Er Sjálfstæðisflokkur vandamál eða svar, hvað eigum við skilið og fæst traust með fötum?

Þingmenn ræddu traust á stjórnmálum og stjórnsýslu í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Þeir sem tóku til máls voru flestir hvorki sammála um orsök traustleysis né leiðir til að laga það.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Auglýsing

Aug­ljós­asta skrefið sem þarf að stíga til að auka traust á íslensk stjórn­mál er að halda Sjálf­stæð­is­flokknum frá völdum en samt er hluti af lýð­ræð­inu okkar að kjós­endur hafa kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að fara með völd. 

Lands­menn eiga skili stjórn­völd sem hafa bein í nef­inu gagn­vart and­lýð­ræð­is­legum öflum og standa vörð um hags­muni almenn­ings gagn­vart þeim en á sama tíma hafa verið inn­leiddar hér umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar til að auka gagn­sæi og vinna gegn spill­ing­u. 

Þarf að rekja spor þeirra risa sem byggja auð­legð sína á nýt­ingu á þjóð­ar­eign Íslend­inga, treystir for­sæt­is­ráð­herra ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála til að sitja áfram í rík­is­stjórn sinni eða snýst þetta traust­leysi á end­anum bara um það hvernig þing­menn klæða sig? Svo er það Sam­herji, meint sið­laus verk starfs­manna og stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og til­raunir þeirra til að grafa undan lyk­il­stofn­unum í sam­fé­lag­inu.

Þetta er meðal þess sem kom fram í sér­stakri umræðu um traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu sem fram fór á Alþingi í dag. 

Sið­laus verk og kerf­is­breyt­ingar

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, var máls­hefj­andi hinnar sér­stöku umræðu og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra var til and­svara. Björn Leví spurði í ræðu sinni hvort það væri ásætt­an­legt að einn af hverjum þremur bæri traust til stjórn­mála, og sagð­ist sjálfur ekki telja svo vera. Hann vildi sjálfur vilja sjá að tveir af hverjum þremur myndu vera þeirrar skoð­unar að verið væri að vinna almanna­hags­munum á vett­vangi þings­ins en ekki verja sér­hags­muni. Björn Leví spurði for­sæt­is­ráð­herra hverjar væru helstu áskor­anir sem mæta þyrfti á næst­unni til að mæta traust­leys­inu. „Þessa dag­anna erum við að verða vitni að því hvernig er reynt að myrða mann­orð með arði af sam­eig­in­legum auð­lindum í sið­lausri vörn vegna sið­lausra verka.“

Auglýsing
Þar vís­aði Björn Leví til opin­ber­ana Kjarn­ans og Stund­ar­innar um hina svoköll­uðu „skæru­liða­deild“ Sam­herja sem beitti sér gegn blaða­mönn­um, lista­mönnum og öðru nafn­greindu fólki sem gagn­rýnt hafði fyr­ir­tækið og reyndi meðal ann­ars að hafa áhrif á nið­ur­stöðu for­manns­kjör í stétt­ar- og fag­fé­lagi blaða­manna. „Vand­inn er kerf­is­lægur og birt­ist okkur reglu­lega í ein­stökum sið­ferð­is­legum álita­efnum eins og Sam­herj­a­mál­inu, Lands­rétt­ar­mál­inu, upp­reist æru, Í Ásmund­ar­sal, í ráðn­ingu á ráðu­neyt­is­stjóra, á Klaust­ur­bar, í Glitn­is­skjöl­un­um, Panama­skjöl­unum og í fullt af öðrum ein­stökum mál­u­m[...]aug­ljósa fyrsta skrefið sé að halda Sjálf­stæð­is­flokknum frá valda­stólum því að þaðan koma nær öll þessi ein­stöku sið­ferð­is­legu álita­mál“.

Katrín svar­aði því til að hún hefði beitt sér mikið fyrir kerf­is­breyt­ing­um. Hún hefði sett saman hóp til að kanna þessar áskor­anir sem skil­aði af sér átta áherslu­sviðum og 25 ein­stökum til­lögum til úrbóta. HEilt á litið hafi gengið vel að inn­leiða þessar til­lögur og mark­miðum stjórn­valda hafi verið náð í á að minnsta kosti fjórum af átta áherslu­sviðum sem voru til­greind í til­lögum starfs­hóps­ins. Þar hafi munað mestu um þrjú frum­vörp til laga sem voru sam­þykkt á kjör­tíma­bil­inu: frum­varp til laga um breyt­inga á upp­lýs­inga­lög­um, frum­varp um varnir gegn hags­muna­vörslu og frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara. Katrín sagði að allt væru þetta kerf­is­breyt­ingar og allt aðgerðir til þess fallnar að auka traust á Alþingi.

Eru kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks bara spillt­ir?

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagði í ræðu sinni að Píratar færu með þá mön­tru að lausnin á því að traust bygg­ist upp til stjórn­mála væri að halda Sjálf­stæð­is­flokknum frá völd­um. Hún sagð­ist velta fyrir sér hvaða skila­boð væri að senda til þjóð­ar­innar með þessum mál­flutn­ingi, enda væri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sá flokkur sem fengi flest atkvæði í þing­kosn­ingum og í flestum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. „Það fólk sem kýs þennan flokk, er það þá bara spillt?,“ spurði Bryn­dís. 

Hún sagði að með þess­ari mön­tru, sem gengi út á að hér væri allt í fínu lagi ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki við völd, finn­ist henni  væri verið að tala inn í þjóð­ina að hér væri raun­veru­leg og erfið spill­ing. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Spill­ing í stjórn­málum er alvar­legt vanda­mál mjög víða, sagði Bryn­dís og sagði frá því að hún hefði sinnt kosn­inga­eft­ir­liti í Hvíta Rúss­landi í síð­ustu kosn­ingum þar í landi. Þar hafi hún orðið vitni að kosn­inga­svindli þar sem vilji þjóð­ar­innar var að engu gerð­ur. Nýj­ustu fregnir það­an, þar sem flug­vél Ryanair var kyrr­sett í Hvíta Rúss­landi til að hægt yrði að taka fastan blaða­mann, sýndu hvernig staða mála væri þar í landi. „Með þessu er ég ekki að segja að hér á landi sé allt í hinu fín­asta lagi og að hér á landi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinu. En við erum ekki á sama stað og þessar þjóð­ir. Og þegar íslenskir þing­menn fara á erlenda grundu og tala með þeim hætti að hér séu mikil spill­ing­ar­vanda­mál það er til þess fólgið að ýta enn frekar undir þá ímynd, sem er ekki til stað­ar. Þrátt fyrir allt þá búum við hér í góðu sam­fé­lagi sem virðir lýð­ræð­ið. Og hluti af því lýð­ræði er að kjós­endur hafa kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að fara með völd.“

Lands­menn eigi skilið stjórn­völd með bein í nef­inu

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði í ræðu sinni hvað traust væri. „Það er sú til­finn­ing að ástæða til að ætla að ein­hver mann­eskja eða stjórn­mála­flokkur standi við orð sín. Láti ekki stjórn­ast af ann­ar­legum hvöt­um. Starfi í góðri trú. Þegar litið er á þá íslensku stjórn­mála­hefð að ganga óbund­inn frá kosn­ingum eftir að hafa skuld­bundið sig á ýmsan hátt fyrir kosn­ing­ar, en rísa svo upp eftir kosn­inga­nótt­ina eins og ein­herji í Val­höll með öllu ósnort­inn af skuld­bind­ingum sínum um rík­is­stjórn­ar­sam­starf, þá verður ekki sagt að kjós­endur hafi ríka ástæðu til að  treysta íslenskum stjórn­mála­mönnum eða íslensku stjórn­mála­kerfi sér­stak­lega.“

Auglýsing
Hann ræddi svo um nýlegar opin­ber­anir Kjarn­ans og Stund­ar­innar á „skæru­liða­deild“ ­Sam­herja og sagði að í henni hafi almenn­ingur fengið verð­mæta inn­sýn í valda­kerfi lands­ins. „VIð höfum séð menn sem hafa kom­ist til óheyri­legs auðs og valda með aðgangi að auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Við höfum séð við­horf þess­ara manna til eft­ir­lits­stofn­ana sem starfa í almanna­þágu. Seðla­bank­ans og frjálsra fjöl­miðla og við höfum séð hvernig þeir ráð­ast að ein­stak­lingum og grafa undan stofn­un­um. Lands­menn eiga skili stjórn­völd sem hafa bein í nef­inu gagn­vart slíkum öflum og standa vörð um hags­muni almenn­ings gagn­vart þeim. Því miður bendir fátt til þess að á það sé að treysta.“

Öfl­ugt lýð­ræði eitt sterkasta vopnið gegn spill­ingu

Hann Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagði stöðu fjöl­miðla vera spegil á stöðu lýð­ræðis í hverju sam­fé­lagi og öfl­ugt lýð­ræði væri eitt sterkasta vopnið gegn spill­ingu í hverju sam­fé­lagi. „Hver er þá staða fjöl­miðla á Íslandi? Það bár­ust fréttir af því nýlega enn eitt árið að við föllum niður lista sam­tak­anna Blaða­menn án landamæra yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­inum og erum orðin miklir eft­ir­bátar ann­arra Norð­ur­landa, sam­fé­laga sem við berum okkur gjarnan saman við og það með réttu. Í umsögn­inni er sér­stak­lega til­tekið að sam­skipti fjöl­miðla og stjórn­mála­fólks hafi farið versn­andi hin síð­ustu ár og er líka minnst á Sam­herj­a­skjölin og við­brögð Sam­herja við þeirri umfjöllun fjöl­miðla á Íslandi. Á þessum tíma, sem full ástæða er til að hafa áhyggjur af varð­andi stöðu fjöl­miðla á Íslandi, ber­ast fréttir af ítrek­uðum og grófum árásum skæru­liða­deildar útgerð­ar­ris­ans Samherja á fjöl­miðla­menn og aðra gagn­rýnend­ur, árásum á fólk sem ber ábyrgð á því að tryggja gegn­sæi og upp­lýs­inga­flæði í umræð­unni fyrir íslenskt sam­fé­lag.“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Hún minnt­ist á aðgerð­ar­lista stjórn­valda sem settur var fram eftir að Namib­íu­mál Sam­herja, sem snýst um meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti, kom upp í nóv­em­ber 2019, og átti að leiða til auk­ins trausts á íslensku atvinnu­lífi. „Hvað er að frétta af þeim aðgerða­lista? Við bíðum nefni­lega enn, m.a. eftir úttekt á við­skipta­háttum íslenskra útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum um afla­heim­ildir í þró­un­ar­lönd­um. Það skiptir máli að fá svör. Það skiptir máli að við fáum vopn í hern­aði við skæru­liða útgerðarisanna. Við í Við­reisn höfum lagt til breyt­ingar til að leggja hönd á plóg í þess­ari bar­áttu. Við höfum lagt til að stærstu útgerð­irnar verði skráðar á verð­bréfa­markað svo fjár­málin verði opin­ber, eign­ar­að­ildin verði dreifð­ari og að afmarkað verði með skýr­ari hætti hámark eignar tengdra aðila í afla­hlut­deild. Við höfum líka beðið núna í ríf­lega fimm mán­uði eftir því að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra skili Alþingi umbeð­inni skýrslu um eign­ar­að­ild þess­ara útgerðarisa í íslensku atvinnu­lífi óháð sjáv­ar­út­vegi. Hvar liggja spor þess­ara risa, sem byggja auð­legð sína á þjóð­ar­auð­lind Íslend­inga? Hvar liggja spor þeirra í íslensku sam­fé­lagi, í atvinnu­lífi okk­ar?“

Brynjar segir klæðnað skipta máli

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði aðgerð­ar­leysi stjórn­valda í kjöl­far Namib­íu­máls­ins, sem kom upp haustið 2019,  vera svaka­legt. Af þeim sjö aðgerðum sem rík­is­stjórnin ætl­aði að grípa til vegna þess varð ein að veru­leika.

Ekk­ert hafi orðið af þeim aðgerðum sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, átti að grípa til og fylgja eft­ir. „Ráð­herr­ann ætlar greini­lega ekki að aðhaf­ast neitt, enda hvað ætti ráð­herr­ann að aðhaf­ast ver­andi bull­andi van­hæfur til allra aðgerða tengdu þessu félagi. Ég spyr því hæst­virtan for­sæt­is­ráð­herra sem seg­ist vilja efla traust á stjórn­mál­un­um, á Alþingi og stjórn­sýsl­unni: Treystir hún ennþá hæst­virtum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til að fara með þetta emb­ætti? Er það rétt­læt­an­legt að hann sitji í þessu emb­ætti á meðan að þetta mál tröll­ríður sam­fé­lag­in­u?“

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, steig í pontu og  sagði að ef traust á stjórn­mál og Alþingi væri lítið þá væru þing­menn aug­ljós­lega sjálfir söku­dólg­ur­inn. Ástæða þess sé sú að þing­menn séu alltaf í upp­hróp­unum í stað gagn­legrar og mál­efna­legrar umræðu. „Við tölum allt niður í stað þess að hafa uppi ein­hverja póli­tíska hug­mynda­fræð­i[...]Það skiptir máli hvernig við komum fram, hvernig við erum klædd þegar við komum fram. Mál­efna­leg gagn­rýni má vera hvöss, en við ráðum ekki við það, það skulu alltaf vera upp­hróp­anir um ein­hverja aðra en okkur sjálf til að grafa undan stjórn­mál­un­um. Við erum snill­ingar í því og höfum verið snill­ingar í því nokkuð leng­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent