Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?

Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.

Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Auglýsing

Lík­legra þykir að fá ný kór­ónu­veirusmit valdi því að alvar­legum til­fellum hefur fækkað heldur en að veiran hafi stökk­breyst og sé orðin veik­ari. Þetta kemur fram í nýju svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands þar sem skoðað er hvort að kór­ónu­veiran sé að missa styrk sinn og verða minna sýk­ing­ar­hæf. 

Í svar­inu er meðal ann­ars vitnað í Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni sem sagði á blaða­manna­fundi þann 25. maí síð­ast­lið­inn að það sem helst ein­kenndi þá sem greinst hefðu af veirunni dag­ana á undan væri það að þeir ein­stak­lingar væru ekki mikið veik­ir. Þegar þarna var komið við sögu hafði nýgreindum smitum fækkað all­veru­lega.

„Það gæti verið að þetta séu ein­stak­lingar sem hafi verið búnir með sín veik­indi. Það gæti líka verið að það sé ein­hver þróttur að fara úr veirunni, hugs­an­lega. Alla­vega er til­hneig­ingin sú að veik­indin hafa minnkað eftir því sem liðið hefur frá 28. febr­ú­ar. Það gæti gefið okkur hugs­an­lega vís­bend­ingu um það að veiran sé ekki eins ágeng og slæm og hún var. En tím­inn verður að leiða það í ljós,“ sagði Þórólfur á áður­nefndum blaða­manna­fundi.

Auglýsing

Fjöldi greindra smita fækkað veru­lega

En þá að spurn­ing­unni sem leit­ast er við að svara á Vís­inda­vefn­um; Er veiran að veikjast? Í svari Arn­ars Páls­son­ar, erfða­fræð­ings og pró­fess­ors í líf­upp­lýs­inga­fræði við HÍ, eru gefnar sex mögu­legar ástæður fyrir því að veiran kunni að vera að veikj­ast eða hvers vegna svo kann að virð­ast.

Í fyrsta lagi segir Arnar að það sé mögu­legt að tíðni alvar­legra smita sé jafnhá og áður, sem þýðir að veiran sé ekki orðin veik­ari. Lík­urnar á alvar­legum til­fellum séu litlar vegna þess að smit eru orðin svo fá. Sam­kvæmt þessum mögu­leika er veiran þar af leið­andi ekki veik­ari.

Breytt hegðun gæti hafa skipt máli

Í öðru lagi gæti breytt hegðun fólks mögu­lega hafa leitt til mild­ari ein­kenna. Þeir sem við­kvæmir eru fyrir veirunni sem og eldra fólk hafi haldið sig til hlés og veiran því frekar borist milli yngra hraust­ara fólks.

Þriðja mögu­leik­inn fyrir mild­ari ein­kennum hverf­ist einnig um breytta hegðun fólks. Vera má að vegna var­úð­ar­ráð­staf­ana hafi færri veiru­agnir borist í ein­stak­linga, sem gæti hafa orðið til þess að fram­vinda sýk­ing­ar­innar hafi verið hæg­ari og ónæm­is­kerfi þeirra sem hafi sýkst hafi haft meiri tíma til að læra á veiruna og brjóta sýk­ing­una á bak aft­ur.

Aukin þekk­ing gæti hafa mildað áhrifin

Aukin þekk­ing heil­brigð­is­fólks á eðli sjúk­dóms­ins er svo fjórði mögu­leik­inn sem tek­inn er til skoð­un­ar. Aukin þekk­ing og auk­inn hraði í grein­ingum gæti hafa orðið til þess að fleiri alvar­legum til­fellum hafi verið afstýrt.

Í fimmta lagi gæti árs­tíð­ar­breyt­ing haft áhrif á veiruna. Venju­lega missir árleg inflú­ensa þrótt sinn þegar sum­arið gengur í garð og það sama gæti verið uppi á ten­ingnum varð­andi kór­ónu­veiruna. Þó kemur fram í svar­inu að engar vís­bend­ingar eru um áhrif árs­tíða eða umhverf­is­hita á veiruna sem veldur COVID-19. Þá segir í svar­inu að lík­legra sé að fólk fari í auknum mæli út af heim­ilum og í almenn­ings­rými með hækk­andi sól sem eykur smit­hættu vegna mann­mergð­ar.

Lík­legra að veiran mild­ist frekar en styrk­ist með tím­anum

Í sjötta og síð­asta lagi gæti verið að veiran hafi þró­ast og orðið mild­ari hér á landi. „Slíkt fæli í sér að stökk­breyt­ingar sem draga úr alvar­leika ein­kenna vegna smits hafi auk­ist í stofni veirunn­ar, og að þeim völdum lækki dán­ar­tíðni. Þetta er talin lík­leg fram­vinda, en frekar sé horft til fram­tíðar en að þetta hafi gerst á þeim fáu mán­uðum sem hafa liðið frá því að veiran barst í menn. Þótt veiran fjölgi sér hratt, er ekki búist við að eig­in­leikar hennar þró­ist á hálfi ári,“ segir í svar­inu.

Talað hefur verið um þann mögu­leika að veiran stökk­breyt­ist í hina átt­ina, sem leiðir til þess að hún verði hættu­legri, smit­ist betur eða valdi alvar­legri ein­kenn­um. Sam­kvæmt svar­inu er það talið ólík­legt.

„Flestar stökk­breyt­ingar á veirunni eru skað­legar fyrir hana, og valda veikluðum til­brigð­um. Ólík­legt er að þau smiti frekar en „eðli­leg“ afbrigði henn­ar. Að end­ingu er mögu­legt að ein­hver „veikluð“ afbrigði veirunnar smit­ist milli manna og valdi mild­ari ein­kenn­um,“ segir í svar­inu. Sá mögu­leiki að veiran hafi þró­ast í mild­ara afbrigði hér­lendis er þó tal­inn ólík­leg skýr­ing. Lík­legra sé að mikil fækkun til­fella gefi þá mynd líkt og áður seg­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent