Vísbendingar um smit frá einkennalausum hunsaðar í tvo örlagaríka mánuði

Þegar sýkt en einkennalaust fólk er smitandi gerir það baráttuna gegn útbreiðslu smitsjúkdóms, augljóslega, erfiðari. En þegar grunur vaknaði um að þetta væri að eiga sér stað með nýju kórónuveiruna hunsuðu heilbrigðisyfirvöld það í margar vikur.

Ef hlustað hefði verið á þá sem töldu veiruna berast út á meðal einkennalausra hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum.
Ef hlustað hefði verið á þá sem töldu veiruna berast út á meðal einkennalausra hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum.
Auglýsing

Fyrsta til­felli nýju kór­ónu­veirunnar í Þýska­landi greind­ist 27. jan­ú­ar. Þetta kom lækni sjúk­lings­ins mjög á óvart. Sjúk­ling­ur­inn, sem var eig­andi bíla­parta­sölu, hefði aðeins getað smit­ast af einum manni: Við­skipta­fé­laga frá Kína sem hafði komið í heim­sókn. En sá hafði engin ein­kenni sýnt.Lækn­ir­inn Camilla Rot­he, átti því erfitt með að trúa þessu. Hún taldi á þessum tíma ómögu­legt að ein­kenna­laus við­skipta­fé­lag­inn hefði getað borið veiruna í þýska bíla­parta­sal­ann. Nokkrum dögum eftir að hann snéri heim til Kína fór hann hins vegar að finna ein­kenni. Og greind­ist svo með veiruna.Í ítar­legri frétta­skýr­ingu New York Times, þar sem farið er yfir hvað var vitað um hegðun og eðli kór­ónu­veirunnar og hvenær, kemur fram að í lok jan­úar töldu vís­inda­menn almennt enn að þessi nýja veira smit­að­ist aðeins frá fólki sem sýndi ein­kenni. Þá ályktun drógu þeir af því að hún var skyld veirunni sem olli SARS sautján árum áður en í hennar til­viki voru aðeins þeir sem voru með ein­kenni sýk­ing­ar­innar smit­andi.

AuglýsingRothe rifjar upp í sam­tali við New York Times að vís­inda­menn, sem höfðu mun meiri þekk­ingu en hún sjálf á kór­ónu­veirum, höfðu á þessum tíma verið þess full­vissir að aðeins fólk með ein­kenni (hita, hósta o.s.frv.) gæti borið hina nýju veiru í aðra.Rothe er smit­sjúk­dóma­læknir á háskóla­sjúkra­hús­inu í Munchen. Að henni lædd­ist sú hugsun að ef vís­inda­menn­irnir hefðu rangt fyrir sér, ef við­var­anir yfir­valda um að fólk með ein­kenni ætti að halda sig heima, að nóg væri að mæla hita flug­far­þega og þar fram eftir göt­un­um, væru svo byggðar á orðum þess­ara vís­inda­manna, gætu afleið­ing­arnar orðið ham­fara­kennd­ar. Ef ein­kenna­lausir gætu smitað ætti jafn­vel að biðja alla að ganga með grímur meðal almenn­ings. Og setja miklar hömlur á ferða­lög fólks.

Fyrst til vekja athygli á mál­inuLækn­ir­inn Rothe og hennar sam­starfs­menn voru meðal þeirra fyrstu í heim­inum sem vör­uðu við því að nýja kór­ónu­veiran gæti smit­ast frá ein­kenna­laus­um. En lítið mark var tekið á þeim. Og jafn­vel ekki þó að vís­bend­ingar frá fleirum bentu til hins sama.Vikum saman gáfu stjórn­mála­menn og heil­brigð­is­yf­ir­völd ábend­ingum Rothe og félaga engan gaum. Á sama tíma var ein­kenna­laust fólk, sem enga hug­mynd hafði um að það væri smit­að, að breiða veiruna út á ýmsum sam­komum; í kirkj­um, á fót­bolta­leik­vöngum og á bar á skíða­svæði í Aust­ur­ríki.Í grein New York Times kemur fram að á við­tölum við lækna og annað heil­brigð­is­starfs­fólk í mörgum löndum megi sjá að í tvo örlaga­ríka mán­uði afneit­uðu stjórn­mála­menn og heil­brigð­is­yf­ir­völd á vest­ur­löndum nið­ur­stöðum þýsku lækn­anna eða drógu veru­lega úr mik­il­vægi þeirra. Á það er bent að í stað­inn hafi starfs­menn stofn­ana á borð við Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina og Evr­ópsku smit­sjúk­dómstofn­un­ina gefið út ráð­legg­ing­ar, stundum mis­vísandi, um hið gagn­stæða: Af ein­kenna­lausum staf­aði lítil hætta.Seina­gang­ur­inn getur átt sér ýmsar skýr­ing­ar. Þær geta til dæmis falist í sam­keppni milli vís­inda­manna eða því að nið­ur­stöð­urnar hafi ekki verið nægi­lega und­ir­byggðar svo að mark væri tekið á þeim. En ein skýr­ing­in, og sú sem margir hall­ast að, er sú að yfir­völd og stjórn­mála­menn vissu að ef þetta væri raun­in, að ein­kenna­lausir væru smit­andi, þyrfti að grípa til mun rót­tæk­ari aðgerða til að hægja á útbreiðsl­unni. Aðgerða sem myndu lama hag­kerfi heims­ins. WHO hafði verið gagn­rýnd nokkuð harð­lega í kjöl­far SARS. Þá þótti stofn­unin bregð­ast óþarf­lega hart við og að afleið­ing­arnar á efna­hags­líf heims­ins hafi verið meiri en ástæða var til. Margir segja WHO  því hafa verið hik­andi þegar COVID-19 spratt fram á sjón­ar­svið­ið.

Manns­lífum fórn­að?Í grein New York Times segir að ómögu­legt sé að meta hversu mörgum manns­lífum hefði verið hægt að bjarga ef gripið hefði verið til harðra aðgerða strax  og vit­neskja um þessa hegðun veirunnar kom fram. Vitnað er í nið­ur­stöður lík­inda­rann­sókna sem benda til að hægt hefði verið að bjarga þús­undum manns­lífa. Þá er bent á að lönd á borð við Singapúr og Ástr­alíu hafi gengið betur en mörgum öðrum að halda far­aldr­inum í skefjum vegna þess að fljótt var gripið til umfangs­mik­illar sýna­töku, smitrakn­ingar og ferða­tak­markanna.

Í dag er öllum orðið ljóst að fólk sem virð­ist heil­brigt en er engu að síður með veiruna, getur verið smit­andi. Hins vegar er ekki vitað hversu stóran þátt slík smit hafa átt í útbreiðslu far­ald­urs­ins. Rann­sóknir á þessu sem gerðar hafa verið hingað til eru ekki sam­hljóða. Í þeim er ýmist talið að 30 pró­sent smita hafi borist frá ein­kenna­lausum eða jafn­vel 60 pró­sent þeirra.

WHO lengi að taka við sér

Í byrjun mars var WHO enn að halda því fram að smit frá ein­kenna­lausum væru fágæt. En þá voru vís­inda­menn víða farnir að sjá allt annað blasa við. Evr­ópsk sótt­varna­yf­ir­völd voru þó farin að hall­ast að þessu og sann­færð­ust loks um það í þeim mán­uði. Það gerðu þau banda­rísku líka í lok mars og end­ur­skoð­uðu t.d. til­mæli sín um notkun and­lits­gríma. 

WHO tók seinna við sér og enn er stofn­unin að senda frá sér mis­vísandi skila­boð. Í grein New York Times er bent á að snemma í júní hafi einn yfir­manna stofn­un­ar­innar end­ur­tekið það sjón­ar­mið sitt að smit frá ein­kenna­lausum væri „mjög sjald­gæft“. Læknar um allan heim mót­mæltu þessu og gaf stofn­unin síðar út að þessi orð hefðu verið á mis­skiln­ingi byggð. Hins vegar hafa starfs­menn hennar á það bent að enn eigi eftir að skilja smit­leið­irnar til fulln­ustu – hverjir smita helst og hvenær eftir að þeir sjálfir hafa sýkst.Hópsmit hafa brotist út meðal starfsmanna sláturhúsa og kjötvinnslustöðva víðs vegar um heiminn. Mynd: EPA

Í dag hafa yfir tíu millj­ónir manna um heim allan greinst með veiruna. Það er mikið van­mat þar sem sýna­tökur eru mjög mis­öflugar í hverju landi fyrir sig og ekki eru nið­ur­stöður allra þeirra gefnar út opin­ber­lega. Stað­fest er að rétt tæp­lega hálf milljón manna hefur lát­ist vegna COVID-19 á heims­vísu.Enn fjölgar smitum hratt. Í gær greindust fleiri smit í Banda­ríkj­unum á einum degi en nokkru sinni fyrr. Sömu sögu er að segja frá Afganist­an. Í fleiri löndum bár­ust fréttir af snöggri fjölgun smita í gær.Hópsmit hafa nýverið brot­ist út í kjöt­vinnslu­stöð í Þýska­landi, í kirkju í Suð­ur­-Kóreu, á mark­aði í Pek­ing og á sjúkra­húsi á Ítalíu – svo  dæmi séu tek­in. Öll urðu þau eftir að slakað var á tak­mörk­unum á sam­komum og ferða­lögum íbú­anna og eftir að yfir­völd lýstu því yfir að far­ald­ur­inn væri í rén­un.Margir ótt­ast að önnur bylgja far­ald­urs COVID-19 sé í þann veg­inn að hefjast, skömmu eftir aflétt­ingar tak­markanna sem hægðu á öllu efna­hags- og félags­lífi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent