Búrkubann tekur gildi í Danmörku

Umdeilt bann við hyljandi höfuðklæðnaði tók gildi í Danmörku í dag. Samkvæmt því á hver sem hylur andlit sitt á almannafæri hættu á að greiða 17 þúsund krónur í sekt.

Konur í niqab-klæðnaði
Konur í niqab-klæðnaði
Auglýsing

Svokallað búrkubann tók gildi í Danmörku í dag, en samkvæmt því er refsivert að hylja andlit sitt með hvers kyns höfuðbúnaði á almannafæri. Þeim sem gerast sekir um að hafa brotið gegn banninu verður gert að borga 17 þúsund íslenskar krónur í sekt. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins

Kjarninn fjallaði um búrkubannið fyrr í sumar þegar danska þjóðþingið samþykkti frumvarpið á bak við löggjöfina, en margir þingmenn voru fjarstaddir þegar kosið var um það. Af 179 þingmönnum greiddu 75 atkvæði með frumvarpinu en 30 þeirra voru á móti. 

Bannið gildir um hvers kyns höfuðbúnað sem hylur andlit, en umræðan um það spratt upp frá notkun á tvenns konar klæðnaði sem sumar múslimskar konur bera, búrkum og niqab. Bæði klæðin hylja allan líkamann og meirihluta andlitsins, en á búrkunni er eins konar net fyrir augun á meðan niqab hefur rifu á sama stað. 

Auglýsing

„Viðurkenndur tilgangur“

Lögin munu einnig ná til lambúshettna, grímubúninga og mótorhjólahjálma,  nema það þjóni svokölluðum „viðurkenndum tilgangi.“ Gerist maður sekur um að hylja andlit sitt með einhverjum hætti án slíks tilgangs á maður í hættu á að verða sektaður um þúsund danskar krónur, sem jafngildir 17 þúsund íslenskum krónum. 

Ríkislögregla Danmerkur sendi út leiðbeiningar til lögregluþjóna um hvernig þeir skuli framfylgja búrkubanninu. Samkvæmt leiðbeiningunum er ákvörðunin um „viðurkenndan tilgang“ í höndum lögregluþjónanna sjálfra. Claus Oxfeldt ríkislögreglustjóri sagðist í viðtali við danska ríkisútvarpið hafa viljað nákvæmari leiðbeiningar og biður um traust dæmi þeim til stuðnings. 

Bannið hefur verið harðlega gagnrýnt í Danmörku, en múslimskir trúarleiðtogar þar í landi segja það brjóta á réttindum kvenna og þeirra trúfelsi. „Við getum ekki frelsað konur með því að brjóta á réttindum annarra kvenna. Við þurfum að finna aðra leið til að hjálpa konunum sem eru neyddar til að hylja sig,“ segir Sherin Khankan, kvenkyns imam í Danmörku. Við því bætir hún að nauðung af sérhverju tagi sé óásættanleg undir öllum kringumstæðum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiErlent