Trump ekki með kórónuveiruna

Forseti Bandaríkjanna hefur verið prófaður til að kanna hvort hann væri með COVID-19. Niðurstaðan er að svo er ekki.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, er ekki með kór­ónu­veiruna. Þetta kom fram í minn­is­blaði sem læknir Hvíta húss­ins birti í morg­un. 

Trump stað­­festi á blaða­manna­fund­i í gær að hann hefði und­ir­­geng­ist próf­­anir til að kanna hvort hann væri með COVID-19 og að nið­­ur­­stöðu væri að vænta á næstu tveimur sól­­­ar­hring­­um. Á­stæðan er sú að fjöl­miðla­­­full­­­trúi for­­­seta Bras­il­­­íu, sem var við­staddur fund hans með Trump á laug­­­ar­dag fyrir viku, hefur greinst með COVID-19. 

Nú liggur sú nið­ur­staða fyr­ir. Í minn­is­blaði lækn­is­ins, Sean P. Con­ley, segir að Trump sé með öllu ein­kenna­laus. 

Trump forð­að­ist að svara því beint í vik­unni hvort hann myndi láta prófa sig til að kanna hvort hann væri smit­að­ur. Hann gaf það svo til kynna á blaða­manna­fundi á föstu­dags­kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyð­ar­á­standi í Banda­ríkj­un­um, að hann myndi reyna að koma því að að láta prófa sig. 

Gripið hefur verið til fjöl­margra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að for­set­inn smit­ist. Meðal ann­ars er hiti allra sem koma í návígi við hann mæld­ur. Trump sjálfur hefur hins vegar átt erfitt með að til­einka sér ýmsar var­úð­ar­ráð­staf­anir eins og að hætta að taka í hend­urnar á fólki eða nota sama hljóð­nema og aðr­ir. 

Auglýsing
Á blaða­manna­fund­inum í gær við­ur­kenndi hann að handa­böndin væru ávani sem erfitt væri að venja sig af en að það væri gott að hætta þeim.

Smitum fjölgar og dreifast víða

Í morgun höfð­u 2.759 greinst smit­aðir í Banda­­ríkj­unum og 59 lát­ist vegna veirunn­­ar. Smit­aðir hafa greinst í Pu­er­to Rico, Was­hington D.C. og 49 ríkjum Banda­ríkj­anna.

Á blaða­­manna­fundi sem Trump og Pence héldu í gær kom fram að allir Banda­­ríkja­­menn myndu geta látið skima fyrir veirunni sem veld­ur COVID-19 sjúk­­dómnum án þess að greiða fyrir það.

Stefnt er að því að setja upp­ skimun­ar­stöðv­ar í stærstu dag­vöru­versl­un­­ar­keðjum Banda­­ríkj­anna og víð­­ar. 

Á sama fundi greind­i ­Mi­ke Pence frá því að ferða­­bannið til Banda­­ríkj­anna, sem tók gildi á mið­­nætti á laug­ar­dag, myndi frá og með mið­­nætti á mán­u­dag líka ná yfir Bret­land og Írland. Ríkin tvö voru upp­­haf­­lega und­an­skilin frá bann­inu þegar Don­ald Trump ­Banda­­ríkja­­for­­seti greindi frá því í síð­­­ustu viku. Ferða­­­bann­ið, sem á að standa yfir í 30 daga, virkar þannig að öllum íbúum landa sem til­­­heyra Schen­gen-­­­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­­­ópu, verður meinað að koma til Banda­­­ríkj­anna á tíma­bil­inu. Banda­rískir rík­­­is­­­borg­­­arar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Banda­­­ríkj­unum munu fá að ferð­­­ast ef þeir vilja en sam­­­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem birt var í kjöl­far yfir­­­lýs­ing­ar Trump um ferða­­­bannið á vef heima­varn­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins mun þeim banda­rísku far­þegum sem dvalið hafa á Schen­gen-­­­svæð­inu hleypt inn í landið í gegnum valda flug­­­velli þar sem sér­­­stakar ráð­staf­­­anir verða gerðar til að skima fyrir smiti.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent