Ríkið fær frest í Landsréttarmálinu

Íslenska ríkið hefur fengið frest til að skila svörum sínum við spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins svokallaða fram í september.

Landsréttur
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur fengið frest til 20. sept­em­ber næst­kom­andi til að skila svörum sínum við spurn­ingum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna Lands­rétt­ar­máls­ins svo­kall­aða sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

­Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn ákvað í júní að taka kæru vegna Lands­rétt­ar­máls­ins til með­ferðar og fór fram á svör við ákveðnum spurn­ingum frá íslenska rík­inu.

Auglýsing

Meðal ann­ars var spurt að því hvernig það sam­rým­ist ákvæði mann­rétt­inda­sátt­mála, að skipun dóm­ara hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dóm­ara­efni fyrir sig, í stað þess að greiða atkvæði um til­lögu ráð­herr­ans í heild eins og gert var. Einnig er spurt um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar frá í maí í sam­hengi við fyrri dóm Hæsta­réttar um brot ráð­herr­ans á lögum við skip­un­ina. Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn vill þannig svör við því, hvernig ólög­leg skipan dóm­ara geti hald­ist í hendur við þá nið­ur­stöðu að sömu dóm­arar sitji lög­lega í rétt­in­um.

Íslenska ríkið fékk frest til 18. ágúst til að svara erindi dóm­stóls­ins. Sá frestur hefur nú verið lengdur fram í sept­em­ber.

Málið er að fá afar skjóta máls­með­ferð fyr­ir  Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um, enda þess eðlis að það getur bæði verið for­dæm­is­gef­andi og mögu­lega haft af­drifa­ríkar afleið­ingar fyrir rétt­ar­kerfi ein­stakra ríkja eða álf­unnar allr­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent