Ekki komið til tals að breyta ferðatakmörkunum fullbólusettra

Rúmlega helmingur landamærasmita í júlí má rekja til ferðafólks á leið til landa sem krefjast neikvæðs PCR prófs frá öllum, óháð bólusetningum. Fullbólusettir hafa ekki þurft að skila neikvæðu PCR prófi við komuna til landsins frá upphafi mánaðar.

Frá mánaðamótum hafa fullbólusettir ekki þurft að fara í skimun eða skila vottorði um neikvætt PCR próf við komuna til landsins.
Frá mánaðamótum hafa fullbólusettir ekki þurft að fara í skimun eða skila vottorði um neikvætt PCR próf við komuna til landsins.
Auglýsing

Ekki hefur komið til tals að krefja bólu­sett ferða­fólk um að skila nei­kvæðum nið­ur­stöðum PCR prófs við kom­una til lands­ins en frá 1. júlí hefur nægt að fram­vísa full­gildu bólu­setn­ing­ar­vott­orði við komu. Þetta segir Hjör­dís Guð­munds­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi Almanna­varna í sam­tali við Kjarn­ann. Ferða­fólk sem ekki er full­bólu­sett þarf engu að síður að fara í tvö­falda skimun við kom­una til lands­ins með fimm daga sótt­kví á milli. Hjör­dís segir fyr­ir­komu­lagið hald­ast óbreytt á meðan staðan sé góð en gild­andi tak­mark­anir og sótt­varnir séu stöðugt til end­ur­skoð­un­ar.

Tvö smit greindust inn­an­lands í gær og voru þeir ein­stak­lingar báðir bólu­sett­ir. Engin aug­ljós tengsl eru þeirra á milli.

Spurð að því hvort aukn­ing hafi orðið í greindum smitum á landa­mær­unum upp á síðkastið segir Hjör­dís að lændamæra­smitum hafi fjölgað eitt­hvað á síð­ustu dögum og vikum en ekki mikið og vís­aði í við­tal frétta­stofu RÚV við Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni frá því í gær. Þar kom fram að 29 ferða­menn hefðu greinst við landa­mær­in, þar af var um helm­ingur bólu­sett­ur. Sex inn­an­lands­smit í júlí hefði mátt rekja til þess­ara land­armæra­smita.

Auglýsing

Líkt og áður segir þá þurfa full­bólu­settir ferða­menn, íslenskir sem erlend­ir, ekki að skila vott­orði um nei­kvætt PCR próf við kom­una til lands­ins. Hins vegar er gerð krafa um nei­kvætt PCR próf við komu til ann­arra landa og það er þá sem að bólu­settir ferða­menn grein­ast. „Fólk er að fara aftur erlendis eða heim til sín og þá fer það í PCR próf því það land óskar eftir því prófi og þá kemur það inn í töl­urnar okk­ar,“ segir Hjör­dís. Smit sem grein­ist þannig telst til landamæra­smits en ekki sem inn­an­lands­smit þrátt fyrir að hinir smit­uðu hafi verið á ferð um land­ið.

Viku­leg upp­færsla á covid.is

Spurð að því hvort til greina komi að upp­færa tölu­legar upp­lýs­ingar á covid.is oftar en einu sinni í viku líkt og verið hefur að und­an­förnu segir Hjör­dís ekki stefnt að því í bráð. „Meðan smit í sam­fé­lag­inu var eins og það var og er búið að vera þá teljum við ekki þurfa að gefa upp þessi fáu smit sem hafa ver­ið,“ segir Hjör­dís.

Hún bendir þó á að þegar upp komi smit utan sótt­kví­ar, líkt og gerð­ist í gær, þá sé send út til­kynn­ing. Það sé gert vegna þess að smit sem grein­ist utan sótt­kvíar geti haft sam­fé­lags­leg áhrif. „Eins og er ætlum við að halda þessu svona,“ segir Hjör­dís um viku­lega upp­færslu talna á covid.­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent