„Mig langar til að hlusta á hann af því að lögin hans gleðja mig“

Kjarninn fjallaði um svokallaða útilokunarmenningu á dögunum og leitaði hann til Arnars Eggerts Thoroddsen til þess að skoða hugtakið betur.

Arnar Eggert
Arnar Eggert
Auglýsing

Arnar Egg­ert Thorodd­sen, aðjunkt við félags­fræð­i-, mann­fræði- og þjóð­fræði­deild við HÍ, segir að út frá fræð­unum séu rann­sóknir á úti­lok­un­ar­menn­ingu, eða „cancel cult­ure“ eins og það heitir á ensku, stutt á veg komn­ar.

Hug­takið hefur ein­ungis verið í notkun í um þrjú ár þrátt fyrir að sögnin að vera „cancelled“ – eða að vera úti­lok­aður – sé aðeins eldri.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­­lega um úti­­lok­un­­ar­­menn­ingu í síð­­­ustu viku en Arnar Egg­ert var einn við­­mæl­end­anna. Úti­­lok­un­­ar­­menn­ing gengur út á það að úti­­loka ein­stak­l­inga sem brotið hafa gegn sam­­fé­lags­­legum gildum og hags­munum þjóð­­fé­lags­ins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveð­inn máta eða gert eitt­hvað á hlut ann­­arra.

Auglýsing

Arnar Egg­ert segir það vera áhuga­vert verk­efni fyrir félags­fræð­inga, fjöl­miðla­fræð­inga og mann­fræð­inga að sjá hvernig þessi úti­lokun eigi sér stað því eng­inn einn taki ákvörðun um að úti­loka ein­stak­ling. Frekar sé hægt að segja að ein­hvers konar stemn­ing mynd­ist og í fram­hald­inu verði þessi úti­lok­un.

Til þess að kafa betur ofan í hug­takið sé þó best að taka dæmi. Arnar Egg­ert tekur sjálfur dæmi um það sem liggur næst hjarta hans, tón­list.

Fólki stillt upp við vegg

Morrissey er breskur tón­list­ar­maður og kannski mest þekktur fyrir að vera söngv­ari hljóm­sveit­ar­innar The Smiths sem gerði garð­inn frægan á níunda ára­tugnum og þrátt fyrir stuttan feril hafði hljóm­sveitin gríð­ar­leg áhrif á svo­kall­aða indí-tón­list. Söngv­ar­inn hóf sól­ó­feril eftir að The Smiths hættu en hann hefur verið umdeildur til margra ára. Nú er hann sak­aður um öfga­full hægri­við­horf og ras­isma en sjálfur neitar hann slíku.

Morrissey hefur verið umdeildur fyrir ummæli sín undanfarin ár Mynd: EPA

Arnar Egg­ert seg­ir, þegar hann er spurður út í þá pressu að hætta á hlusta á ákveðna lista­menn vegna gjörða þeirra eða orða, að fólki sé þannig stillt upp við vegg. „Ég er til dæmis ekki per­sónu­lega til­bú­inn að hætta að hlusta á Morriss­ey. Mig langar til að hlusta á hann af því að lögin hans gleðja mig. Sér­stak­lega þá Smiths, ég gæti svo sem lifað af án sól­ó­fer­ils­ins.“

Að hlusta á tón­list er svo per­sónu­leg upp­lifun, að hans mati. „Tón­list skil­greinir þig og er partur af lífi þínu. Það gefur eitt­hvað og lyftir þér upp.“ Svo svekk­elsið verður mikið þegar átrún­að­ar­goðið hagar sé ósæmi­lega eða brýtur af sér með ein­hverjum hætti. Hann spyr hvort það sé þá gild­is­dómur gegn þeim sem hlustar enn á tón­list þess sem hagar sér illa, gild­is­dómur um það hvernig mann­eskja hann er.

Jafn­ingja­þrýst­ingur gæti enn fremur haft áhrif á ákvarð­anir fólks. „Eitt hug­tak úr fjöl­miðla­fræð­inni heitir þagn­ar­svelg­ur­inn, eða „the spiral of silence“ á ensku. Það lýsir sér þannig að ef þú stendur inn í her­bergi með tutt­ugu manns og allir hata til dæmis Morrissey þá er mun lík­legra að þú takir undir það en hitt. Að þú þorir ekki að brjóta gegn fjöld­an­um,“ segir hann.

Ákveðin sjálfs­rit­skoðun á sér stað

Fleiri spurn­ingar vakna þó upp þegar rætt er um tón­list­ar­menn og hvort list þeirra hafi eitt­hvað með per­sónu þeirra að gera. Ein þeirra snýst um tím­ann, þ.e. á hvaða tíma­punkti í ferli tón­list­ar­manns sem er úti­lok­aður sé eðli­legt að hætta að hlusta á hann? Arnar Egg­ert nefnir tón­list­ar­mann­inn Mich­ael Jackson sem dæmi en hann hefur verið ásak­aður í gegnum tíð­ina um gróf kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Arnar Egg­ert spyr í því sam­hengi hvort það sé í lagi að hlusta á plöt­urnar sem hann gerði áður en hann varð full­orð­inn og hver ákveði það í raun.

Hann bendir á að það verði einnig ákveðin sjálfs­rit­skoðun eftir að upp kemst um mál þeirra frægu. „Ég til dæmis er sjálfur hættur að vitna í Woody Allen því ég finn að maður fær alltaf svip. Ég bara sleppi því.“ Þarna á Arnar Egg­ert við um leik­stjór­ann fræga sem hefur verið ásak­aður um mis­notkun á barni.

Ýmsir leikarar hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir sjái efir því að hafa unnið með leikstjóranum Woody Allen. Mynd: EPA

En hefur hann fundið fyrir því í eigin brjósti hvort hann vilji hætta að vitna í fyrr­nefndan leik­stjóra eða kom þrýst­ing­ur­inn ein­ungis utan frá? „Ég er bara ekki viss – ég er svona mis­volgur og heitur þegar aðilar eiga í hlut. Með Woody Allen er ég hrein­lega ekki viss. Varð­andi Bill Cosby þá finn ég innra með mér að ég hef ekki lyst á því að horfa á þætt­ina hans. Þetta er mjög furðu­legt allt sam­an.“

Bill Cosby er banda­rískur grínisti sem var sak­felldur fyrir tveimur árum fyrir kyn­ferð­is­brot sem áttu sér stað fyrir meira en ára­tug áður. Mál hans varð umtalað – en lengi hafði verði orðrómur um hegðun hans gagn­vart kon­um.

Arnar Egg­ert segir að stóra spurn­ingin sé sú hvort hægt sé að aðgreina lista­mann­inn frá list­inni sjálfri. Hann telur að rosa­lega erfitt sé að svara þeirri spurn­ingu. „Sumir segja að það sé hægt að aðgreina þetta tvennt og aðrir bara alls ekki. Síðan er hægt að rök­ræða það út í hið óend­an­lega. Þetta er í raun stór­heim­speki­leg spurn­ing.“

Úti­lok­un­ar­menn­ing ekki skammar­yrði

Hegðun fólks er oft ólík þeirri sem það sýnir á inter­net­inu. Þannig virð­ist heilt yfir vera auð­veld­ara fyrir fólk að tjá sig og vera leið­in­legt á net­inu, að mati Arn­ars Egg­erts. Auð­veld­ara sé að vera dóna­legur við aðra á net­inu þar sem fólk þurfi ekki standa augliti til auglit­is.

Honum finnst þó ekki vera hægt að ganga svo langt að segja að úti­lok­un­ar­menn­ing sé skammar­yrði, eins og sumir vilja halda fram.

„En um leið tek ég undir það að ákveðin stemn­ing í kringum úti­lok­un­ar­menn­ingu lík­ist norna­brenn­um. Fólk fer offari. Við sjáum stundum hversu mikil hóp­dýr við erum í þessum aðstæð­um, við sveifl­umst með stemn­ingu nán­ast án þess að pæla mikið í því.“

Metoo-­bylt­ingin jákvæð – en stundum hafi verið farið offari

Þegar Arnar Egg­ert er spurður út í hvað það þýðir að axla ábyrgð. Hann bendir á að metoo-­bylt­ingin hafi fellt stóra menn á borð við Bill Cosby og Har­vey Wein­stein. Hann segir að þetta séu aug­ljós dæmi um það sem vannst með metoo.

Metoo-byltingin hófst með því að konur stigu fram og greindu frá ósæmilegri og brotlegri hegðun Weinsteins. Mynd: EPA

Kvik­­­mynda­fram­­­leið­and­inn Har­vey Wein­­­stein var dæmdur í 23 ára fang­elsi fyrr á þessu ári fyrir kyn­­­ferð­is­brot og nauð­g­un. Segja má að metoo-­bylt­ingin fyrir þremur árum hafi haf­ist með því að konur stigu fram og greindu frá ósæmi­legri og brot­legri hegðun Wein­steins.

„Þegar við sjáum hreina og beina upp­ræt­ingu á ákveðnu mynstri sem hafði við­geng­ist og við­haldið með rosa­legu félags­neti í kringum hann í ára­tugi. Það segir okkur svo mikið um það hvernig við sem mann­eskjur getum geng­ist við ein­hverju með því til dæmis að segja: „Þú veist hvernig hann er.“ Mér finnst það vera svaka­lega jákvæð þróun að setja mörk við svona hegð­un,“ segir hann.

Þannig hafi metoo-­bylt­ingin verið mjög jákvæð. „En svo eins og með allt þá er stundum farið offari – og það er mjög erfitt að greina hvenær það nákvæm­lega ger­ist. Þá þarf að taka hvert dæmi fyrir sig, vegna þess að þau eru ólík og á mis­mun­andi svið­u­m.“

Auglýsing

Hvað þýðir í raun og veru að vera úti­lok­að­ur?

Hinir ýmsu leik­ar­ar, stjórn­mála­menn, uppi­stand­arar og lista­menn hafa opin­ber­lega verið úti­lok­aðir – þ.e. kall­aðir til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar af sam­fé­lag­inu. Þá má spyrja hvort það að vera úti­lok­aður á inter­net­inu hafi raunaf­leið­ing­ar. Hefur það raun­veru­leg áhrif á stöðu, vald og áhrif ein­stak­lings­ins?

Fleiri spurn­ingar vakna á borð við hvað það þýði að halda öllu tengsla­neti og starfi þrátt fyrir að vera úti­lok­að­ur. Hefur hug­takið ein­hverja merk­ingu?

Arnar Egg­ert segir að sitt sýn­ist hverj­um. Hann telur þó að fólk sé annað hvort úti­lokað eða ekki. Sumir hafa kom­ist „í gegn“ og telur hann erfitt að segja hvaða þættir það séu sem valdi því að fólk geti haldið áfram að starfa á sama sviði.

„Björn Bragi tók þannig á því að hann fór aftur í grínið og gerði grín að því sem kom fyrir hann. Fólk er mjög mis­á­nægt með þá nálg­un. Það fer kannski líka eftir því hvaða kyni þú til­heyr­ir, ég varð var við það. Þetta að menn hafi – af því að þeir eru í ákveð­inni styrkri stöðu – ein­hvern veg­inn spilað þetta vel,“ segir hann.

Í þessu sam­hengi veltir hann því fyrir sér hvernig hægt sé að mæla hversu alvar­legt brotið þurfi að vera til þess að fólk sé úti­lok­að. „Er í lagi að strjúka óvið­ur­kvæmi­lega? Þarf að nauðga einu sinni, tvisvar eða þrisvar? Hver ákveður það?“ spyr hann.

Hægt er að lesa umfjöll­un­ina um úti­lok­un­ar­menn­ingu hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal