Krefjast þess að Lyfjastofnun afturkalli markaðsleyfi bóluefnis fyrir 5-11 ára

Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins og fara fram á að Lyfjastofnun afturkalli útgefið markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer handa 5-11 ára börnum.

Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Auglýsing

Sam­tökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórn­sýslu­kæru til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem kærð er meint „van­ræksla“ Lyfja­stofn­un­ar, sem sögð er fel­ast í því að hafa ekki aft­ur­kallað þá ákvörðun sína um að veita skil­yrt mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efni Pfizer fyrir 5-11 ára gömul börn.

Lög­maður sam­tak­anna er Arnar Þór Jóns­son, sem einnig er vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari. Sam­tökin Frelsi og ábyrgð hafa nokkuð látið að sér kveða í opin­berri umræðu um bólu­setn­ingar und­an­farna mán­uði, meðal ann­ars með opnum bréfum í heil­síðu­aug­lýs­ingum í Morg­un­blað­inu þar sem efa­semdum um öryggi bólu­efna hefur verið velt upp.

Eitt af opnu bréfum Samtakanna Frelsi og ábyrgð sem birst hafa í Morgunblaðinu.

Í stjórn­sýslu­kærunni, sem lög­mað­ur­inn Arnar Þór sendi á fjöl­miðla í morg­un, er þess kraf­ist að heil­brigð­is­ráð­herra leggi fyrir Lyfja­stofnun að aft­ur­kalla án tafar skil­yrt mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efnið fyrir 5-11 ára börn, þar sem ekki hafi komið fram gögn sem sýni að ávinn­ingur bólu­efn­is­ins gegn ómíkrón-af­brigði kór­ónu­veirunnar sé meiri en áhættan af notkun þess.

Í kærunni segir að telja megi lík­legt að fyr­ir­hug­aðri notkun lyfs­ins „geti fylgt meiri áhætta en ábati“ gagn­vart börnum í þeim ald­urs­hópi sem um er að ræða og að engin rann­sókn hafi sýnt fram á að bólu­efnið veiti 5-11 ára gömlum börnum vernd gegn ómíkron-af­brigði veirunn­ar, sem nú sé orðið ráð­and­i.

Einnig er vísað er til þess, auk ann­ars, að yfir­völd í Finn­landi, Nor­egi, Sví­þjóð og Bret­landi hafi ein­ungis mælt með notkun bólu­efn­is­ins fyrir börn sem eru í sér­stökum áhættu­hópi, en ekki „hraust börn“.

Lyfja­stofnun skoðar grund­völl kærunnar

Lyfja­stofnun sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna þess­arar kæru síð­degis í dag. Þar er haft eftir Rúnu Hauks­dóttur Hvann­berg for­stjóra stofn­un­ar­innar að grund­völlur og for­senda þess­arar stjórn­sýslu­kæru sé til athug­unar hjá sér­fræð­ingum Lyfja­stofn­un­ar.

„En það er nauð­syn­legt að hafa í huga að þetta er stjórn­sýslu­kæra sem beint er til heil­brigð­is­ráð­herra. Með­ferð og úrlausn máls­ins er fyrst og fremst á for­ræði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. Lyfja­stofnun ein­beitir sér áfram að sínum kjarna­hlut­verk­um, m.a. að fylgj­ast með öryggi lyfja og bólu­efna sem verið er að nota í heil­brigð­is­kerf­inu okkar í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn,“ er haft eftir Rúnu í til­kynn­ing­unni.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Mynd: Almannavarnir

Í til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar er und­ir­strikað að bólu­efni Pfiz­er, sem heitir Com­irnaty, sé til í tveimur styrk­leik­um, ann­ars vegar 30 míkróg/­skammt sem ætlað sé til notk­unar hjá 12 ára og eldri og 10 míkróg/­skammt sem ætlað sé börnum á aldr­inum 5-11 ára. Minni skammt­ur­inn hlaut mark­aðs­leyfi á Íslandi 29. nóv­em­ber 2021.

„Nauð­syn­legt er að hafa í huga að þegar ákvörðun er tekin um að heim­ila notkun lyfja hjá nýjum sjúk­linga­hópi liggja ávallt fyrir nið­ur­stöður rann­sókna og aðrar upp­lýs­ingar sem sýna fram á að notk­unin er örugg,“ segir í til­kynn­ingu Lyfja­stofn­un­ar.

Auglýsing

Þar er einnig tekið fram að bólu­efnið sé með gild mark­aðs­leyfi í öllum löndum Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Hvað næstu skref í þessu kæru­máli varðar er tekið fram að máls­með­ferðin sé á for­ræði heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

„Alla jafna er næsta skref í málum af þessum toga það að ráðu­neyti óski umsagnar og athuga­semda þess stjórn­valds sem tók hina kærðu ákvörð­un. Lyfja­stofnun mun koma á fram­færi við ráðu­neytið umsögn sinni og athuga­semdum þegar eftir því verður ósk­að. Þegar þetta er ritað hefur Lyfja­stofnun ekk­ert erindi borist vegna þessa máls frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­in­u,“ segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

Áhætta talin rétt­læta bólu­setn­ingu en lítið bólar á fræðslu­efni

Stefnt er að því að hefja bólu­setn­ingu barna á aldr­inum 5-11 ára hér á landi á næstu dög­um. Fram hefur komið að mat Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis sé að COVID-19 geti verið alvar­legur sjúk­dómur hjá börn­um, sem rétt­læti bólu­setn­ingu, en sú leið að bólu­setja börn á aldr­inum 5-11 ára almennt gegn COVID-19 hefur verið farin í Banda­ríkj­unum og víð­ar.

Í pistli sem sótt­varna­læknir birti á vett­vangi sínum á vefnum Covid.is þann 17. des­em­ber, sem fól í sér leið­rétt­ingu á fyrra mati sótt­varna­læknis á áhrifum COVID-19 á börn, segir að ef áætlað sé að með­al­tal úr banda­rískum rann­sóknum „sé nærri raun­veru­leik­an­um“ megi álykta að ein­kenni sjá­ist hjá um 70 pró­sentum barna sem smit­ist af COVID-19, en rann­sóknir hafi sýnt að um 0,6 pró­sent af börnum á þessum aldri sem á annað borð sýni ein­kenni vegna COVID-19 þurfi á spít­ala­inn­lögn að halda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Sótt­varna­læknir sagði enn­fremur að ef öll þau 32 þús­und börn sem eru á aldr­inum 5-11 ára hér á landi smit­uð­ust af COVID-19 gæti útkoman orðið sú að spít­ala­inn­lagnir gætu orðið 134 tals­ins, 13 börn gætu þurft að leggj­ast inn á gjör­gæslu­deild og um það bil eitt barn lát­ist.

Í des­em­ber­mán­uði var boðað af hálfu heil­brigð­is­yf­ir­valda að fræðslu­efni fyrir for­eldra og for­ráða­menn um bólu­setn­ingar barna í þessum ald­urs­hópi væru í vinnslu og yrðu birtar á vefnum Covid.­is. Þær hafa hins vegar ekki enn verið birtar á þeim vett­vangi.

Upp­fært 16:00: Fréttin hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum um við­brögð Lyfja­stofn­unar við stjórn­sýslu­kærunni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent