Aðdáendahópar Pútíns spretta upp á Facebook

Innrás Rússa í Úkraínu hefur verið fordæmd harkalega víða um heim. Gagnrýnin beinist helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta og nú hafa sprottið upp aðdáendahópar honum til heiður á Facebook þar sem markmiðið er að sýna leiðtogann „í réttu ljósi“.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti að leika við hunda í snjónum er vinsælt efni á hópum helstu aðdáenda hans á Facebook.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti að leika við hunda í snjónum er vinsælt efni á hópum helstu aðdáenda hans á Facebook.
Auglýsing

Face­book-hópar þar sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er sýndur sem vel­vilj­að­ur, brosmildur og frið­elsk­andi leið­togi hafa skotið upp koll­inum á sam­fé­lags­miðl­inum frá því að stríðið í Úkra­ínu hófst fyrir rúmum einum og hálfum mán­uði.

Millj­ónir manns hafa séð færslur þar sem sjá má Pútín dást að krútt­legum dýrum, í fal­legum barna­skara eða í valda­miklum upp­still­ing­um. Þau sem standa á bak við þessa Face­book-hópa eru ofurað­dá­endur Pútíns. Blaða­menn BBC hafa ásamt rann­sak­endum hjá hug­veit­unni Institute for Stra­tetic Dialogue (ISD) reynt að kom­ast til botns í því hvaðan þessir aðdá­endur koma og hvað það er nákvæm­lega sem þeir gera.

Að minnsta kosti tíu Face­book-hópar, sem eru ýmist opnir öllum eða lok­aðir hópar, hafa verið stofn­aðir frá því að stríðið í Úkra­ínu hófst 24. febr­ú­ar. Heiti hópanna tengj­ast Pútín á einn eða annan hátt, til að mynda Russia: True Leader of the Free World, Vla­dimir Putin - Def­ender of Russia og Fri­ends of Vla­dimir Putin and the Russia.

Auglýsing

Sam­tals eru með­limir hópanna um 650 þús­und og sjá þeir myndir og færslur þar sem Pútín er lof­aður í hástert á nokkrum tungu­mál­um, svo sem ensku, rúss­nesku, arab­ísku, pers­nesku og khmer, sem talað er í Kam­bó­díu.

Yfir þrjár og hálf milljón séð lof­færslur um Pútín á Face­book

Mikil virkni er í hóp­un­um. Síð­ast­lið­inn mánuð töldu rann­sak­endur ISD alls 16.500 færslur sem náðu til 3,6 millj­ónir manna. Mark­mið hópanna virð­ist vera að sýna Pútín sem hetju sem berst gegn Vest­ur­löndum með yfir­gnæf­andi stuðn­ingi alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Á myndum sem birtar eru í hóp­unum má meðal ann­ars sjá Pútín í valda­miklum stell­ing­um, hald­andi á hvolp­um, stara djúpum augum í mynda­vél­ina, heilsa upp á her­lið og á baki ýmis konar dýra, allt frá hestum til ljóna. Sumir hóp­arnir hafa verið til lengi en frá því að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst 24. febr­úar hefur með­limum þeirra fjölgað um meira en hund­rað þús­und.

Dæmi um hópa á Facebook þar sem Pútín er lofsunginn. Skjáskot/Facebook

Rann­sak­endur ISD-hug­veit­unnar komust að því að margir stjórn­endur hópanna eiga fleiri en einn aðgang undir sama nafni. Að minnsta kosti 100 dæmi eru um slíkt í hóp­un­um. Eig­endur þessa aðganga fylgja hver öðrum og bregð­ast við færslum hver ann­arra með hjörtum eða öðrum lynd­is­tákn­um. Þá láta stjórn­endur hópanna líta út fyrir að hóp­ur­inn sé á vegum rúss­neskra yfir­valda eða leyni­þjón­ust­unn­ar, sem er aug­ljós­lega ekki rétt.

Margir aðgangar undir sama nafni kunna að brjóta gegn reglum Face­book um áreið­an­lega hegðun að mati rann­sak­enda ISD. Moustafa Ayad, yfir­rann­sak­andi hug­veit­unn­ar, segir starf­semi hópanna dæmi um svo­kallað „astrot­urf­ing“, þar sem skila­boðum er komið á fram­færi þar sem látið er líta út fyrir að upp­runi þeirra sé hjá við­ur­kenndum aðila, svo sem stjórn­völd­um.

Her­ferðin „gefur til kynna útbreiddan stuðn­ing við Pútín og stjórn­völd í Kreml í skugga inn­rás­ar­innar og treystir á óáreið­an­lega aðganga til að ná mark­miði sín­u,“ segir í skýrslu ISD um aðdá­enda­hópa Pútíns á Face­book.

Blaða­menn BBC grennsl­uð­ust fyrir um stjórn­endur hópanna og komust að ýmsu mis­jöfnu. Einn stjórn­and­inn, Mar­ine, sem seg­ist vera búsett í Sýr­landi, notar þrjá mis­mun­andi aðganga til að lýsa yfir stuðn­ingi við Pútín. Allir aðgangar henn­ar, sem eru á arab­ísku, birta færslur á sama tíma dags.

„Raj Pútín“ frá Kenýa: „Pútín er frá­bær leið­togi“

Erf­ið­lega gekk að kom­ast í sam­band við stjórn­endur hópanna. Einn þeirra, sem gengur undir nafn­inu Raj Putin á Face­book og er frá Kenýa, svar­aði sím­tali blaða­manns. Í stuttu sam­tali sagði hann Rúss­lands­for­seta „frá­bæran leið­toga“ en vildi ekki ræða stríð­ið. Engin svör bár­ust við skrif­legri fyr­ir­spurn blaða­manns um ástæðu fyrir þessum mikla áhuga á Rúss­landi.

Erfitt er að henda reiður á hvað tengir stjórn­endur hópanna. Engin aug­ljós tengsl eru við rúss­nesk yfir­völd líkt og í öðrum her­ferðum sem byggja á upp­lýs­inga­óreiðu, her­ferðin er ekki úthugsuð og stjórn­endur hópanna reyna ekki að fara leynt með mark­mið sitt, það er að lof­syngja Pútín. Ekki er því hægt að úti­loka að aðdá­enda­hóp­arnir haf ein­hver tengsl við rúss­nesk yfir­völd eða önnur öfl innan Rúss­lands sem eru hlið­holl Pútín.

Face­book er með sér­staka stefnu gagn­vart gervi­-að­göngum og hefur eytt nokkrum eftir ábend­ingar frá ISD og skýrslu hug­veit­unn­ar. „Við munum halda áfram að grípa til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir dreif­ingu vill­andi upp­lýs­inga um krís­una í Úkra­ín­u,“ segir tals­maður Meta, móð­ur­fyr­ir­tækis Face­book.

Pútín þarf ekki sam­fé­lags­miðla

En það eru ekki bara hópar á Face­book sem snú­ast um Pútín, gervi­að­gangar í hans nafni hafa einnig verið að skjóta upp koll­in­um. Pútín er einn af fáum heims­leið­togum sem eru ekki á sam­fé­lags­miðl­um. Það sem meira er, hann á víst ekki einu sinni snjall­síma.

Pútín og hlébarði. Eðlileg sjón í aðdáendahópum á Facebook. Mynd:EPA

Sam­kvæmt tals­manni for­set­ans þarf hann ekki á sam­fé­lags­miðlum að halda þar sem þeir „veita honum ekk­ert sem hann hefur nú þeg­ar“.

Ein­hverjir hafa ákveðið að nýta sér tæki­færið og stofna gervi­að­ganga í nafni Pútíns. Einn aðgang­ur­inn hefur nærri þrjár millj­ónir fylgj­enda en honum var eytt fljót­lega eftir að inn­rásin í Úkra­ínu hófst. Í einni af síð­ustu færsl­unum var talað um inn­rás­ina sem frið­ar­gæslu með það að mark­miði að stuðla að afvopnun nágranna­rík­is­ins. Ekki er vitað hver stóð á bak við aðgang­inn en upp­runi hans er rak­inn til Rúss­lands og Lett­lands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent