Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun

Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Aðilar sem fylgj­ast með fjár­mála­mark­aði hafa sumir hverjir furðað sig á því að áfram sé verslað með hluta­bréf í Icelandair Group, eftir að fyr­ir­tækið greindi frá því að mögu­lega þyrfti það að óska eftir greiðslu­stöðvun ef samn­inga­við­ræður við ýmsa hag­að­ila ganga ekki að ósk­um. 

Ekki verður þó lokað tíma­bundið fyrir við­skipti með bréf félags­ins nema grunur liggi fyrir um ójafn­ræði þegar kemur að aðgangi að inn­herj­a­upp­lýs­ing­um, sam­kvæmt skrif­legu svari Kaup­hallar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þar segir að grunn­við­mið hjá mörk­uðum Nas­daq sé að hafa alltaf opið fyrir við­skipti, enda felist í því mikil fjár­festa­vernd. „Það er mik­il­vægt að fjár­festar eigi þess kost að stýra áhættu með kaupum og söl­um, þrátt fyrir svipt­ingar í verð­myndun eða óvissu­á­stand sem kann að vera upp­i,“ segir í svari Kaup­hall­ar­inn­ar.

Sama svar og í maí

Fjallað var um hið sama í Frétta­blað­inu í maí­mán­uði, þegar Icelandair hafði kynnt áform sín um að leita heim­ildar til þess að ráð­ast í hluta­bréfa­út­boð í sumar og safna þar allt að 29 millj­örðum króna. 

Við­mæl­endum þess blaðs þótti þá, rétt eins og við­mæl­endum Kjarn­ans nú, skjóta skökku við að bréf félags­ins hefðu ekki verið athug­un­ar­merkt eða að ekki væri lokað fyrir við­skipti með þau tíma­bund­ið. Þá hafði Kaup­höllin nærri orð­rétt sama svar.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­skipta­yf­ir­liti Kaup­hall­ar­innar fyrir júní­mánuð voru flest við­skipti með bréf Icelandair af öllum fyr­ir­tækj­unum sem skráð eru á markað hér á landi, alls 641 tals­ins. Velta með bréfin hefur þó verið lítil und­an­far­ið.

Margt þarf að ganga upp á næstu vikum

Icelandair lýsti því yfir á mánu­dags­morgun kl. 8:45 með til­kynn­ingu til Kaup­hallar að ekki hefði enn tek­ist að ná sam­komu­lagi við leigusala, Boeing og færslu­hirði félags­ins eins og stefnt hafði verið að. Því var ákveðið að fresta hluta­fjár­út­boði félags­ins fram í ágúst og reyna að áfram að ná sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins.

Í til­­kynn­ing­unni sagði að félagið ynni nú með íslenskum stjórn­­völd­um, Íslands­­­banka og Lands­­bank­an­um, sem báðir eru í eigu íslenska rík­­is­ins og eru stærstu inn­­­lendu kröf­u­hafar flug­­­fé­lags­ins, við útfærslu rík­­is­á­­byrgðar á láni til félags­­ins.

„Lána­­fyr­ir­greiðsla íslenskra stjórn­­­valda verður þó meðal ann­­ars háð sam­komu­lagi við kröf­u­hafa og að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Flug­fé­lagið sagði að við­ræður gætu skilað nið­ur­stöðu fljót­lega, ef þær héldu áfram á upp­byggi­legum nót­um, en ef svo færi að samn­inga­við­ræður skil­uðu ekki til­ætl­uðum árangri myndi félagið þurfa að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu án aðkomu íslenskra stjórn­valda, sem hafa veitt vil­yrði fyrir lána­línum til flug­fé­lags­ins að því gefnu að allt annað í þessu púsli gangi upp.

Í til­kynn­ing­unni sagði að slíkt end­ur­skipu­lagn­ing­ar­ferli gæti tekið allt að tólf mán­uði og að  „á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjár­­­mögn­un­­ar­að­ila félags­­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent