„Sökudólgurinn í þessu verkefni er veiran, ekki fólkið“

Upplýsingafundur almannavarna var í höndum þríeykisins Ölmu, Víðis og Þórólfs í dag. Víðir gerði smitskömm að umræðuefni í lokaorðum sínum á fundinum.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fundi dagsins
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn, gerði smit­skömm að umræðu­efni í loka­orðum sínum á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag. „Söku­dólg­ur­inn í þessu verk­efni er veiran, ekki fólk­ið. Það ætlar sér eng­inn að veikjast, það ætlar sér eng­inn að smita aðra og bar­áttan sem við stöndum í er við veiruna en hún á ekki að standa á milli okkar allra,“ sagði Víðir á fund­in­um.Hann nýtti einnig tæki­færið til að minna á ein­stak­lings­bundnar smit­varn­ir. Ef fólk er með ein­kenni, þó þau séu ekki nema smá­vægi­leg, ætti það að fara í sýna­töku og halda sig heima við. Hann sagði að fólk ætti hvorki að heils­ast með handa­bandi eða faðm­ast. Þá beindi hann þeim til­mælum til fólks í áhættu­hópum að forð­ast mann­fjölda. „Við þurfum að vera umburð­ar­lynd, við þurfum að vera skiln­ings­rík, við þurfum að vera góð hvert við ann­að. Þetta verk­efni verður áfram í okkar hönd­um,“ voru loka­orð Víðs á fund­inum í dag en ásamt honum fóru Alma D. Möll­er, land­læknir og Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir yfir stöðu mála.

Auglýsing


Fá smit í sam­fé­lag­inu eins og er

Þórólfur hóf fund­inn á að fara yfir tölu­leg gögn. Í gær voru um 1.200 sýni tekin á landa­mær­unum en alls komu 3.800 far­þegar til lands­ins. Af þeim sýnum bíður eitt eftir mótefna­mæl­ingu. Frá 15. Júní hafa tæp­lega 100 þús­und far­þegar komið til lands­ins og um 63 þús­und sýni verið tekin á landa­mær­un­um. Úr landamæra­skimun hafa alls 25 ein­stak­lingar greinst með COVID-19 og af þeim voru tíu ein­stak­lingar búsettir á Íslandi.Varð­andi inn­an­lands­smit þá greindust sjö smit­aðir í gær. 58 virk smit eru í sam­fé­lag­inu og 454 í sótt­kví. Íslensk erfða­grein­ing hefur ski­mað um 1900 ein­stak­linga í sínum skimunum sem hófust 29. júlí. Tveir hafa greinst jákvæðir í þeim skimun­um. Það segir Þórólfur benda til þess að fá smit séu í sam­fé­lag­inu eins og töl­urnar líta út núna.Minnir fólk á að virða heim­komusmit­gát

Alma minnti á að hertar tak­mark­anir eru ekki settar á af ástæðu­lausu. „Nú þegar veiran er aftur komin á kreik og við höfum öll þurft að taka okkur á og sæta þessum hertu ráð­stöf­un­um, þá er hollt að við minnum okkur á hvers vegna við erum að þessu. Það er af því að þessi veira er skæð. Við höfum séð erlendis hvers hún er megnug ef að lítið er að gert. Þar hefur fjöldi fólks veikst þannig að heil­brigð­is­kerfið hafi ekki und­an,“ sagði Alma.Hún sagði skimanir á landa­mærum hafa tek­ist vel en þó væri eitt og annað sem þyrfti að herða á. Hún sagði það mjög mik­il­vægt að fólk haldi sig algjör­lega til hlés þar til að nei­kvætt svar úr sýna­töku hefur borist með sms skila­boðum eða þangað til að 24 klukku­stundir eru liðnar frá sýna­töku. „Við biðlum til allra, meðal ann­ars aðila í ferða­þjón­ustu að þessi mik­il­væga regla er virt.“Þá bað hún fólk sem er á leið í heim­komusmit­gát um að virða reglur úrræð­is­ins í hví­vetna, leið­bein­ingar um heim­komusmit­gát megi finna á land­la­ekn­ir.is og covid.­is. „Þar viljum við sér­stak­lega biðla til atvinnu­rek­enda að heim­komusmit­gátin sé virt. Það er ekki fyrr en seinna sýnið er komið nei­kvætt að heim­komusmit­gát lýk­ur,“ sagði Alma.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent