Tveir mánuðir án rafmagns frá kolum í Bretlandi

Endurnýjanlegir orkugjafar hafa sótt í sig veðrið í Bretlandi á undanförnum árum. Minnkandi eftirspurn eftir rafmagni í kórónuveirufaraldrinum hefur minnkað hlutdeild kolavera í orkuframleiðslu víða um lönd.

Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Endurnýjanlegir orkugjafar eru farnir að saxa á hlutdeild kolabrennslu víða um heim.
Auglýsing

Bretar hafa ekki brennt kol til að fram­leiða raf­magn í tvo mán­uði. Aldrei hefur raf­magns­fram­leiðsla Breta verið kola­laus í jafn langan tíma en fyrra met var sett í júní í fyrra, þá komust Bretar hjá því að nota kol í rúm­lega 18 daga sam­fleytt. 

Í frétt BBC segir að við upp­haf útgöngu­banns í Bret­landi hafi eft­ir­spurn eftir raf­magni minnkað tölu­vert og umsvif orku­vera þar í landi í kjöl­far­ið. Kola­verin fjögur sem enn starfa í land­inu voru með þeim fyrstu til að stöðva starf­semi sína og hlé varð á starf­semi síð­asta kolafns­ins á mið­nætti 9. apr­íl. 

En kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er ekki eina ástæðan fyrir minnk­andi hlut­deild kola á breskum orku­mark­aði. Mikið púður hefur verið lagt í að breyta orku­fram­leiðslu á Bret­landi á síð­ustu ára­tugum með það að leið­ar­ljósi að auka vægi end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. Til að mynda eru stærstu vind­orku­garðar á sjó bresk­ir.

Auglýsing

Fyrir tíu árum síðan var 40 pró­sent af allri raf­orku í Bret­landi fram­leidd í kola­ver­um. Það sem af er ári er sam­an­lögð hlut­deild jarð­efna­elds­neytis í breskri orku­fram­leiðslu 35 pró­sent, þar vegur jarð­gas þyngst. Til sam­an­burðar er hlutur end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa 37 pró­sent, hlutur kjarn­orku 18 pró­sent og rest­in, um tíu pró­sent, er inn­flutt orka frá Evr­ópu.

Kolin víðar á nið­ur­leið

Minnk­andi eft­ir­spurn eftir raf­orku hefur minnkað hlut­deild kola í raf­orku­fram­leiðslu víðar en í Bret­landi. Sam­kvæmt umfjöllun BBC er það álit sér­fræð­inga í orku­málum að kolin munu ekki ná fyrri styrk að kór­ónu­veiru­far­aldr­inum liðn­um.

Í Banda­ríkj­unum hefur end­ur­nýj­an­leg orka tekið fram úr kolum í fyrsta sinn í ár, þrátt fyrir til­raunir Don­alds Trumps til að styðja við bakið á grein­inni. Fyrir ára­tug var tæp­lega helm­ingur banda­rískrar raf­orku fram­leiddur með kol­u­m. 

End­ur­nýj­an­leg orka hefur orðið ódýr­ari

Sömu sögu er að segja á Ind­landi, þrátt fyrir að Ind­verjar séu sú þjóð sem aukið hafa raf­orku­fram­leiðslu með kolum hve mest á nýliðnum árum. Ástæðan fyrir minnk­andi kola­notkun þar í landi má aðal­lega rekja til útgöngu­banns sem sett var á vegna útbreiðslu COVID-19. Það sem helst vekur athygli hag­fræð­inga er að kola­verin taka mun meiri skell heldur en orku­ver sem fram­leiða orku á umhverf­is­vænni hátt.

Ástæðan fyrir því að kolin eiga á brattan að sækja er ein­fald­lega jað­ar­kostn­að­ur, segir í áður­nefndri umfjöllun BBC. Þegar búið er að ráð­ast í fjár­fest­ingar í orku­verum er fram­leiðsla þeirra orku­vera sem fram­leiða sitt raf­magn með sól­ar­orku, vindi eða vantsorku ódýr­ari heldur en þeirra sem þurfa að brenna jarð­efna­elds­neyti. Þá hefur kostn­aður við upp­bygg­ingu orku­vera sem virkja end­ur­nýj­an­lega orku lækkað á síð­ustu árum og getur oft á tíðum verið lægri heldur en upp­bygg­ing nýs kola­vers.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent