Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Auglýsing

Hug­myndir um nýt­ingu vind­orku hér á landi eru að óraun­hæfar að mati Bjarna Bjarna­sonar frá­far­andi for­stjóra Orku­veitu Reykja­víkur sem var í við­tali í Silfr­inu á RÚV á sunnu­dag. Hann segir ekki rétt að það liggi veru­lega á að koma hér upp vind­orku­verum í þágu orku­skipta og segir að það versta sem gæti gerst væri ef hér yrðu reistar þús­und vind­myllur á einu bretti.

Bjarni ræddi um orku­skipt­in, orku­þörf og hug­myndir um upp­bygg­ingu vind­orku­vera, eða vind­myllu­garða hér á landi. Ýmis fyr­ir­tæki hafa sóst eftir því að fá að beisla vind­inn, alla liggja fyrir hug­myndur um slíka upp­bygg­ingu á 34 stöðum víða um land­ið.

Með­al­vind­orku­ver gnæfir 150 metra yfir umhverfið

„Fyr­ir­tækin sem sækj­ast eftir að kom­ast í þetta eru norsk og dönsk og frönsk og ein­hver íslensk að auki. Ég held að það þurfi svona um það bil 30 vind­myllur á hverju svæði bara til þess að tryggja lág­marks hag­kvæmni. Og það þýðir á þessum svæðum sam­an­lagt svona um eitt þús­und vind­myll­ur. Eitt þús­und vind­myll­ur.

Auglýsing

Vind­myllur í dag eru engin smá­smíð. Ég bendi á að með­al­vind­mylla í dag, sem er þrjú mega­vött, hún er 100 metra há, bara stólp­inn undir henni. Með spaða í hæstu hæð þá bæt­ast við 50 metrar þannig að hún mun hún gnæfa 150 metra yfir umhverf­ið.

En tækn­inni fleygir fram þannig að lík­ast til verða vind­virkj­anir fjögur til fimm mega­vött og þeim mun hærri, kannski 250 metrar á hæð,“ segir Bjarni.

Kort sem sýnir þá 34 staði sem ýmis fyrirtæki hafa lagt fram hugmyndir um að nýttir verði fyrir vindorkuver. / Skjáskot RÚV

Orku­geir­inn myndi valta yfir ferða­þjón­ust­una

Hann var spurður að því í þætt­inum hvort áform um vind­virkj­anir hér á landi væru raun­hæfar að hans mati.

„Ég tel að þær séu alls ekki raun­hæf­ar. Þarna væri orku­geir­inn að valta yfir ferða­þjón­ustu. Ferða­þjón­ustan er í dag sá atvinnu­vegur sem skilar mestum gjald­eyri í þjóð­ar­bú­ið, gerði það fyrir Covid og það stefnir í það aftur núna, þannig að atvinnu­vegir þurfa að sjálf­sögðu að búa saman í sátt og sam­lyndi, það er ekki annað hægt. Einn atvinnu­vegur getur ekki valtað yfir ann­an.”

Ekk­ert liggi á

Bjarni segir æski­legt að eyða allri notkun á jarð­efna­elds­neyti út úr orku­bú­skap Íslands og eðli­legt sé að nýta vind­inn til að fram­leiða orku, en það sé ekki sama hvernig staðið sé að mál­um.

„Ég tel í fyrsta lagi að okkur liggi alls ekki á. Það versta sem gæti gerst er að við færum af stað og byggðum 1.000 vind­myllur sam­tím­is. Sporin hræða og hjarð­hegðun er ekki góð,” segir Bjarni og bendir á að hér á landi hafi í gegnum tíð­ina verið gengið of langt í ýmsum atvinnu­greinum með slæmum afleið­ing­um, t.d. í fisk­eldi, loð­dýra­rækt og svo í banka­starf­semi fyrir hrun.

„Ef við gefum okkur ekki tíma til að læra af reynsl­unni, af fyrstu vind­orku­görð­un­um, þá er ver af stað farið en heima set­ið,“ segir Bjarni.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir þáttastjórnandi í Silfrinu á RÚV og Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar.

Gera þarf vind­mæl­ingar á hverjum stað

Hann segir mjög mik­il­vægt að fara ekki of hratt í upp­bygg­ing­una. „Við verðum að gefa okkur tíma. Í fyrsta lagi þarf að gera 2-3 ára mæl­ingar á hverjum stað, það er algjör­lega nauð­syn­legt. Það þarf að velja rétta tækni og það er mik­il­vægt hvar við veljum þeim stað.“

Vindorkuver eru stærðarinnar mannvirki.

Hann bendir á að það getu haft kosti að stað­setja vind­orku­ver á rösk­uðum svæð­um, þ.e. við núver­andi virkj­an­ir. Að tylla vind­myllum upp á fjall er afar óheppi­legt að mati Bjarna, enda sjá­ist víða langar leiðir hér á landi. Nálægð við virkj­anir hafi einnig þann kost að aðgengi að dreifi­kerfi sé betra.

Mikil pressa er víða lögð á sveit­ar­stjórn­ar­fólk að taka ákvarð­anir um vind­orku­ver, Bjarni var beð­inn að gefa þeim ráð um hvað skyldi gera.

„Andið með nef­inu. Megni þess­ara fyr­ir­tækja eru erlend fyr­ir­tæki sem eru ekki að hugsa um lofts­lagið heldur fyrst og fremst að hugsa um ágóða. Mál­flutn­ingur þeirra er dálítið í þeim dúr, og jafn­vel að þeir séu að vekja sekt­ar­kennd meðal heima­manna að þeir verði að taka þátt í að bjarga heim­in­um. Þetta er ekki góður mál­flutn­ingur finnst mér. Með því að bjarga heim­inum megum við ekki fórna nátt­úru heims­ins held­ur.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent