Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum

Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.

Fé á leið til slátrunar.
Fé á leið til slátrunar.
Auglýsing

Ef slát­ur­hús á Íslandi yrði óstarf­hæft af ein­hverjum ástæðum yrði fyrsti kost­ur­inn vænt­an­lega alltaf sá að senda dýr til slátr­unar í annað slát­ur­hús, segir Kristín Silja Guð­laugs­dótt­ir, sér­greina­dýra­læknir heil­brigð­is­eft­ir­lits hjá Mat­væla­stofnun (MAST).



Hópsmit af kór­ónu­veirunni hafa komið upp meðal starfs­manna í fjölda slát­ur­húsa um allan heim, m.a. víðs vegar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, með þeim afleið­ingum að þurft hefur að loka þeim og drepa dýrin á bæjum þar sem þau eru alin. Oft er um risa­vaxin slát­ur­hús að ræða þar sem tugum þús­unda svína og ann­arra dýra er slátrað á hverjum degi. Sér­fræð­ingar hafa bent á að í slíkum verk­smiðjum séu kjörað­stæður fyrir nýju kór­ónu­veiruna: Þar er loftið kalt og rakt og starfs­menn standa þétt saman við störf sín.



Kristín Silja segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að ólík­legt sé að til þess myndi koma að aflífa þyrfti heil­brigð dýr hér á landi ann­ars staðar en í slát­ur­húsi. Kæmi hins vegar upp sú staða er bændum heim­ilt að aflífa sín eigin dýr svo fremi sem það sé gert á „mann­úð­legan hátt með við­ur­kenndum aflíf­un­ar­að­ferð­u­m“. Einnig geta bændur að sögn Krist­ínar leitað til sjálf­stætt starf­andi dýra­lækna og óskað eftir aðstoð þeirra við aflífun dýra sinna.

Auglýsing


„Af og til þarf að aflífa hópa dýra vegna sjúk­dóma, svo sem ali­fugla vegna stað­fests salmon­ellu­smits í eldi eða sauðfé vegna rið­u­nið­ur­skurð­ar,“ segir Krist­ín. „Slík aflífun fer alltaf fram sam­kvæmt leið­bein­ingum Mat­væla­stofn­unar og undir eft­ir­liti henn­ar“.



Við­ur­kenndum aflíf­un­ar­að­ferðum er lýst í I. við­auka við reglu­gerð 911/2012 um vernd dýra við aflíf­un. Að sögn Krist­ínar er heim­ilt að nota þær aðferðir sem þar er lýst við neyð­ar­af­lífun utan slát­ur­húsa. Hún bendir þó á að bændur hafi sjaldan aðra kosti en pinna­byssu til að aflífa stór­gripi.

Ákveðnum aðferðum má samkvæmt reglugerðinni beita til að aflífa smágrísi.



Þær aðferðir sem beita má við aflífun dýra eftir teg­undum þeirra eru eft­ir­far­andi:

  • Tæki með pinna sem gengur inn í heil­ann. Þetta veldur alvar­legum og var­an­legum skaða á heila af völdum höggs og inn­ferðar pinna. Aðferð­inni má beita á allar dýra­teg­und­ir.
  • Tæki með pinna sem gengur ekki inn í heil­ann. Þetta veldur alvar­legum skaða á heila af völdum höggs frá pinna sem gengur ekki inn í heil­ann. Þessa aðferð má aðeins nota á ali­fugla utan slát­ur­húss.
  • Skot­vopn með lausu skoti. Má nota á allar teg­undir utan slát­ur­húsa.
  • Möl­un. Allt dýrið er malað taf­ar­laust. Aðferð­inni má beita á kjúklinga allt að 72 klukku­stunda gamla og óklakta unga í eggj­um.
  • Snúið úr háls­lið. Þá er háls­inn teygður og und­inn með vél­rænum hætti eða með handafli, þannig að blóð­þurrð verður í heila. Aðferð­inni má beita á ali­fugla með líf­þyngd sem er allt að 5 kg.
  • Högg á haus­inn. Fast og nákvæmt högg á haus­inn sem veldur alvar­legum skaða á heila. Aðferð­inni má beita á smá­grísi, lömb, kiðlinga, loð­dýr og ali­fugla með líf­þyngd sem er allt að 5 kg.
  • Deyf­ing með raf­straumi sem fer ein­ungis í gegnum haus­inn. Raf­straumur er lát­inn fara gegnum heil­ann og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti. Allar teg­und­ir.
  • Deyf­ing með raf­straumi sem er lát­inn fara gegnum dýrið frá hausi til skrokks. Raf­straumur er lát­inn fara gegnum skrokk­inn og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti sam­tímis því að hjartað flöktir eða stöðvast. Aðferð­inni má beita á allar teg­und­ir.
  • Vatns­bað. Raf­straumur er lát­inn fara með vatns­baði gegnum allan skrokk­inn og þannig kemur fram almenn floga­veiki­virkni á heila­riti og hjartað kann að flökta eða stöðvast. Má beita á ali­fugla.
  • Koltví­sýr­ingur í miklum styrk. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru beint eða smám saman látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þétt­ar. Aðferð­inni má beita við aðrar aðstæður en slátrun að því er varðar ali­fugla og svín.
  • Koltví­sýr­ingur í tveimur áföng­um. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru fyrst látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur allt að 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi og því næst, eftir að dýrin hafa misst með­vit­und, af gas­blöndu með meiri styrk koltví­sýr­ings. Má beita á ali­fugla.
  • Koltví­sýr­ingur ásamt óhvarf­gjörnum gas­teg­und­um.  Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu, sem inni­heldur allt að 40 pró­sent af koltví­sýr­ingi ásamt óhvarf­gjörnum gas­teg­und­um, sem veldur súr­efn­is­skorti. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, sekkj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þétt­ar, á ali­fugla og svín.
  • Óhvarf­gjarnar gas­teg­und­ir. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru beint eða smám saman látin verða fyrir váhrifum af blöndu óhvarf­gjarnra gas­teg­unda, t.d. argons eða köfn­un­ar­efn­is, sem veldur súr­efn­is­skorti. Þess­ari aðferð má beita í gryfj­um, sekkj­um, göng­um, gámum eða bygg­ingum sem áður hafa verið gerðar loft­þéttar á svín og ali­fugla.
  • Hreinn kol­sýr­ing­ur. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 4 pró­sent af kol­sýr­ingi. Aðferð­inni má beita á Loð­dýr, ali­fugla og smá­grísi.
  • Kol­sýr­ingur ásamt öðrum gas­teg­und­um. Dýr, sem eru með með­vit­und, eru látin verða fyrir váhrifum af gas­blöndu sem inni­heldur meira en 1 pró­sent af kol­sýr­ingi ásamt öðrum eitr­uðum gas­teg­und­um. Má beita á  loð­dýr, ali­fugla og smá­grísi.
Sundurskorinn lambaskrokkur. Mynd: Af vef Matís



Hvað varðar slát­ur­húsin sjálf, sem fylgja þurfa ströngum skil­yrðum við slátrun dýra, segir Kristín að þau starfi hvert og eitt eftir eigin við­bragðs­á­ætl­un. Í slíkri áætlun er skipu­lagt hvernig slát­ur­húsið bregst við ef upp kemur smit hjá starfs­manni húss­ins, þannig að tryggja megi að starf­semin skerð­ist sem minnst.

Jafn­framt hefur Mat­væla­stofnun sína eigin við­bragðs­á­ætlun. Þar er meðal ann­ars gerð áætlun um hvernig brugð­ist er við for­fall­ist eft­ir­lits­dýra­læknir í slát­ur­húsi vegna sýk­ingar af COVID-19. Að sögn Krist­ínar hefur ekki komið til þess að grípa þyrfti til þess að finna stað­gengil fyrir eft­ir­lits­dýra­lækni í slát­ur­húsi í far­aldr­inum hingað til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent