Hvað vill Flokkur fólksins?

Flokkur fólksins boðar margvíslegar aðgerðir til þess að bæta hag þeirra sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi. Flokkurinn segist geta sótt tugi milljarða til þess að fjármagna loforð sín með breytingum í lífeyrissjóðakerfinu.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur á und­an­förnum dögum verið að kynna fram­boðs­lista sína fyrir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar. Flokk­ur­inn, sem fékk fjóra þing­menn kjörna eftir kosn­ing­arnar 2017 þrátt fyrir að ein­ungis tveir standi nú eftir innan raða flokks­ins, hefur verið að mæl­ast undir kjör­fylgi í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu og jafn­vel undir fimm pró­senta fylgi á lands­vísu, sem myndi þýða að flokk­ur­inn þyrfti að treysta á að fá kjör­dæma­kjörna þing­menn.

Flokk­ur­inn hefur sótt sér nokkra nýja odd­vita, sem eiga það sam­eig­in­legt að vera allir þekktir af öðrum störf­um, jafn­vel þjóð­þekktir ein­stak­ling­ar. Tómas Tóm­as­son veit­inga­maður á Ham­borg­ara­búll­unni leiðir flokk­inn í Reykja­víkur norð­ur, Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir for­maður Hag­muna­sam­taka heim­il­anna er odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi, Jakob Frí­mann Magn­ús­son tón­list­ar- og athafna­maður í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Eyjólfur Ármanns­son for­maður hóps­ins Orkan okkar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þessi fjögur ásamt þeim Ingu Sæland for­manni og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni vara­for­manni leiða flokk­inn fram til kosn­inga, en ennþá er flokk­ur­inn þó bara búinn að kynna þrjá heila fram­boðs­lista. En fyrir hvað stendur Flokkur fólks­ins og hverju lofar hann kjós­endum fyrir kom­andi kosn­ing­ar? Kjarn­inn kíkti á það sem flokk­ur­inn býður kjós­endum upp á.

Á vef flokks­ins má finna yfir­lit yfir þau mál sem Flokkur fólks­ins hyggst setja í for­gang. Þar eru þónokkur lof­orð, sum nákvæm­lega útfærð, en önnur síð­ur. Sér­stök áhersla er lögð á mál­efni eldri borg­ara, öryrkja og lág­tekju­hópa í íslensku sam­fé­lagi.

350 þús­und króna lág­marks­fram­færsla

Flokkur fólks­ins vill nýtt almanna­trygg­inga­kerfi sem tryggi lág­marks­fram­færslu, 350 þús­und krónur á mán­uði, skatta- og skerð­inga­laust. Flokk­ur­inn vill auk þess að öllum öryrkjum sem treysta sér til verði leyft „reyna fyrir sér á vinnu­mark­aði í tvö ár án skerð­inga“ og án þess að örorka þeirra sé end­ur­met­in.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja beita sér fyrir því að skatt­leys­is­mörk verði hækkuð í 350 þús­und krónur á mán­uði. Skatt­leys­is­mörk launa eru í dag 168.230 kr. svo um er að ræða tæp­lega 180 þús­und króna hækkun skatt­leys­is­markanna. Flokk­ur­inn seg­ist vilja „færa per­sónu­af­slátt­inn frá þeim ríku til hinna efna­minn­i“, það sé „sann­gjarnt, rétt­látt og eðli­leg­t“.

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja hækka frí­tekju­mark elli­líf­eyris vegna líf­eyr­is­tekna úr 25 þús­und upp í 100 þús­und og heitir því að „leggja niður skerð­ingar á elli­líf­eyri vegna atvinnu­tekna.“

Afnám verð­trygg­ingar

Flokkur fólks­ins hefur lengi haft það á stefnu­skrá sinni að afnema verð­trygg­ingu hús­næð­is­lána og er það á meðal for­gangs­mála flokks­ins nú. Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja að almenn­ingi verði heim­ilt að end­ur­fjár­magna verð­tryggð lán með óverð­tryggðum lánum án þess að und­ir­gang­ast láns­hæf­is- og greiðslu­mat.

Flokk­ur­inn heitir því einnig að „af­nema með öllu him­inhá upp­greiðslu­gjöld á lána­samn­ingum sem Íbúða­lána­sjóður gerði á sínum tíma“ og berj­ast gegn hús­næð­is­skorti með því að „skapa hvata til auk­innar upp­bygg­ingar á nýju hús­næð­i“. Þá segir flokk­ur­inn að verð íbúða­lóða eigi að „miða við raun­kostn­að, en ekki duttl­unga mark­að­ar­ins.“

Í sjáv­ar­út­vegs­málum seg­ist Flokkur fólks­ins vilja að „fullt verð“ verði greitt fyrir aðgang að sjáv­ar­auð­lindum og styður að kveðið verði á um að auð­lindir séu í þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skránni. Flokk­ur­inn vill „nýja nýt­ing­ar­stefnu fiski­mið­anna“ sem feli í sér að íbúar sjáv­ar­byggða fái auk­inn rétt til að nýta sjáv­ar­auð­lind­ina með jákvæðum áhrifum fyrir sjáv­ar­pláss víða um land, með stór­efldum strand­veiðum og frjálsum hand­færa­veið­um.

Engar skerð­ingar á náms­lán

Flokkur fólks­ins vill að þeir sem eru á náms­lánum frá Mennta­sjóði náms­manna verði ekki fyrir neinum skerð­ing­um, þrátt fyrir að laun þeirra séu hærri en sem nemur frí­tekju­marki náms­lána. Í stefnu­skrá flokks­ins segir að það eigi að veita náms­fólki frelsi til að afla sér auka­tekna. Í dag eru regl­urnar þannig að náms­maður má hafa allt að 1.410.000 kr. í tekjur á árinu 2021 án þess að náms­lán hans á náms­ár­inu 2021-2022 skerð­ist.

Auglýsing

Í heil­brigð­is­málum ætlar Flokkur fólks­ins sér stóra hluti. Flokkur fólks­ins segir að hann muni tryggja „fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins að fullu,“ „út­rýma öllum biðlistum eftir nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu“ og tryggja að fólk sem fæð­ist með lýti fái lækn­is­að­gerðir nið­ur­greiddar frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Flokk­ur­inn seg­ist enn fremur að hann muni aldrei sætta sig við að börn þurfi að bíða eftir brýnni lækn­is­hjálp.

Lofts­lags­að­gerðir án þess að íþyngja almenn­ingi

Í umhverf­is­málum vill Flokkur fólks­ins að Ísland axli ábyrgð hvað lofts­lags­breyt­ingar varð­ar, án þess þó að aðgerðir í þágu umhverf­is­verndar bitni á almenn­ingi. „Við munum beita okkur gegn grænum sköttum sem auka mis­skipt­ingu og fátækt,“ segir flokk­ur­inn, sem boðar að „hreinar orku­lindir lands­ins“ verði „nýttar af skyn­semi svo draga megi úr meng­un.“

Í umhverf­is­málum seg­ist flokk­ur­inn einnig standa gegn þjóð­garði á hálend­inu. „Há­lendið er unaðs­reitur sem má ekki stofn­ana­væða í formi þjóð­garðs með til­heyr­andi ráð­herraræði á kostnað almanna­rétt­ar. Það hafa ekki allir efni á utan­lands­ferð­u­m,“ segir flokk­ur­inn.

Heita því að fjár­magna lof­orðin

Flokkur fólks­ins segir að þau kosn­inga­lof­orð sem sett hafa verið fram af hálfu flokks­ins muni flokk­ur­inn einnig fjár­magna, með aðgerðum sem er tíund­aðar í stefnu­skrá flokks­ins.

Þannig seg­ist flokk­ur­inn ætla sér að sækja tugi millj­arða í rík­is­sjóð með því að „af­nema und­an­þágu líf­eyr­is­sjóða til að halda eftir stað­greiðslu skatta við inn­borgun í sjóð­ina.“ Flokk­ur­inn segir að þannig muni stað­greiðslan verða tekin „strax við inn­borgun en ekki þegar greitt er úr sjóð­unum eins og nú er.“

Auk þess segir flokk­ur­inn ætla að inn­heimta fullt verð fyrir aðgang að sjáv­ar­auð­lind­inni, inn­leiða banka­skatt­inn á ný og „hreinsa til í kerf­inu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum rík­is­sjóðs“ án þess að nánar sé útli­stað hvaða útgjöld rík­is­sjóðs séu óþörf með öllu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent