Ísland raðgreinir mest í heimi

Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.

Kórónuveiran
Auglýsing

Ísland: Fyrsta sæti.

Dan­mörk: Annað sæti.

Ástr­al­ía: Þriðja sæti.

Þegar kemur að einu helsta tæki sem mann­kynið hefur til að fylgj­ast með þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og mögu­lega bregð­ast við með áhrifa­ríkum hætti á hverjum tíma er Ísland fremst í flokki. Hér hafa 56,2 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind. Danir sem koma næstir hafa greint 46,6 pró­sent.

Um þetta er fjallað í frétta­skýr­ingu Was­hington Post.

Auglýsing

Mann­fjöldi og þar af leið­andi fjöldi sýktra er vissu­lega mis­jafn milli okkar Íslend­inga og t.d. Banda­ríkj­anna en þar í landi hafa aðeins 3,6 pró­sent jákvæðra sýna verið rað­greind. Þar hafa hins vegar greinst um 48 millj­ónir til­fella en hér eru þau 17.770 tals­ins.

Rað­grein­ing varpar ljósi á gerð veirunnar og breyt­ingar sem á henni verða. Veirur breyt­ast stöðugt en aðeins er farið að tala um ný afbrigði þegar þessar breyt­ingar eru orðnar umfangs­mikl­ar. Þannig hefur Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin skil­greint afbrigði og gefið þeim nafn: Alfa. Beta. Gamma. Delta.

Og nú Ómíkron.

Á þess­ari stundu er ekki vitað hvort að Ómíkron varð til í Suð­ur­-Afr­íku þó að það hafi fyrst upp­götvast þar líkt og þar­lendir vís­inda­menn til­kynntu opin­ber­lega í lok síð­ustu viku. Svo miklar og þess eðlis voru stökk­breyt­ing­arnar á veiru­af­brigð­inu, sem hafði fyrst og fremst greinst á ákveðnu svæði í land­inu en hefur nú greinst í löndum víðs­vegar um heim­inn, að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin ákvað að setja það þegar á lista yfir afbrigði sem valda áhyggj­um. Hvort að þær reyn­ist rétt­mætar á þó enn eftir að koma í ljós. Stór bylgja gengur nú yfir flest Evr­ópu­ríki sem og Banda­rík­in. Það hefur ekk­ert með Ómíkron að gera en ótt­inn felst í því að afbrigðið gæti enn aukið á þann vanda sem far­ald­ur­inn er nú að valda. Þess vegna ein­kennd­ust við­brögð margra ríkja af skelf­ingu – og ferða­bönn hafa aftur verið tekin upp, aðal­lega á ferða­lög frá ríkjum í sunn­an­verðri Afr­íku þar sem Ómíkrón greind­ist fyrst. Japan og Ísr­ael gengu skref­inu lengra og hafa skellt ferða­banni á alla erlenda rík­is­borg­ara, hvaðan svo sem þeir eru að koma.

Í næsta mán­uði verða tvö ár liðin frá því að kór­ónu­veiran greind­ist fyrst í Wuhan í Kína. Síðan þá hafa fjöl­mörg afbrigði skotið upp koll­in­um, nokkur orðið ráð­andi á ákveðnum svæðum eða um ákveð­inn tíma en ekk­ert þó í lík­ingu við Delta, afbrigðið sem fyrst greind­ist á Ind­landi fyrir um ári.

Veirur greindar og gögnum deilt með öðrum

Þekk­ing á afbrigðum fæst með rað­grein­ingu og slíkum upp­lýs­ingum er deilt með öðrum, m.a. í gegnum fyr­ir­bæri sem kall­ast GISAID. Í Suð­ur­-Afr­íku, þar sem Ómíkron var fyrst greint, eru rað­grein­ingar ekki stund­aðar af sama kappi og hér á landi. Þar hafa aðeins um 0,8 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind en til­felli COVID-19 frá upp­hafi far­ald­urs­ins eru um þrjár millj­ón­ir.

Í grein­ingu Was­hington Post á gögnum um rað­grein­ingar kemur fram að þótt aðeins um 3,6 pró­sent af jákvæðum sýnum í Banda­ríkj­unum séu rað­greind sé það fram­för frá því fyrir tæpu ári er hlut­fallið var aðeins 0,3 pró­sent. Á Ind­landi er hlut­fallið aðeins um 0,2 pró­sent. Í apr­íl, er Delta-far­ald­ur­inn reis sem hæst, var það 0,06 pró­sent.

Þetta hlut­fall skiptir máli og vís­inda­menn telja að það verði að vera ákveðið hátt svo hægt sé að grípa til aðgerða tím­an­lega.

Auglýsing

Það er sama hvort horft er til rað­grein­inga eða bólu­efna­skammta. Fátæk­ustu ríki ver­aldar eru á botn­in­um. Á meðan örv­un­ar­skammtar eru gefnir á Vest­ur­löndum er aðeins búið að bólu­setja um 6 pró­sent þeirra 1.200 millj­óna manna sem búa í Afr­íku. Aðeins um 3 pró­sent íbúa fátæk­ustu ríkja heims hafa verið bólu­sett.

Vís­inda­menn og alþjóða­stofn­an­ir, m.a. WHO, hafa frá upp­hafi varað við því að mis­skipt­ingin ætti eftir að koma í bakið á þeim sem keyptu sig fremst í for­gangs­röð­ina. „Þangað til að við bólu­setjum nægi­lega marga mun þetta ger­ast aftur og aft­ur,“ hefur Was­hington Post eftir Glendu Gray, sem fer fyrir lækna­ráði Suð­ur­-Afr­íku. Óbólu­settir munu alltaf dreifa veirunni meira og hraðar en bólu­settir og eftir því sem veiran hefur fleiri lík­ama að sýkja mun hún halda áfram að stökk­breyt­ast – jafn­vel til hins verra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent