„Sökudólgurinn í þessu verkefni er veiran, ekki fólkið“

Upplýsingafundur almannavarna var í höndum þríeykisins Ölmu, Víðis og Þórólfs í dag. Víðir gerði smitskömm að umræðuefni í lokaorðum sínum á fundinum.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn, gerði smit­skömm að umræðu­efni í loka­orðum sínum á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag. „Söku­dólg­ur­inn í þessu verk­efni er veiran, ekki fólk­ið. Það ætlar sér eng­inn að veikjast, það ætlar sér eng­inn að smita aðra og bar­áttan sem við stöndum í er við veiruna en hún á ekki að standa á milli okkar allra,“ sagði Víðir á fund­in­um.Hann nýtti einnig tæki­færið til að minna á ein­stak­lings­bundnar smit­varn­ir. Ef fólk er með ein­kenni, þó þau séu ekki nema smá­vægi­leg, ætti það að fara í sýna­töku og halda sig heima við. Hann sagði að fólk ætti hvorki að heils­ast með handa­bandi eða faðm­ast. Þá beindi hann þeim til­mælum til fólks í áhættu­hópum að forð­ast mann­fjölda. „Við þurfum að vera umburð­ar­lynd, við þurfum að vera skiln­ings­rík, við þurfum að vera góð hvert við ann­að. Þetta verk­efni verður áfram í okkar hönd­um,“ voru loka­orð Víðs á fund­inum í dag en ásamt honum fóru Alma D. Möll­er, land­læknir og Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir yfir stöðu mála.

Auglýsing


Fá smit í sam­fé­lag­inu eins og er

Þórólfur hóf fund­inn á að fara yfir tölu­leg gögn. Í gær voru um 1.200 sýni tekin á landa­mær­unum en alls komu 3.800 far­þegar til lands­ins. Af þeim sýnum bíður eitt eftir mótefna­mæl­ingu. Frá 15. Júní hafa tæp­lega 100 þús­und far­þegar komið til lands­ins og um 63 þús­und sýni verið tekin á landa­mær­un­um. Úr landamæra­skimun hafa alls 25 ein­stak­lingar greinst með COVID-19 og af þeim voru tíu ein­stak­lingar búsettir á Íslandi.Varð­andi inn­an­lands­smit þá greindust sjö smit­aðir í gær. 58 virk smit eru í sam­fé­lag­inu og 454 í sótt­kví. Íslensk erfða­grein­ing hefur ski­mað um 1900 ein­stak­linga í sínum skimunum sem hófust 29. júlí. Tveir hafa greinst jákvæðir í þeim skimun­um. Það segir Þórólfur benda til þess að fá smit séu í sam­fé­lag­inu eins og töl­urnar líta út núna.Minnir fólk á að virða heim­komusmit­gát

Alma minnti á að hertar tak­mark­anir eru ekki settar á af ástæðu­lausu. „Nú þegar veiran er aftur komin á kreik og við höfum öll þurft að taka okkur á og sæta þessum hertu ráð­stöf­un­um, þá er hollt að við minnum okkur á hvers vegna við erum að þessu. Það er af því að þessi veira er skæð. Við höfum séð erlendis hvers hún er megnug ef að lítið er að gert. Þar hefur fjöldi fólks veikst þannig að heil­brigð­is­kerfið hafi ekki und­an,“ sagði Alma.Hún sagði skimanir á landa­mærum hafa tek­ist vel en þó væri eitt og annað sem þyrfti að herða á. Hún sagði það mjög mik­il­vægt að fólk haldi sig algjör­lega til hlés þar til að nei­kvætt svar úr sýna­töku hefur borist með sms skila­boðum eða þangað til að 24 klukku­stundir eru liðnar frá sýna­töku. „Við biðlum til allra, meðal ann­ars aðila í ferða­þjón­ustu að þessi mik­il­væga regla er virt.“Þá bað hún fólk sem er á leið í heim­komusmit­gát um að virða reglur úrræð­is­ins í hví­vetna, leið­bein­ingar um heim­komusmit­gát megi finna á land­la­ekn­ir.is og covid.­is. „Þar viljum við sér­stak­lega biðla til atvinnu­rek­enda að heim­komusmit­gátin sé virt. Það er ekki fyrr en seinna sýnið er komið nei­kvætt að heim­komusmit­gát lýk­ur,“ sagði Alma.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent