Tveir mánuðir án rafmagns frá kolum í Bretlandi

Endurnýjanlegir orkugjafar hafa sótt í sig veðrið í Bretlandi á undanförnum árum. Minnkandi eftirspurn eftir rafmagni í kórónuveirufaraldrinum hefur minnkað hlutdeild kolavera í orkuframleiðslu víða um lönd.

Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Auglýsing

Bretar hafa ekki brennt kol til að framleiða rafmagn í tvo mánuði. Aldrei hefur rafmagnsframleiðsla Breta verið kolalaus í jafn langan tíma en fyrra met var sett í júní í fyrra, þá komust Bretar hjá því að nota kol í rúmlega 18 daga samfleytt. 

Í frétt BBC segir að við upphaf útgöngubanns í Bretlandi hafi eftirspurn eftir rafmagni minnkað töluvert og umsvif orkuvera þar í landi í kjölfarið. Kolaverin fjögur sem enn starfa í landinu voru með þeim fyrstu til að stöðva starfsemi sína og hlé varð á starfsemi síðasta kolafnsins á miðnætti 9. apríl. 

En kórónuveirufaraldurinn er ekki eina ástæðan fyrir minnkandi hlutdeild kola á breskum orkumarkaði. Mikið púður hefur verið lagt í að breyta orkuframleiðslu á Bretlandi á síðustu áratugum með það að leiðarljósi að auka vægi endurnýjanlegra orkugjafa. Til að mynda eru stærstu vindorkugarðar á sjó breskir.

Auglýsing

Fyrir tíu árum síðan var 40 prósent af allri raforku í Bretlandi framleidd í kolaverum. Það sem af er ári er samanlögð hlutdeild jarðefnaeldsneytis í breskri orkuframleiðslu 35 prósent, þar vegur jarðgas þyngst. Til samanburðar er hlutur endurnýjanlegra orkugjafa 37 prósent, hlutur kjarnorku 18 prósent og restin, um tíu prósent, er innflutt orka frá Evrópu.

Kolin víðar á niðurleið

Minnkandi eftirspurn eftir raforku hefur minnkað hlutdeild kola í raforkuframleiðslu víðar en í Bretlandi. Samkvæmt umfjöllun BBC er það álit sérfræðinga í orkumálum að kolin munu ekki ná fyrri styrk að kórónuveirufaraldrinum liðnum.

Í Bandaríkjunum hefur endurnýjanleg orka tekið fram úr kolum í fyrsta sinn í ár, þrátt fyrir tilraunir Donalds Trumps til að styðja við bakið á greininni. Fyrir áratug var tæplega helmingur bandarískrar raforku framleiddur með kolum. 

Endurnýjanleg orka hefur orðið ódýrari

Sömu sögu er að segja á Indlandi, þrátt fyrir að Indverjar séu sú þjóð sem aukið hafa raforkuframleiðslu með kolum hve mest á nýliðnum árum. Ástæðan fyrir minnkandi kolanotkun þar í landi má aðallega rekja til útgöngubanns sem sett var á vegna útbreiðslu COVID-19. Það sem helst vekur athygli hagfræðinga er að kolaverin taka mun meiri skell heldur en orkuver sem framleiða orku á umhverfisvænni hátt.

Ástæðan fyrir því að kolin eiga á brattan að sækja er einfaldlega jaðarkostnaður, segir í áðurnefndri umfjöllun BBC. Þegar búið er að ráðast í fjárfestingar í orkuverum er framleiðsla þeirra orkuvera sem framleiða sitt rafmagn með sólarorku, vindi eða vantsorku ódýrari heldur en þeirra sem þurfa að brenna jarðefnaeldsneyti. Þá hefur kostnaður við uppbyggingu orkuvera sem virkja endurnýjanlega orku lækkað á síðustu árum og getur oft á tíðum verið lægri heldur en uppbygging nýs kolavers.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent