Tveggja metra reglan verður felld úr gildi meðal skólabarna

Tveggja metra reglan mun ekki gilda í grunn- og leikskólum eftir að starfsemi þeirra fer í samt horf eftir 4. maí. Ástæðan er sú að nánast engin dæmi eru um það hér á landi að börn smiti aðra.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Margir virð­ast orðnir óþreyju­fullir að vita nákvæm­lega hvern­ig ­skóla- og íþrótta­starf barna verður eftir hinn marg­um­tal­aða dag, fjórða maí. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendi heil­brigð­is­ráð­herra í dag minn­is­blað ­með til­lögum að aflétt­ingu tak­mark­ana hvað þetta varð­ar. Hann vildi ekki ræða þær til­lögur sér­stak­lega á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag enda væri það heil­brigð­is­ráð­herra að ákveða útfærsl­una end­an­lega og birta aug­lýs­ingu þar um.

Frétta­maður Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar spurði engu að ­síður út í einn anga máls­ins enda hefur ákveð­ins mis­skiln­ings gætt varð­and­i ­fyr­ir­hug­aða útfærslu.

Auglýsing

Hann beindi orðum sínum til Þór­ólfs er hann spurði: Nú hafa al­manna­varnir sagt að skóla­hald geti farið fram með eðli­legum hætti á með­an ­mennta­mála­ráð­herra segir að tveggja metra reglan verði ennþá í gildi. Er ­mögu­legt að skóla­hald geti verið með eðli­legum hætti ef það er tveggja metra regla?

Þórólfur (snýr sér bros­andi að Víði Reyn­is­syni yfir­lög­reglu­þjón­i): „Vilt þú taka tvo metrana, Víð­ir?“

Víðir grípur bolt­ann og svar­ar: „Stundum er það þannig að þegar það er verið að vinna að verk­efnum og hlut­irnir ger­ast hratt þá stend­ur ­maður sig kannski ekki alveg nógu vel í upp­lýs­inga­miðl­un­inni. Ég held að það sé það sem hefur gerst í þessu til­felli. Við höfum ekki staðið okkur vel í að miðla upp­lýs­ingum til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins og þar af leið­andi hefur það ­byggt sín ummæli á því sem við sögðum um dag­inn.“

Víðir snýr sér svo að Þórólfi og heldur áfram: „En ­sótt­varna­læknir hefur farið yfir þetta og vill kannski útskýra betur af hverju hann telur ekki þörf á því að vera með tveggja metra regl­una í leik- og grunn­skól­u­m.“

Þórólf­ur: „Í minn­is­blaði mínu til heil­brigð­is­ráð­herra þá teljum við að leik- og grunn­skóla­starf geti farið fram með eðli­legum hætt­i, eins og það var áður. Við teljum að það sé erfitt að fram­fylgja tveggja metra ­regl­unni. Svo erum við líka búin að fá betri og meiri upp­lýs­ing­ar. 

Í fyrsta lagi að smit er mjög fátítt meðal barna yngri en tólf ára. [...] Það eru lík­a á­kveðnar vís­bend­ingar úr smitrakn­ing­unni um það að smit frá börnum til ann­arra, til dæmis full­orð­inna, er mjög fátítt og hefur nán­ast ekki verið skráð. Þannig að það eru fyrst og fremst full­orðnir sem eru að smita börn­in. Þannig að við teljum að börnin séu ekki þunga­miðjan í sótt­varna­ráð­stöf­unum eins og gildir um mjög marga aðra sjúk­dóma. Á þeim grunni teljum við að við getum aflétt þessum ­tak­mörk­unum á skóla­starfi í leik- og grunn­skóla og þar á meðal á þess­ari t­veggja metra reglu.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent