Hópur vísindamanna: Engin þörf á örvun bólusetninga

Fyrirliggjandi vísindaleg gögn um virkni bóluefna gegn COVID-19 benda ekki til þess að þörf sé á að örva bólusetningar í samfélögum almennt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps sérfræðinga, m.a. frá WHO og FDA.

Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Auglýsing

Nið­ur­staða rýni alþjóð­legs hóps sér­fræð­inga, m.a. frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) og Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) er sú að þrátt fyrir útbreiðslu delta-af­brigðis kór­ónu­veirunnar sé virkni bólu­efna gegn alvar­legum veik­indum af COVID-19 svo mikil að „ekki er við­eig­andi“ að gefa almennt örv­un­ar­skammtar á þessum tíma­punkti í far­aldr­in­um.

Nið­ur­stöð­urnar eru birtar í nýjasta hefti lækna­blaðs­ins The Lancet. Rýnin er byggð á nið­ur­stöðu úr til­vilj­ana­kenndu úrtaki fyr­ir­liggj­andi próf­unum og rann­sóknum sem gefnar hafa verið út um virkni bólu­efn­anna.

Allar rann­sókn­irnar sem rýnt var í benda til þess að vörn bólu­efna gegn alvar­legum veik­indum af COVID-19, líka veik­indum af völdum nýj­ustu afbrigða veirunn­ar, er mik­il.

Auglýsing

Með­al­tal úr rann­sókn­unum er að bólu­setn­ing veiti 95 pró­sent vörn gegn alvar­legum veik­ind­um, bæði af völdum delta-af­brigð­is­ins og alpha og yfir 80 pró­sent vörn almennt gegn sýk­ingu af völdum þess­ara afbrigða. Rýnin leiddi einnig í ljós að bólu­efnin veita betri vörn gegn alvar­legum veik­indum en mild­ari ein­kennum sjúk­dóms­ins.

Í grein vís­inda­hóps­ins kemur fram að þrátt fyrir að bólu­efnin veiti minni vörn gegn smiti og ein­kenna­lausri sýk­ingu heldur en alvar­legum veik­ind­um, jafn­vel í sam­fé­lögum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er hátt, er það hinn óbólu­setti minni­hluti sem er helsti drif­kraftur útbreiðslu sýk­inga. Auk þess eru óbólu­settir í mun meiri hættu á að veikj­ast alvar­lega.

„Sam­an­tekið þá veita þær rann­sóknir sem eru fyr­ir­liggj­andi á þess­ari stundu ekki trú­verð­ugar sann­anir á raun­veru­legri dvín­andi vörn gegn alvar­legum veik­indum sem er frum­mark­mið bólu­setn­inga,“ segir aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, Ana-Maria Hena­o-Restrepo, sem fer fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efnum hjá WHO. „Hið tak­mark­aða magn af þessum bólu­efnum mun bjarga flestum manns­lífum ef það verður gert aðgengi­legt fyrir fólk sem er í mestri hættu á alvar­legum veik­indum og hefur ennþá ekki fengið bólu­efni. Jafn­vel þótt að ein­hver ávinn­ingur gæti náðst með örvun mun hann ekki vega meira en sá ágóði sem fæst með frum­bólu­setn­ingu óbólu­settra.

Ef bólu­efnum væru dreift þangað sem þeim ger­ist mest þörf geta þau flýtt fyrir því að við sjáum fyrir end­ann á far­aldr­inum með því að koma í veg fyrir frek­ari þróun afbrigða.“

Um 80 pró­sent alls þess bólu­efnis sem fram­leitt hefur verið hefur endað hjá rík­ustu þjóðum heims. Þær hafa því náð að bólu­setja meiri­hluta íbúa sinna. Staðan er allt önnur í fátæk­ustu lönd­um. Þar er bólu­setn­ing­ar­hlut­fall enn undir 2 pró­sentum að með­al­tali. Á annan tug þjóða í Evr­ópu eru byrj­aðar eða með það í und­ir­bún­ingi að örva bólu­setn­ing­ar. Á Íslandi býðst þeim sem fengu bólu­efnið Jans­sen, á sama hvaða aldri þeir eru, að fá örvun með bólu­efnum Pfizer og Moderna. Einnig býðst öllum yfir sex­tugu, sama hvaða bólu­efni það fékk, að fá örv­un­ar­skammt.

Fleira en mótefna­svar skiptir máli

Höf­undar grein­ar­innar benda enn­fremur á að þrátt fyrir að mótefni dvíni með tím­anum hjá fólki sem fengið hefur bólu­setn­ingu þurfi það ekki að hafa áhrif á virkni bólu­efn­anna gegn alvar­legum veik­ind­um. Fleira en mótefna­svar skipti máli. Ef nota eigi örv­un­ar­skammta af bólu­efnum gegn COVID-19 á end­anum þurfi að rann­saka til hlítar í hvaða til­vikum þeir gagn­ist best.

Dreifing bóluefna um heiminn er svo ójöfn að sums staðar hefur aðeins brot úr prósentu fengið bólusetningu. Mynd: EPA

Einnig vekur vís­inda­fólkið athygli á því að smám saman hækki hlut­fall bólu­settra í sam­fé­lögum og á heims­vísu sem verði til þess, eðli máls­ins sam­kvæmt, að það fækki í hópi óbólu­settra. Þetta mun að end­ingu hafa þau áhrif að hlut­falls­lega fleiri til­felli alvar­legra veik­inda verði hjá bólu­sett­um. Inn í þann reikn­ing verði að taka breytta hegðun fólks sam­hliða því að finna til öryggis með bólu­setn­ingu. Hins veg­ar, segir vís­inda­fólk­ið, kalla bólu­efnin svo gott mótefna­svar fram gegn þeim afbrigðum sem þegar eru á kreiki að ólík­legt verður að telj­ast að þau hafi stökk­breyst það mikið að þau kom­ist fram­hjá þeim vörnum sem bólu­efnin veita.

Bólu­efni til örv­un­ar, sem þróað yrði sér­stak­lega til að gagn­ast gegn mögu­legum veiru­af­brigðum fram­tíð­ar­innar gætu orðið áhrifa­rík­ari og lang­vinn­ari en núver­andi bólu­efni. Svipuð nálgun er notuð við þróun bólu­efna gegn inflú­ensu. Ár hvert er þróað nýtt bólu­efni byggt á öllum þeim vís­inda­upp­lýs­ingum sem eru til­tækar um þau afbrigði sem eru á stjái.

„Þau bólu­efni sem nú eru aðgengi­leg eru örugg, árang­urs­rík og þau bjarga manns­líf­um,“ segir Sou­mya Swa­m­in­athan, aðal­vís­inda­maður WHO og með­höf­undur grein­ar­innar í Lancet. „Jafn­vel þótt að hug­myndin um að draga enn frekar úr til­fellum COVID-19 með því að örva ónæmi þegar bólu­settra ein­stak­linga sé heill­andi ætti að taka hverja slíka ákvörðun á vís­inda­legum grunni og íhuga ávinn­ing­inn og áhætt­una fyrir ein­stak­linga og sam­fé­lög. Þessar áhættu­sömu ákvarð­anir ætti að byggja á sterkum sönn­unum og alþjóð­legri, vís­inda­legri umræð­u.“

Rann­sóknarýnin var gerð af sér­fræð­ingum frá eft­ir­töldum stofn­un­um:

Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna

Háskól­anum í Was­hington

Háskól­anum í Oxford

Háskól­anum í Flór­ída

Háskól­anum í Vest­ur­-Ind­íum á Jamaíka

Háskól­anum í Bristol

Háskól­anum Uni­versi­dad Nacional Autonoma de Mex­ico

Frjó­sem­is- og HIV-­rann­sókn­ar­stofn­un­inni Wits í Suð­ur­-Afr­íku

Háskól­anum í París

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent