Búrkubann tekur gildi í Danmörku

Umdeilt bann við hyljandi höfuðklæðnaði tók gildi í Danmörku í dag. Samkvæmt því á hver sem hylur andlit sitt á almannafæri hættu á að greiða 17 þúsund krónur í sekt.

Konur í niqab-klæðnaði
Konur í niqab-klæðnaði
Auglýsing

Svo­kallað búrku­bann tók gildi í Dan­mörku í dag, en sam­kvæmt því er refsi­vert að hylja and­lit sitt með hvers kyns höf­uð­bún­aði á almanna­færi. Þeim sem ger­ast sekir um að hafa brotið gegn bann­inu verður gert að borga 17 þús­und íslenskar krónur í sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef danska rík­is­út­varps­ins

Kjarn­inn fjall­aði um búrku­bannið fyrr í sumar þegar danska þjóð­þingið sam­þykkti frum­varpið á bak við lög­gjöf­ina, en margir þing­menn voru fjar­staddir þegar kosið var um það. Af 179 þing­mönnum greiddu 75 atkvæði með frum­varp­inu en 30 þeirra voru á mót­i. 

Bannið gildir um hvers kyns höf­uð­búnað sem hylur and­lit, en umræðan um það spratt upp frá notkun á tvenns konar klæðn­aði sem sumar múslim­skar konur bera, búrkum og niqab. Bæði klæðin hylja allan lík­amann og meiri­hluta and­lits­ins, en á búrkunni er eins konar net fyrir augun á meðan niqab hefur rifu á sama stað. 

Auglýsing

„Við­ur­kenndur til­gang­ur“

Lögin munu einnig ná til lambús­hettna, grímu­bún­inga og mót­or­hjóla­hjálma,  nema það þjóni svoköll­uðum „við­ur­kenndum til­gang­i.“ Ger­ist maður sekur um að hylja and­lit sitt með ein­hverjum hætti án slíks til­gangs á maður í hættu á að verða sektaður um þús­und danskar krón­ur, sem jafn­gildir 17 þús­und íslenskum krón­um. 

Rík­is­lög­regla Dan­merkur sendi út leið­bein­ingar til lög­reglu­þjóna um hvernig þeir skuli fram­fylgja búrku­bann­inu. Sam­kvæmt leið­bein­ing­unum er ákvörð­unin um „við­ur­kenndan til­gang“ í höndum lög­reglu­þjón­anna sjálfra. Claus Oxfeldt rík­is­lög­reglu­stjóri sagð­ist í við­tali við danska rík­is­út­varpið hafa viljað nákvæm­ari leið­bein­ingar og biður um traust dæmi þeim til stuðn­ings. 

Bannið hefur verið harð­lega gagn­rýnt í Dan­mörku, en múslim­skir trú­ar­leið­togar þar í landi segja það brjóta á rétt­indum kvenna og þeirra trú­felsi. „Við getum ekki frelsað konur með því að brjóta á rétt­indum ann­arra kvenna. Við þurfum að finna aðra leið til að hjálpa kon­unum sem eru neyddar til að hylja sig,“ segir Sherin Khankan, kven­kyns imam í Dan­mörku. Við því bætir hún að nauð­ung af sér­hverju tagi sé óásætt­an­leg undir öllum kring­um­stæð­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent