Í örvæntingarfullri leit að upprunanum

Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?

Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Auglýsing

Í byrjun vik­unnar greindust fjórir í sömu fjöl­skyldu í Auckland, stærstu borg Nýja-­Sjá­lands, með veiruna. Þá höfðu liðið meira en þrír mán­uðir án nokk­urs smits í land­inu. Í dag hafa svo greinst þrettán til­felli til við­bót­ar. Góðu frétt­irnar eru þær að öll eru þau talin tengj­ast fjöl­skyld­unni í Auckland en slæmu frétt­irnar eru þær að einn af hinum sýktu heim­sótti nýverið ást­vin á öldr­un­ar­heim­ili. Og annar mætti í skól­ann á mánu­dag og sat í kennslu­stofu í heilan dag. Um 100 manns í skól­anum eru nú komnir í sótt­kví.

Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands, segir að það hafi verið fyr­ir­séð að fleiri smit ættu eftir að grein­ast út frá hóp­sýk­ing­unni. Og að enn eigi lík­lega fleiri eftir að grein­ast. Land­læknir Nýja-­Sjá­lands telur að vel megi vera að veiran hafi verið á sveimi í Auckland vikum saman þó að fjöl­skyldan hafi verið sú fyrsta í langan tíma sem greind var með hana. Þetta hefur vakið ugg. Og furðu.

Upp­runi veirunnar í hóp­sýk­ing­unni er enn á huldu. Kenn­ingar eru um að hann megi rekja til vinnu­staðar eins úr fjöl­skyld­unni. Þar er að finna kaldar vöru­geymslur og inn­fluttar vör­ur. 

Auglýsing

Stjórn­völd á Nýja-­Sjá­landi settu á harðar aðgerðir í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vet­ur. Fólk var bein­línis beðið að vera heima. Þeim tak­mörk­unum hafði verið aflétt en tak­mark­anir á ferða­lögum eru enn mikl­ar. Til lands­ins kemur eng­inn nema að hann sé rík­is­borg­ari þess eða hafi þangað brýnt erindi, s.s. vegna vinnu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni.

Nú hefur aftur verið gripið til harðra aðgerða og borg­ar­búar í Auckland beðnir að halda sig heima og sinna aðeins nauð­syn­legum erindum utan heim­il­is. Skólar eru lok­aðir og fyr­ir­tæki sem sinna ekki brýnni þjón­ustu sömu­leið­is. Ann­ars staðar í land­inu hafa einnig ákveðnar tak­mark­anir verið settar en þó mun væg­ari en í Auckland.

Nýsjá­lend­ingum hefur verið hrósað í hástert fyrir við­brögð sín við far­sótt­inni. Þeir voru taldir hafa náð einna bestum árangri við að hemja útbreiðsl­una. Ekk­ert inn­an­lands­smit greind­ist þar í 102 daga og fólk gat um frjálst höfuð strok­ið, mætt til vinnu, farið út í búð, án þess að telja sig í mik­illi hættu á því að sýkj­ast. 

„Enn einu sinni erum við minnt á hversu slóttug þessi veira er og hversu auð­veld­lega hún getur dreifst á milli manna,“ segir Ardern. „Að grípa til harðra aðgerða snemma er enn besta úrræðið sem við höf­um.“

Á morg­un, föstu­dag, verður tekin ákvörðun um hvort hinum hörðu aðgerðum verður aflétt á ný eða þeim hald­ið  áfram. Á morgun mun Ardern einnig til­kynna, sam­hliða þessu, hvort að þing­kosn­ingum sem fram eiga fara 19. sept­em­ber, verði frestað. 

Hvaðan kom hún?

Ashley Bloom­fi­eld, land­læknir Nýja-­Sjá­lands, segir að skimun, smitrakn­ing og ein­angrun séu enn þær aðferðir sem fyrst og fremst er beitt til að reyna að ná tökum á útbreiðsl­unni. Einnig sé verið að rað­greina veiruna til að reyna að kom­ast að því hvaðan hún kem­ur. Hann hefur heitið því að upp­lýsa það. Hann segir mögu­legt að veiran hafi verið á sveimi í Auckland um hríð því einn sjúk­ling­ur­inn sem greind­ist í vik­unni fór að sýna ein­kenni síð­asta dag júlí­mán­að­ar. 

Þó að kenn­ingin um að hópsmitið megi rekja til kæli­geymslu inn­fluttra mat­væla telur land­lækn­ir­inn það „mjög ólík­legt“ þó að vitað sé að veiran geti lifað á sléttu og köldu yfir­borði í ein­hverja daga. Til að úti­loka þetta hafa verið tekin sýni í vöru­hús­inu. Nið­ur­stöðu er enn beð­ið.

Ef ekki tekst að finna hvaðan veiran kemur er ljóst að sú stefna sem stjórn­völd höfðu, að grípa hratt til harðra aðgerða, hefur ekki dugað til.

Stjórn­völd á Nýja-­Sjá­landi fóru þá leið í bar­áttu sinni við far­ald­ur­inn að reyna að úti­loka veiruna frá land­inu með öllu. Þau voru ekki aðeins að reyna að fletja kúr­f­una, eins og flest önnur ríki. Til­gang­ur­inn var sá að gefa lands­mönnum tæki­færi á því að eiga nokkuð eðli­legt líf, án tak­mark­ana á sam­kom­um. Þetta hefur vissu­lega haft efna­hags­leg áhrif og nú hafa stjórn­völd boðað frek­ari stuðn­ing til fyr­ir­tækja.

Enn á ný eru íbúar Auckland beðnir að halda sig heima nema að þeir eigi brýn erindi utan heimilis. Mynd: EPA

Nýsjá­lend­ingar flykkj­ast nú í skimun og biðraðir eru lang­ar. Þá hefur tölu­verð hræðsla gripið um sig á ný og dæmi eru um að fólk ham­stri mat­væli og aðrar nauð­synj­ar. Mat­vöru­versl­anir hafa því sumar hverjar tak­markað hversu mikið hver og einn má kaupa af ákveðnum vör­um.

Flestir hafa hlýtt fyr­ir­mælum stjórn­valda um að halda sig til hlés. Íbúar í Auckland gera það nær allir þó að ein­hverjir hafi reynt að stinga af í sum­ar­hús sín við strönd­ina. Aðra sögu er að segja frá öðrum stöðum á land­inu þar sem veiran hefur ekki látið á sér kræla mán­uðum sam­an. Þar hafa farið fram mót­mæli og krefj­ast mót­mæl­endur þess að öllum tak­mörk­unum á frelsi þeirra verði aflétt.

Ardern hefur und­an­farið haldið dag­lega blaða­manna­fundi og farið yfir stöð­una. Á mið­nætti að íslenskum tíma er þess vænst að hún muni færa löndum sínum tíð­indi um fram­hald­ið. Eftir að smitin þrettán greindust er talið lík­legra að áfram verði hertar reglur í gildi. Miðað við þá stefnu sem stjórn­völd hafa tekið sé ekki tíma­bært að slaka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum.
Helgi Hrafn og Smári McCarthy ætla ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Tveir oddvitar Pírata ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þeim hugnast hvorugum að ílengjast of lengi á þingi.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent