Búrkubann tekur gildi í Danmörku

Umdeilt bann við hyljandi höfuðklæðnaði tók gildi í Danmörku í dag. Samkvæmt því á hver sem hylur andlit sitt á almannafæri hættu á að greiða 17 þúsund krónur í sekt.

Konur í niqab-klæðnaði
Konur í niqab-klæðnaði
Auglýsing

Svokallað búrkubann tók gildi í Danmörku í dag, en samkvæmt því er refsivert að hylja andlit sitt með hvers kyns höfuðbúnaði á almannafæri. Þeim sem gerast sekir um að hafa brotið gegn banninu verður gert að borga 17 þúsund íslenskar krónur í sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins

Kjarninn fjallaði um búrkubannið fyrr í sumar þegar danska þjóðþingið samþykkti frumvarpið á bak við löggjöfina, en margir þingmenn voru fjarstaddir þegar kosið var um það. Af 179 þingmönnum greiddu 75 atkvæði með frumvarpinu en 30 þeirra voru á móti. 

Bannið gildir um hvers kyns höfuðbúnað sem hylur andlit, en umræðan um það spratt upp frá notkun á tvenns konar klæðnaði sem sumar múslimskar konur bera, búrkum og niqab. Bæði klæðin hylja allan líkamann og meirihluta andlitsins, en á búrkunni er eins konar net fyrir augun á meðan niqab hefur rifu á sama stað. 

Auglýsing

„Viðurkenndur tilgangur“

Lögin munu einnig ná til lambúshettna, grímubúninga og mótorhjólahjálma,  nema það þjóni svokölluðum „viðurkenndum tilgangi.“ Gerist maður sekur um að hylja andlit sitt með einhverjum hætti án slíks tilgangs á maður í hættu á að verða sektaður um þúsund danskar krónur, sem jafngildir 17 þúsund íslenskum krónum. 

Ríkislögregla Danmerkur sendi út leiðbeiningar til lögregluþjóna um hvernig þeir skuli framfylgja búrkubanninu. Samkvæmt leiðbeiningunum er ákvörðunin um „viðurkenndan tilgang“ í höndum lögregluþjónanna sjálfra. Claus Oxfeldt ríkislögreglustjóri sagðist í viðtali við danska ríkisútvarpið hafa viljað nákvæmari leiðbeiningar og biður um traust dæmi þeim til stuðnings. 

Bannið hefur verið harðlega gagnrýnt í Danmörku, en múslimskir trúarleiðtogar þar í landi segja það brjóta á réttindum kvenna og þeirra trúfelsi. „Við getum ekki frelsað konur með því að brjóta á réttindum annarra kvenna. Við þurfum að finna aðra leið til að hjálpa konunum sem eru neyddar til að hylja sig,“ segir Sherin Khankan, kvenkyns imam í Danmörku. Við því bætir hún að nauðung af sérhverju tagi sé óásættanleg undir öllum kringumstæðum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent