Beðin um að fara ekki og laga skemmdir vegna utanvegaaksturs

Marga jeppamenn langar að fara og laga skemmdir sem unnar voru með utanvegaakstri í Vonarskarði. Þjóðgarðsvörður ítrekar að um vettvang rannsóknar sé að ræða og að ekki megi hreyfa við honum að svo stöddu.

Spjöll vegna utanvegaakstursins í Vonarskarði.
Spjöll vegna utanvegaakstursins í Vonarskarði.
Auglýsing

„Málið er í rann­sókn hjá okk­ur. Við erum að skoða þau gögn sem við höfum en mér þykir ólík­legt að við förum á vett­vang,“ segir Sveinn Rún­ars­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á Suð­ur­landi, spurður um kæru Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vegna utan­vega­akst­urs í Von­ar­skarði í lok ágúst. Hann segir að þjóð­garð­ur­inn hafi afhent góðar myndir af verksum­merkjum en við­ur­kennir að rann­sókn á utan­vega­akstri á hálendi Íslands, þar sem engum eft­ir­lits­mynda­vélum er til dæmis til að dreifa, geti verið snú­in. Hann óskar því hér með eftir því að þeir sem mögu­lega hafi ein­hverjar upp­lýs­ingar um hverjir voru þarna að verki, að minnsta kosti fólk á þremur jeppum að mati þjóð­garðs­ins, láti lög­regl­una á Suð­ur­landi vita.

Von­ar­skarð er á mörkum tveggja lög­reglu­um­dæma, lög­regl­unnar á Suð­ur­landi og lög­regl­unnar á Norð­ur­landi. Í byrjun mán­að­ar­ins upp­götv­uð­ust spjöll í skarð­inu sem er lokað fyrir bíla­um­ferð. Þar höfðu bílar farið um, að hluta um gamlan slóða en einnig ekið á merktri göngu­leið og utan henn­ar. Ekið var yfir gróð­ur­vinjar svo djúp för urðu í mosa og öðrum við­kvæmum gróðri. Að auki hafa bíl­stjór­arnir spólað í brekku svo hún „lík­ist helst sand­gryfju,“ eins og Fanney Ásgeirs­dótt­ir, þjóð­garðs­vörður í Vatna­jök­uls­þjóð­garði sagði við Kjarn­ann fyrr í vik­unni. Um leið og utan­vega­akst­ur­inn upp­götv­að­ist var málið kært til lög­regl­unnar á Suð­ur­landi.

Að auki hafa tvenn nátt­úru­vernd­ar­sam­tök, Nátt­úru­grið og Skrauti, lagt fram kæru vegna „refsi­verðra spjalla, rasks og akst­urs utan vega í Von­ar­skarði í Vatna­jök­uls­þjóð­garð­i,“ líkt og það er orð­að, í bréfi sem sent var lög­reglu­emb­ætt­unum í gær.

Auglýsing

Í kærunni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er farið fram á að opin­ber rann­sókn fari fram á utan­vega­akstr­inum „sem feli í sér refsi­verða hátt­semi, sem ekki á sér nokkurn sinn líkan í við­kvæm­um, óbyggðum víð­ernum í Von­ar­skarð­i“. Brotin séu gróf og gerð af ásetn­ingi og af þeim hafi hlot­ist mikið og var­an­legt tjón. Benda sam­tökin á að þau geti varðað allt að fjög­urra ára fang­elsi.

Ekið var yfir lækjarsytrur í Vonarskarði. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Fara sam­tökin þess á leit að sú opin­bera rann­sókn sem hófst með til­kynn­ingu þjóð­garðs­ins njóti „al­gers for­gangs“ hjá lög­regl­unni. Er í því sam­bandi á það bent að land­vörslu hafi verið hætt á svæð­inu í gær. Næsta víst sé að vett­vangur spillist með óaft­ur­kræfum hætti, verði hann ekki tryggður fyrir helg­ina, „en nokkrir hópar jeppa­manna hafa, sam­kvæmt því sem umbjóð­endur mínir hafa upp­lýst, hvatt til hópa­mynd­unar og ferða á vett­vang nú um helg­ina á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ segir í bréfi lög­manns nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna.

Fanney seg­ist hafa fengið veður af umræðu um að hópur fólks hafi ætlað að fara í Von­ar­skarð og laga ummerk­in. Slíkt væri alls ekki í sam­ráði við þjóð­garðs­yf­ir­völd. „Ég hafði sam­band við full­trúa SAMÚT [Sam­taka úti­vi­star­fé­laga] í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs og hann sagði að aðeins stæði til að fara til að skoða ummerki og taka mynd­ir.“

Fanney benti honum á að um rann­sókn­ar­vett­vang væri að ræða „og það væri væg­ast sagt var­huga­vert að gera sér sér­staka ferð þangað áður en lög­regla hefði lokið rann­sókn – og að sjálf­sögðu mætti ekki hreyfa við vett­vang­i“.

Sá sem er full­trúi SAMÚT í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs heitir Snorri Ingi­mars­son. Hann segir það rétt að marga langi að fara og laga skemmd­irn­ar. „Því að okkur svíður eins og öðrum þegar það eru skemmdir á nátt­úr­unni. Ég hef verið í sam­bandi við þjóð­garðs­vörð og hún telur það ekki tíma­bært, hún telur að þetta verði mikið til horfið það sem er í sandi næsta sumar og svo er þetta nátt­úr­lega í rann­sókn hjá lög­reglu og ekki rétt að hrófla við neinum förum eða slíku. En það er ekk­ert úti­lokað að ein­hverjir af okkur fari upp eftir og fari var­lega og skoði umfangið á þessum skemmdum með eigin aug­um. Svo erum við einnig með í bígerð að fljúga þarna yfir.“

Þeir sem óku um skarðið reistu margar litlar vörður til að merkja leiðina sem þeir óku. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Hann segir hóp­inn þó engar fyr­ir­ætl­anir hafa um að grípa fram fyrir hend­urnar á lög­reglu eða þjóð­garðs­verði.

Fanney sagði í sam­tali við Kjarn­ann að í hennar huga und­ir­striki spjöllin sem voru unnin í ágúst nauð­syn á lokun vega­slóð­ana um Von­ar­skarð. Snorri er á önd­verðum meiði. „Við teljum að ef stik­aðri öku­leið hefði verið haldið opinni þá hefði þetta tjón ekki orðið á nátt­úr­unni. Við teljum það liggja alveg ljóst fyrir að þetta sýni okkur að það að loka svæð­inu fyrir umferð, það frí­aði okkur ekki frá þessu tjóni í nátt­úr­unni. Þetta er víð­feðmt svæði. Þar sem gamla öku­leiðin liggur er engin hætta á skemmd­um, hún liggur meira að segja að hluta til á gömlum varn­ar­görðum frá Lands­virkjun og bara um örfoka sanda og mela.“

Hann segir önnur svæði í Von­ar­skarði vera við­kvæm „og það merki­lega er að þegar Vatna­jök­uls­þjóð­garður bann­aði okkur að aka þarna þá urðu allir sem fara skarðið að ganga um miklu við­kvæmara svæð­i.“ Með því að loka svæð­inu fyrir umferð bíla, líkt og gert var árið 2011, hafi „að­gengi verið lág­markað en álagið hámarkað um leið“. Þetta sýni hvað mál­efni Von­ar­skarðs eru komin í miklar ógöng­ur. „Að fólk skuli ekki bara við­ur­kenna þetta og leið­rétta þessa lokun sem margir telja hafa verið mis­tök.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki