Nokkur hundruð manns söfnuðust saman fyrir utan Hvíta húsið í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum Bandaríkjastjórnar á lagalegri skilgreiningu kyns. Ríkisstjórn Donalds Trumps er nú með til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja skilgreina kyn sitt öðruvísi en eftir líffræðilegu kyni. Ef af breytingunni verður mun hún hafa víðtæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna.
Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“
Í stjórnartíð Obama urðu ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn. Gert var auðveldara fyrir fólk að velja hvernig það skilgreinir sitt eigið kyn, sérstaklega í menntastofnunum og innan heilbrigðisgeirans. Trump sagðist standa með réttindum transfólks í kosningabaráttunni og að hann ætlaði ekki að breyta reglugerðum Obama í þeim efnum. En þegar hann tók við embætti forseta hefur hann einmitt gert þveröfugt og til dæmis ógilt reglugerðir um réttindi transfólks í skólum um að það megi nota þau klósett sem því sýnist. Trump tilkynnti einnig á síðasta ári á Twitter að hann vildi banna transfólki að ganga í herinn.
Tilraunir til afneita tilveru transfólks
Strax síðastliðið sunnudagskvöld voru mótmælendur, LGBT- aktívistar og stuðningsmenn þeirra, búnir að safnast saman í Washington Square Park í New York. Í gær stóð einnig mikill fjöldi mótmælenda fyrir utan Hvíta húsið og lét heyra í sér með því að endurtaka í sífellu baráttuópið „We will not be earsed“. Fólk var hvatt til að kjósa í komandi þingkosningum og standa með réttindum hinsegin fólks.
We are out here in force. We are not going back. @realDonaldTrump, #transgender people #WontBeErased! pic.twitter.com/kLJIrktYRd
— Lambda Legal (@LambdaLegal) October 21, 2018
Biðlar til stjórnmálafólks á Íslandi
Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans, gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar Bandaríkjastjórnar á Facebook og biðlar til stjórnmálafólks í öllum flokkum á Íslandi að fordæma þetta. „Við erum öll manneskjur og eigum öll jafn mikinn tilverurétt á þessari jörðu.“ segir Ingileif.
Fyrr í vikunni sýndi Áslaug Arna frá fagnaðarlátum þingmanna á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins þegar tillaga um að...
Posted by Ingileif Friðriksdóttir on Sunday, October 21, 2018