„Ofsalega mikil breyting framundan“

„Við finnum það enn betur en áður hvað er mikilvægt að tilheyra samfélagi,“ segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Á mánudag hefst hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum. Víðir Reynisson segir framhald faraldursins í okkar höndum.

Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Auglýsing

 „Auð­vitað gleðj­umst við núna og fögnum sér­stak­lega. Dag­legt líf barn­anna er að kom­ast í eðli­legt horf og við getum sett auk­inn kraft í skóla og frí­stunda­starf,“ sagði Þor­steinn Hjart­ar­son, sviðs­stjóri fjöl­skyldu­sviðs hjá sveit­ar­fé­lag­inu Árborg á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Gestir fund­ar­ins voru full­trúar frá öllum skóla­stigum og fjall­aði Þor­steinn um leik- og grunn­skóla­starf­ið.

Á mánu­dag, 4. maí, verða fyrstu skrefin í aflétt­ingu sam­komu­banns tek­in. Þá mun leik- og grunn­skóla­starf kom­ast í eðli­legt horf og fram­halds­skólar og háskólar sömu­leiðis geta opnað bygg­ingar sínar fyrir nem­endum með þeim fjölda­tak­mörk­unum og öðru sem áfram verður í gildi.

Auglýsing

Þor­steinn sagði það hafa mikla þýð­ingu fyrir börnin að geta eftir helgi farið saman út á skóla­lóð, í sund, íþróttir og list- og verk­grein­ar. „Svo það er ofsa­lega mikil breyt­ing framundan sem við gleðj­umst öll yfir.“

Mik­il­vægt væri að geta lokið skóla­starfi vetr­ar­ins með til­tölu­lega eðli­legum hætti. „Við þurfum svo að reyna að bretta upp ermar og finna takt­inn og koma aftur fersk í skól­ann í haust.“

Þor­steinn sagði að und­an­farnar vikur hefðu verið fullar af áskor­unum fyrir starfs­fólk, nem­endur og for­eldra. En lær­dóm­ur­inn væri að sama skapi mik­ill. „Við finnum það sér­stak­lega og enn betur en áður hvað er mik­il­vægt að til­heyra sam­fé­lagi. Öðl­ast skiln­ing á því að eiga góð sam­skipti því maður er manns gaman og allt það.“

Líkt og á öllum skóla­stigum hefur tæknin verið nýtt til kennslu meira en nokkru sinni. „Fólk hefur þurft að hugsa út fyrir boxið og þetta munum við þróa enn frek­ar.“ Sagði hann fjar­kennsl­una geta hentað ákveðnum hópum áfram, s.s. þeim sem þurfa að vera heima vegna lang­vinnra veik­inda og þeirra sem eru með skólaforð­un.

Allir hafi sýnt útsjón­ar­semi við afar erf­iðar aðstæð­ur. Það hafi þó gengið ótrú­lega vel að umbylta öllu skóla­starfi á mjög stuttum tíma. Hafi sumir haft það á orði að tengslin milli skóla og heim­ilis hafi styrkst í mörgum til­vik­um.

 „Kannski aðal lær­dóm­ur­inn felist í ákveð­inni ró og yfir­vegun í aðstæðum sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður.“ Gott upp­lýs­inga­streymi hafi skipt þar sköpum og það að virkja lausn­a­mið­aða hugs­un. Allir á Íslandi sjái nú hvað leik- og grunn­skólar skipta miklu máli fyrir allt sam­fé­lag­ið.

„Núna þarf að takast á við það sem framundan er af áræðni og kraft­i.“

Vernda þarf við­kvæma hópa og styðja for­eldra

En margt brennur á skóla­fólki að sögn Þor­steins. Því miður væru aðstæður á heim­ilum barna mis­jafnar og for­eldrar eiga mis­auð­velt með að styðja börn sín í nám­inu. Þannig hafi börn af erlendum upp­runa ekki fengið þá íslensku­kennslu sem þörf er á. Að þessum við­kvæmu hópum þurfi sér­stak­lega að huga.

Nú þarf að mati Þor­steins að beina áherslum náms­ins að þeim þáttum sem þola illa rof og þar er lestur efst á blaði. Mjög mik­il­vægt væri að kerfi ríkis og sveit­ar­fé­laga stilli saman sína strengi til að veita bæði nem­endum og for­eldrum sem á þurfi að halda aðstoð. Þar átti hann meðal ann­ars við félags­þjón­ust­una. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að hlúa að börn­unum og auka vellíðan þeirra.“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Lögreglan

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði á fund­inum að ákvörðun um að aflétta tak­mörk­unum í leik- og grunn­skólum væri tekin út frá þeim rann­sóknum sem hér hafa verið gerðar sem leitt hafi í ljós að eng­inn full­orð­inn hafi smit­ast af barni.

Hann minnti enn­fremur á að það væri skóla­skylda í land­inu og mjög mik­il­vægt væri að allir for­eldrar sæju til þess að börnin þeirra mættu í skól­ann á mánu­dag. Ef barn kemst ekki í skól­ann verði að láta skóla­yf­ir­völd vita.

Víðir sagði það mikið ánægju­efni að skóla­starf yngstu nem­end­anna væri að kom­ast í eðli­legt horf. Hann minnti hins vegar á að hjá öðrum hópum giltu enn ákveðnar tak­mark­an­ir, svo sem fjar­lægð­ar­mörk og fjölda­tak­mörk. Allir þyrftu svo áfram að huga að hrein­læti. „Fram­hald þessa verk­efnis er algjör­lega í okkar hönd­um, hvernig við vinum þetta saman mun ráða fram­hald­in­u.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent