Í örvæntingarfullri leit að upprunanum

Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?

Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Auglýsing

Í byrjun vik­unnar greindust fjórir í sömu fjöl­skyldu í Auckland, stærstu borg Nýja-­Sjá­lands, með veiruna. Þá höfðu liðið meira en þrír mán­uðir án nokk­urs smits í land­inu. Í dag hafa svo greinst þrettán til­felli til við­bót­ar. Góðu frétt­irnar eru þær að öll eru þau talin tengj­ast fjöl­skyld­unni í Auckland en slæmu frétt­irnar eru þær að einn af hinum sýktu heim­sótti nýverið ást­vin á öldr­un­ar­heim­ili. Og annar mætti í skól­ann á mánu­dag og sat í kennslu­stofu í heilan dag. Um 100 manns í skól­anum eru nú komnir í sótt­kví.

Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands, segir að það hafi verið fyr­ir­séð að fleiri smit ættu eftir að grein­ast út frá hóp­sýk­ing­unni. Og að enn eigi lík­lega fleiri eftir að grein­ast. Land­læknir Nýja-­Sjá­lands telur að vel megi vera að veiran hafi verið á sveimi í Auckland vikum saman þó að fjöl­skyldan hafi verið sú fyrsta í langan tíma sem greind var með hana. Þetta hefur vakið ugg. Og furðu.

Upp­runi veirunnar í hóp­sýk­ing­unni er enn á huldu. Kenn­ingar eru um að hann megi rekja til vinnu­staðar eins úr fjöl­skyld­unni. Þar er að finna kaldar vöru­geymslur og inn­fluttar vör­ur. 

Auglýsing

Stjórn­völd á Nýja-­Sjá­landi settu á harðar aðgerðir í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vet­ur. Fólk var bein­línis beðið að vera heima. Þeim tak­mörk­unum hafði verið aflétt en tak­mark­anir á ferða­lögum eru enn mikl­ar. Til lands­ins kemur eng­inn nema að hann sé rík­is­borg­ari þess eða hafi þangað brýnt erindi, s.s. vegna vinnu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni.

Nú hefur aftur verið gripið til harðra aðgerða og borg­ar­búar í Auckland beðnir að halda sig heima og sinna aðeins nauð­syn­legum erindum utan heim­il­is. Skólar eru lok­aðir og fyr­ir­tæki sem sinna ekki brýnni þjón­ustu sömu­leið­is. Ann­ars staðar í land­inu hafa einnig ákveðnar tak­mark­anir verið settar en þó mun væg­ari en í Auckland.

Nýsjá­lend­ingum hefur verið hrósað í hástert fyrir við­brögð sín við far­sótt­inni. Þeir voru taldir hafa náð einna bestum árangri við að hemja útbreiðsl­una. Ekk­ert inn­an­lands­smit greind­ist þar í 102 daga og fólk gat um frjálst höfuð strok­ið, mætt til vinnu, farið út í búð, án þess að telja sig í mik­illi hættu á því að sýkj­ast. 

„Enn einu sinni erum við minnt á hversu slóttug þessi veira er og hversu auð­veld­lega hún getur dreifst á milli manna,“ segir Ardern. „Að grípa til harðra aðgerða snemma er enn besta úrræðið sem við höf­um.“

Á morg­un, föstu­dag, verður tekin ákvörðun um hvort hinum hörðu aðgerðum verður aflétt á ný eða þeim hald­ið  áfram. Á morgun mun Ardern einnig til­kynna, sam­hliða þessu, hvort að þing­kosn­ingum sem fram eiga fara 19. sept­em­ber, verði frestað. 

Hvaðan kom hún?

Ashley Bloom­fi­eld, land­læknir Nýja-­Sjá­lands, segir að skimun, smitrakn­ing og ein­angrun séu enn þær aðferðir sem fyrst og fremst er beitt til að reyna að ná tökum á útbreiðsl­unni. Einnig sé verið að rað­greina veiruna til að reyna að kom­ast að því hvaðan hún kem­ur. Hann hefur heitið því að upp­lýsa það. Hann segir mögu­legt að veiran hafi verið á sveimi í Auckland um hríð því einn sjúk­ling­ur­inn sem greind­ist í vik­unni fór að sýna ein­kenni síð­asta dag júlí­mán­að­ar. 

Þó að kenn­ingin um að hópsmitið megi rekja til kæli­geymslu inn­fluttra mat­væla telur land­lækn­ir­inn það „mjög ólík­legt“ þó að vitað sé að veiran geti lifað á sléttu og köldu yfir­borði í ein­hverja daga. Til að úti­loka þetta hafa verið tekin sýni í vöru­hús­inu. Nið­ur­stöðu er enn beð­ið.

Ef ekki tekst að finna hvaðan veiran kemur er ljóst að sú stefna sem stjórn­völd höfðu, að grípa hratt til harðra aðgerða, hefur ekki dugað til.

Stjórn­völd á Nýja-­Sjá­landi fóru þá leið í bar­áttu sinni við far­ald­ur­inn að reyna að úti­loka veiruna frá land­inu með öllu. Þau voru ekki aðeins að reyna að fletja kúr­f­una, eins og flest önnur ríki. Til­gang­ur­inn var sá að gefa lands­mönnum tæki­færi á því að eiga nokkuð eðli­legt líf, án tak­mark­ana á sam­kom­um. Þetta hefur vissu­lega haft efna­hags­leg áhrif og nú hafa stjórn­völd boðað frek­ari stuðn­ing til fyr­ir­tækja.

Enn á ný eru íbúar Auckland beðnir að halda sig heima nema að þeir eigi brýn erindi utan heimilis. Mynd: EPA

Nýsjá­lend­ingar flykkj­ast nú í skimun og biðraðir eru lang­ar. Þá hefur tölu­verð hræðsla gripið um sig á ný og dæmi eru um að fólk ham­stri mat­væli og aðrar nauð­synj­ar. Mat­vöru­versl­anir hafa því sumar hverjar tak­markað hversu mikið hver og einn má kaupa af ákveðnum vör­um.

Flestir hafa hlýtt fyr­ir­mælum stjórn­valda um að halda sig til hlés. Íbúar í Auckland gera það nær allir þó að ein­hverjir hafi reynt að stinga af í sum­ar­hús sín við strönd­ina. Aðra sögu er að segja frá öðrum stöðum á land­inu þar sem veiran hefur ekki látið á sér kræla mán­uðum sam­an. Þar hafa farið fram mót­mæli og krefj­ast mót­mæl­endur þess að öllum tak­mörk­unum á frelsi þeirra verði aflétt.

Ardern hefur und­an­farið haldið dag­lega blaða­manna­fundi og farið yfir stöð­una. Á mið­nætti að íslenskum tíma er þess vænst að hún muni færa löndum sínum tíð­indi um fram­hald­ið. Eftir að smitin þrettán greindust er talið lík­legra að áfram verði hertar reglur í gildi. Miðað við þá stefnu sem stjórn­völd hafa tekið sé ekki tíma­bært að slaka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent