög­reglu­þjón­anna sjálfra. Claus Oxfeldt rík­is­lög­reglu­stjóri sagð­ist í við­tali við danska rík­is­út­varpið hafa viljað nákvæm­ari leið­bein­ingar og biður um traust dæmi þeim til stuðn­ings. 

Bannið hefur verið harð­lega gagn­rýnt í Dan­mörku, en múslim­skir trú­ar­leið­togar þar í landi segja það brjóta á rétt­indum kvenna og þeirra trú­felsi. „Við getum ekki frelsað konur með því að brjóta á rétt­indum ann­arra kvenna. Við þurfum að finna aðra leið til að hjálpa kon­unum sem eru neyddar til að hylja sig,“ segir Sherin Khankan, kven­kyns imam í Dan­mörku. Við því bætir hún að nauð­ung af sér­hverju tagi sé óásætt­an­leg undir öllum kring­um­stæð­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent