Svínin kæfð eða skotin og kurluð niður

Bændur í Bandaríkjunum hafa orðið að kæfa svín sín í tugþúsundavís þar sem ekki er hægt að senda þau til slátrunar. Of þröngt er orðið í eldishúsum eftir að kjötvinnslum var lokað vegna hópsmita.

Svín á leið til slátrunar í flutningabíl.
Svín á leið til slátrunar í flutningabíl.
Auglýsing

Tug­þús­undir svína eru aflífuð með gasi á hverjum degi á búum í Banda­ríkj­un­um. Hópsmit hafa komið upp í hverri kjöt­vinnsl­unni á fætur annarri og ekki er hægt að flytja dýrin til slátr­un­ar. En þau halda áfram að stækka. Og það er orðið þröngt um þau í stí­un­um. Bændur hafa því gripið til þess að reyna að hægja á vexti svín­anna með því að hækka hita­stigið í hús­unum svo þau missi mat­ar­lyst­ina eða að breyta fóðr­inu svo það sé ekki eins girni­legt. Þá hafa þeir eytt fóstrum gylta, fyllt í holur veggja í eld­is­hús­unum og dælt koltví­sýr­ingi inn í þau þar til dýrin drep­ast. Einn bóndi íhugar að setja svínin í flutn­inga­bíl og dæla inn í hann gas­inu. Annar skaut svínin sín í höf­uð­ið. Það tók hann allan dag­inn.

Svín líkt og önnur dýr sem ræktuð eru til mat­ar, munu alltaf enda ævi sína í slát­ur­húsi og svo á diskum fólks. Á hverju ári er yfir 120 millj­ónum svína slátrað í Banda­ríkj­unum einum sam­an. Hver Banda­ríkja­maður (sem yfir höfuð borðar kjöt) borðar að með­al­tali 31 svín á lífs­leið­inni, tíu kýr (naut) og yfir 2.000 kjúklinga. Eft­ir­spurnin eftir kjöti er því mik­il.

Víðs­vegar um Banda­ríkin hafa komið upp hópsmit af COVID-19 í um 170 kjöt­vinnsl­um, oft risa­stórum fyr­ir­tækjum sem slátra tug­þús­undum dýra dag hvern. Smit­sjúk­dóma­stofnun lands­ins segir að yfir 5.000 starfs­menn hafi veikst hjá þessum fyr­ir­tækjum og að minnsta kosti 45 lát­ist. Í ljós hefur komið að í ein­hverjum þeirra var ekki gripið til ráð­staf­ana eftir að fyrstu smitin greindust og starfs­fólk­ið, oft inn­flytj­end­ur, unnu áfram hlið við hlið, not­uðu sömu bún­ings­klefa og sama mat­sal­inn. 

Auglýsing

Þannig var það til dæmis hjá hinu risa­vaxna fyr­ir­tæki Smit­hfi­eld í Suð­ur­-Da­kóta sem fram­leiðir um 5 pró­sent af öllu svína­kjöti sem neytt er í Banda­ríkj­un­um. Þar vinna um 3.500 manns og síð­ari hluta mars­mán­aðar kom þar upp fyrsta stað­festa smit­ið. Þó að starfs­menn­irnir vissu af því gátu þeir ekki hætt að mæta í vinn­una, ver­andi fyr­ir­vinna margra. Svo fór að lokum að Í kringum eitt þús­und þeirra fengu COVID-19. Og loks um miðjan apríl ákváðu stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins að hætta starf­semi tíma­bund­ið. „Það eru raun­veru­legar mann­eskjur á bak við allar vörur sem þú kaupir út í búð,“ segir Sara Tela­hun Birthe, dóttir eins starfs­manns Smit­hfi­eld. „Þetta fólk hefur verið mis­not­að.“

Alls hafa 38 kjöt­vinnslur hætt starf­semi allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vik­ur. Sér­fræð­ingar telja að und­an­farið hafi kjöt­fram­leiðsla í Banda­ríkj­unum dreg­ist saman um helm­ing af þessum sök­um. Þess sjást glögg merki í kjöt­borðum versl­ana um allt land­ið. Versl­un­ar­keðjan Costco hefur m.a. gripið til þess ráðs að skammta við­skipta­vinum kjöt, hver og einn má ekki kaupa nema þrjár kjöt­vörur í einu. Skyndi­bita­staðir Wendy‘s geta ekki selt ham­borg­ara.

Bandaríkjamenn borða að meðaltali 31 svín á lífsleiðinni Mynd: EPA

Þegar svín eru orðin 150-180 kíló eru þau orðin of þung fyrir búnað slát­ur­hús­anna. Þá verður að beita öðrum aðferðum til að drepa þau. „Á hverjum degi sem þú elur upp svín þá ertu að gera það svo það verði mat­ur,“ segir svína­bónd­inn Mike Boer­boom, í sam­tali við BBC. „Þú ert að rækta það til að setja það á borðið hjá ein­hverj­um. Til­hugs­unin um að þurfa að taka það sem átti að verða matur og henda því... það veldur manni ógleð­i.“

Bændur hafa orðið fyrir miklu fjár­hagstjóni en það er líka mörgum þeirra erfitt að fella dýr sín með þessum hætti. Flest búin eru í mið­ríkjum Banda­ríkj­anna á svæðum þar sem atvinnu­lífið er fábreytt. Lík­legt er að ein­hverjir bændur muni ekki sjá sér annað fært en að hætta búskap.

Í Iowa, þar sem svínabú eru flest í land­inu, þarf að öllum lík­indum að drepa um 600 þús­und svín utan slát­ur­húsa á næstu vik­um. Þegar hafa um 90 þús­und verið felld.

Hætta á mengun

Hópur þing­manna í Iowa hefur biðlað til stjórn­valda að veita bændum aðstoð, bæði við að fella dýrin og fjár­hags­lega. Þeir vilja einnig að svína­bændur fái áfalla­hjálp. Ef bændur fá ekki aðstoð við að „grisja hjarð­irn­ar“ þá gæti það, að mati þing­mann­anna, haft áhrif á heilsu dýranna, skapað umhverf­isvá og að fjöl­margir bændur muni bregða búi.

Svín eru ekki einu dýrin sem þjást í þessu ástandi þó að þau, stærðar sinnar vegna, séu fyrstu fórn­ar­lömb­in. Hænsna- og eggja­bændur eru einnig farnir að drepa dýrin í eld­is­hús­un­um. Millj­ónir kjúklinga hafa verið kæfðar með koltví­sýr­ingi.

Ástandið hefur opnað augu manna fyrir því hvað slátrun dýra og vinnsla kjöts hef­ur  á síð­ustu árum færst á hendur fárra og risa­stórra fyr­ir­tækja. Þegar þau svo verða að hætta rekstri tíma­bundið eiga bændur engra ann­arra kosta völ.

Í grein New York Times kemur fram að fjölda­fram­leiðsla á svínum sé þannig að dýrin séu alin í eld­is­húsum í hálft ár eða þar til þau ná um 130 kílóum að þyngd. Þá eru þau send til slátr­un­ar. Ef þau eru mikið þyngri er ekki hægt að hengja skrokka þeirra upp á fram­leiðslu­línur slát­ur­hús­anna.  

Risa­vaxin bú og risa­vaxnar kjöt­vinnslur

Einnig hefur nú ber­sýni­lega komið í ljós hversu stór svínabú eru orð­in. Rúm­lega 98 pró­sent allra svína eru alin upp á stór­bú­um, þ.e. búum þar sem alin eru hverju sinni hund­rað svín eða fleiri. Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa bent á að eftir því sem búin stækka eykst hætta á því að svín­unum líði verr. Afhjúpað hefur verið að á búum sé gylt­unum haldið í þröngum stíum, fjarri grísum sín­um.

Þau gagn­rýna nú, þegar millj­ónir dýra verða ekki færð til slátr­unar í við­ur­kenndum slát­ur­hús­um, að kjöt­iðn­að­ur­inn hafi ekki átt til neinar neyð­ar­á­ætl­anir til að bregð­ast við ástandi sem þessu. Fjölda­fram­leiðsla hafi þurrkað út mann­úð­ina við upp­eldi og slátrun dýr­anna.

Bændur eru nú margir orðnir uppi­skroppa með pláss. Rækt­unin gengur út á það að slátra reglu­lega svo færa megi aðra kyn­slóð grísa inn í hús­in. Bónd­inn Boer­boom hefur reynt að kom­ast hjá því að fella svínin í eld­is­hús­un­um. Hann hefur meðal ann­ars selt þau á Face­book. Hann segir að í síð­ustu viku  hafi maður einn keypt 48 svín af honum og flutt þau til slátr­ara í Wiscons­in. Kjötið hafi svo verið gefið til sam­taka sem útdeila mat til þurf­andi. Veiði­menn, sem kunna til verka við slátr­un, hafa einnig keypt nokkur dýr af hon­um.

Á stórum búum er oft þröngt um dýrin og gylturnar fá ekki að hafa grísina sína hjá sér. Mynd: PETA

En stærstu dýrin þarf að drepa. Og einnig þau minnstu. Nokkrir bændur í Iowa eiga saman gyltur til undan­eld­is. Þeir tóku þá erf­iðu ákvörðun í sam­ein­ingu að lóga grís­un­um. Síðan þá hafa um 125 grísir verið drepnir á viku, sumir þeirra strax eftir got. Einn bænd­anna, Dean Meyer, segir í sam­tali við New York Times að hann viti ekki hvernig grís­irnir voru drepn­ir. Hann vilji ekki vita það. „Þetta gengur algjör­lega gegn öllum okkar gild­um,“ segir Meyer. „Hin nátt­úru­lega leið er að halda öllu á lífi og hugsa eins vel um [dýr­in] og við get­u­m.“

Eitt þeirra vanda­mála sem bændur glíma við er hvernig eigi að losa sig við hræ svín­anna eftir að þau eru drep­in. Þeir segja minna mál að losa sig við smáa grísi en risa­stór svín eru annað mál. Ótt­ast er að ef ekki verði rétt að málum staðið geti mengun borist í ár, lækni og vötn.

Í Minnesota hafa heil­brigð­is­yf­ir­völd leigt stór land­svæði þar sem grafa á hræ­in. Á hverjum degi koma þangað stórir flutn­inga­bíl­ar, fullir af svíns­hræj­um. Hræin eru svo hökkuð niður í vél sem almennt er notuð er við að kurla niður tré.

Í miðjum far­aldri kór­ónu­veiru hefur neysla á vegan-­fæði marg­fald­ast víða – í Banda­ríkj­unum um 280 pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Skýr­ing­arnar eru marg­vís­legar en ein er talin fel­ast í því að fólk hefur farið að íhuga fæðu­val sitt í kjöl­far heims­far­ald­urs sem á upp­tök sín í dýr­um. Þegar fólk fór að hamstra mat vegna far­ald­urs­ins, áður en kjöt­skorts­ins varð vart, jókst sala á kjöti hlut­falls­lega minna en ann­arra mat­vara.

 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar