Trump ekki með kórónuveiruna

Forseti Bandaríkjanna hefur verið prófaður til að kanna hvort hann væri með COVID-19. Niðurstaðan er að svo er ekki.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, er ekki með kór­ónu­veiruna. Þetta kom fram í minn­is­blaði sem læknir Hvíta húss­ins birti í morg­un. 

Trump stað­­festi á blaða­manna­fund­i í gær að hann hefði und­ir­­geng­ist próf­­anir til að kanna hvort hann væri með COVID-19 og að nið­­ur­­stöðu væri að vænta á næstu tveimur sól­­­ar­hring­­um. Á­stæðan er sú að fjöl­miðla­­­full­­­trúi for­­­seta Bras­il­­­íu, sem var við­staddur fund hans með Trump á laug­­­ar­dag fyrir viku, hefur greinst með COVID-19. 

Nú liggur sú nið­ur­staða fyr­ir. Í minn­is­blaði lækn­is­ins, Sean P. Con­ley, segir að Trump sé með öllu ein­kenna­laus. 

Trump forð­að­ist að svara því beint í vik­unni hvort hann myndi láta prófa sig til að kanna hvort hann væri smit­að­ur. Hann gaf það svo til kynna á blaða­manna­fundi á föstu­dags­kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyð­ar­á­standi í Banda­ríkj­un­um, að hann myndi reyna að koma því að að láta prófa sig. 

Gripið hefur verið til fjöl­margra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að for­set­inn smit­ist. Meðal ann­ars er hiti allra sem koma í návígi við hann mæld­ur. Trump sjálfur hefur hins vegar átt erfitt með að til­einka sér ýmsar var­úð­ar­ráð­staf­anir eins og að hætta að taka í hend­urnar á fólki eða nota sama hljóð­nema og aðr­ir. 

Auglýsing
Á blaða­manna­fund­inum í gær við­ur­kenndi hann að handa­böndin væru ávani sem erfitt væri að venja sig af en að það væri gott að hætta þeim.

Smitum fjölgar og dreifast víða

Í morgun höfð­u 2.759 greinst smit­aðir í Banda­­ríkj­unum og 59 lát­ist vegna veirunn­­ar. Smit­aðir hafa greinst í Pu­er­to Rico, Was­hington D.C. og 49 ríkjum Banda­ríkj­anna.

Á blaða­­manna­fundi sem Trump og Pence héldu í gær kom fram að allir Banda­­ríkja­­menn myndu geta látið skima fyrir veirunni sem veld­ur COVID-19 sjúk­­dómnum án þess að greiða fyrir það.

Stefnt er að því að setja upp­ skimun­ar­stöðv­ar í stærstu dag­vöru­versl­un­­ar­keðjum Banda­­ríkj­anna og víð­­ar. 

Á sama fundi greind­i ­Mi­ke Pence frá því að ferða­­bannið til Banda­­ríkj­anna, sem tók gildi á mið­­nætti á laug­ar­dag, myndi frá og með mið­­nætti á mán­u­dag líka ná yfir Bret­land og Írland. Ríkin tvö voru upp­­haf­­lega und­an­skilin frá bann­inu þegar Don­ald Trump ­Banda­­ríkja­­for­­seti greindi frá því í síð­­­ustu viku. Ferða­­­bann­ið, sem á að standa yfir í 30 daga, virkar þannig að öllum íbúum landa sem til­­­heyra Schen­gen-­­­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­­­ópu, verður meinað að koma til Banda­­­ríkj­anna á tíma­bil­inu. Banda­rískir rík­­­is­­­borg­­­arar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Banda­­­ríkj­unum munu fá að ferð­­­ast ef þeir vilja en sam­­­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem birt var í kjöl­far yfir­­­lýs­ing­ar Trump um ferða­­­bannið á vef heima­varn­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins mun þeim banda­rísku far­þegum sem dvalið hafa á Schen­gen-­­­svæð­inu hleypt inn í landið í gegnum valda flug­­­velli þar sem sér­­­stakar ráð­staf­­­anir verða gerðar til að skima fyrir smiti.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent