Þriðji hver flugfarþegi skilaði sér til landsins í gær

Á bilinu 8-900 farþegar komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í gær en gert hafði verið ráð fyrir um 2600 farþegum. Nýjar reglur einfalda skimun á landamærunum að sögn verkefnisstjóra þar sem eitt gildir nú fyrir alla.

Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á upplýsingafundi dagsins.
Auglýsing

Á bil­inu 8-900 far­þegar komu til lands­ins í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl í gær en gert hafði verið ráð fyrir um 2.600 far­þeg­um. Þetta sagði Páll Páll Þór­halls­son, verk­efn­is­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna sem hald­inn var fyrr í dag. Margir far­þegar hafi einnig afbókað far með Nor­rænu sem varð til þess að mun færri far­þegar hafi komið til Seyð­is­fjarðar í morgun heldur en ráð­gert var.„Tím­inn verður auð­vitað að leiða í ljós að hvaða marki ferða­menn vilji koma til lands­ins undir þessum skil­mál­um. Við sjáum strax í ein­hverjum til­vikum að fólk hef­ur, í stað þess að afbóka, lengt ferð sína og taka þá til­lit til sótt­kví­ar­inn­ar,“ sagði Páll þar að auki. Fyr­ir­komu­lagið á landa­mær­unum sé í stöðugri end­ur­skoðun og því ekki hægt að segja hversu lengi þær ráð­staf­anir sem nú eru í gildi vari.Fram­kvæmdin gengið vel

„Ég held að það megi segja að fram­kvæmdin á þessum nýju reglum hafi í stórum dráttum gegnið vel. Þessar nýju reglur eru auð­vitað ein­fald­ari heldur en það sem gilti áður. Það fara allir sömu leið inn í land­ið, það er að segja í tvö­falda skimun og sótt­kví á milli og það er ekki neinn grein­ar­munur gerður á milli landa eins og áður var,“ sagði Páll um nýjar ráð­staf­anir á landa­mær­um.

Auglýsing


Fólkið sem vinnur á landa­mær­un­um, hjúkr­un­ar­fræð­ingar við skimanir og lög­reglu­þjónar við landamæra­vörslu, eiga hrós skilið að mati Páls. Þetta fólk hafi til við­bótar við hefð­bundin störf þurft að sinna upp­lýs­inga­gjöf. „Þetta frá­bæra starfs­fólk sem við eigum á landa­mær­unum er auð­vitað að gera mun meira kannski heldur en ella, jafn­vel að leið­beina fólki um gisti­mögu­leika og benda á hvaða gist­ing upp­fylli kröfu til sótt­kví­ar,“ sagði Páll.Hnykkt á ábyrgð flug­rek­enda

Páll sagði far­þega vera mis­vel upp­lýsta við kom­una til lands­ins, það kunni að stafa af tungu­mála­örð­ug­leik­um. Hann sagði að mikil vinna hefði verið lögð í að koma for­skrán­ingu og leið­bein­ingum á fleiri tungu­mál en íslensku og ensku. Þá er upp­lýs­inga­gjöf af hálfu flug­fé­laga mis­jöfn.„Við sjáum það líka að það er mis­jafnt eftir flug­fé­lögum hversu vel upp­lýs­ingum hefur verið komið til skila til far­þega og í nýrri reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra er hnykkt á ábyrgð flug­rek­enda að upp­lýsa far­þega um þessa kröfu um for­skrán­ing­u,“ sagði Páll um upp­lýs­inga­gjöf­ina til far­þega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent