Ekki komið til tals að breyta ferðatakmörkunum fullbólusettra

Rúmlega helmingur landamærasmita í júlí má rekja til ferðafólks á leið til landa sem krefjast neikvæðs PCR prófs frá öllum, óháð bólusetningum. Fullbólusettir hafa ekki þurft að skila neikvæðu PCR prófi við komuna til landsins frá upphafi mánaðar.

Frá mánaðamótum hafa fullbólusettir ekki þurft að fara í skimun eða skila vottorði um neikvætt PCR próf við komuna til landsins.
Frá mánaðamótum hafa fullbólusettir ekki þurft að fara í skimun eða skila vottorði um neikvætt PCR próf við komuna til landsins.
Auglýsing

Ekki hefur komið til tals að krefja bólu­sett ferða­fólk um að skila nei­kvæðum nið­ur­stöðum PCR prófs við kom­una til lands­ins en frá 1. júlí hefur nægt að fram­vísa full­gildu bólu­setn­ing­ar­vott­orði við komu. Þetta segir Hjör­dís Guð­munds­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi Almanna­varna í sam­tali við Kjarn­ann. Ferða­fólk sem ekki er full­bólu­sett þarf engu að síður að fara í tvö­falda skimun við kom­una til lands­ins með fimm daga sótt­kví á milli. Hjör­dís segir fyr­ir­komu­lagið hald­ast óbreytt á meðan staðan sé góð en gild­andi tak­mark­anir og sótt­varnir séu stöðugt til end­ur­skoð­un­ar.

Tvö smit greindust inn­an­lands í gær og voru þeir ein­stak­lingar báðir bólu­sett­ir. Engin aug­ljós tengsl eru þeirra á milli.

Spurð að því hvort aukn­ing hafi orðið í greindum smitum á landa­mær­unum upp á síðkastið segir Hjör­dís að lændamæra­smitum hafi fjölgað eitt­hvað á síð­ustu dögum og vikum en ekki mikið og vís­aði í við­tal frétta­stofu RÚV við Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni frá því í gær. Þar kom fram að 29 ferða­menn hefðu greinst við landa­mær­in, þar af var um helm­ingur bólu­sett­ur. Sex inn­an­lands­smit í júlí hefði mátt rekja til þess­ara land­armæra­smita.

Auglýsing

Líkt og áður segir þá þurfa full­bólu­settir ferða­menn, íslenskir sem erlend­ir, ekki að skila vott­orði um nei­kvætt PCR próf við kom­una til lands­ins. Hins vegar er gerð krafa um nei­kvætt PCR próf við komu til ann­arra landa og það er þá sem að bólu­settir ferða­menn grein­ast. „Fólk er að fara aftur erlendis eða heim til sín og þá fer það í PCR próf því það land óskar eftir því prófi og þá kemur það inn í töl­urnar okk­ar,“ segir Hjör­dís. Smit sem grein­ist þannig telst til landamæra­smits en ekki sem inn­an­lands­smit þrátt fyrir að hinir smit­uðu hafi verið á ferð um land­ið.

Viku­leg upp­færsla á covid.is

Spurð að því hvort til greina komi að upp­færa tölu­legar upp­lýs­ingar á covid.is oftar en einu sinni í viku líkt og verið hefur að und­an­förnu segir Hjör­dís ekki stefnt að því í bráð. „Meðan smit í sam­fé­lag­inu var eins og það var og er búið að vera þá teljum við ekki þurfa að gefa upp þessi fáu smit sem hafa ver­ið,“ segir Hjör­dís.

Hún bendir þó á að þegar upp komi smit utan sótt­kví­ar, líkt og gerð­ist í gær, þá sé send út til­kynn­ing. Það sé gert vegna þess að smit sem grein­ist utan sótt­kvíar geti haft sam­fé­lags­leg áhrif. „Eins og er ætlum við að halda þessu svona,“ segir Hjör­dís um viku­lega upp­færslu talna á covid.­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent