Búrkubann tekur gildi í Danmörku

Umdeilt bann við hyljandi höfuðklæðnaði tók gildi í Danmörku í dag. Samkvæmt því á hver sem hylur andlit sitt á almannafæri hættu á að greiða 17 þúsund krónur í sekt.

Konur í niqab-klæðnaði
Konur í niqab-klæðnaði
Auglýsing

Svo­kallað búrku­bann tók gildi í Dan­mörku í dag, en sam­kvæmt því er refsi­vert að hylja and­lit sitt með hvers kyns höf­uð­bún­aði á almanna­færi. Þeim sem ger­ast sekir um að hafa brotið gegn bann­inu verður gert að borga 17 þús­und íslenskar krónur í sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef danska rík­is­út­varps­ins

Kjarn­inn fjall­aði um búrku­bannið fyrr í sumar þegar danska þjóð­þingið sam­þykkti frum­varpið á bak við lög­gjöf­ina, en margir þing­menn voru fjar­staddir þegar kosið var um það. Af 179 þing­mönnum greiddu 75 atkvæði með frum­varp­inu en 30 þeirra voru á mót­i. 

Bannið gildir um hvers kyns höf­uð­búnað sem hylur and­lit, en umræðan um það spratt upp frá notkun á tvenns konar klæðn­aði sem sumar múslim­skar konur bera, búrkum og niqab. Bæði klæðin hylja allan lík­amann og meiri­hluta and­lits­ins, en á búrkunni er eins konar net fyrir augun á meðan niqab hefur rifu á sama stað. 

Auglýsing

„Við­ur­kenndur til­gang­ur“

Lögin munu einnig ná til lambús­hettna, grímu­bún­inga og mót­or­hjóla­hjálma,  nema það þjóni svoköll­uðum „við­ur­kenndum til­gang­i.“ Ger­ist maður sekur um að hylja and­lit sitt með ein­hverjum hætti án slíks til­gangs á maður í hættu á að verða sektaður um þús­und danskar krón­ur, sem jafn­gildir 17 þús­und íslenskum krón­um. 

Rík­is­lög­regla Dan­merkur sendi út leið­bein­ingar til lög­reglu­þjóna um hvernig þeir skuli fram­fylgja búrku­bann­inu. Sam­kvæmt leið­bein­ing­unum er ákvörð­unin um „við­ur­kenndan til­gang“ í höndum lög­reglu­þjón­anna sjálfra. Claus Oxfeldt rík­is­lög­reglu­stjóri sagð­ist í við­tali við danska rík­is­út­varpið hafa viljað nákvæm­ari leið­bein­ingar og biður um traust dæmi þeim til stuðn­ings. 

Bannið hefur verið harð­lega gagn­rýnt í Dan­mörku, en múslim­skir trú­ar­leið­togar þar í landi segja það brjóta á rétt­indum kvenna og þeirra trú­felsi. „Við getum ekki frelsað konur með því að brjóta á rétt­indum ann­arra kvenna. Við þurfum að finna aðra leið til að hjálpa kon­unum sem eru neyddar til að hylja sig,“ segir Sherin Khankan, kven­kyns imam í Dan­mörku. Við því bætir hún að nauð­ung af sér­hverju tagi sé óásætt­an­leg undir öllum kring­um­stæð­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent