Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafnar því að hafa greitt namibískum stjórnmálamönnum mútur fyrir að afla sér veiðiheimilda á hrossamakríl í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.
Samkvæmt Þorsteini voru þær greiðslur sem fjallað var um í þætti Kveiks á RÚV um Namibíumálið allar fyrir veiðiheimildirnar sjálfar.
Auglýsing
Einnig hafi Samherji „greitt einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ þar sem fyrirtækið hefði þurft aðstoð vegna þess að starfsemi þeirra væri á erlendri grundu.
„Við höfnum því að hafa verið að múta fólki,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort ráðgjafagreiðslurnar hafi í raun verið greiddar til að liðka fyrir öflun veiðiheimilda.
Enn fremur sagði hann fyrirtækið munu sýna fram á að engar mútugreiðslur hafi verið framkvæmdar.