Lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af málflutningi Þórólfs

Hin ýmsu samtök og hagsmunafélög hafa tekið sig saman og skorað á sóttvarnalækni að biðjast afsökunar á ummælum sínum um flóttafólk og hælisleitendur. Þau séu til þess fallin að ala á ótta og fordómum í garð þessa hóps.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Auglýsing

„Við und­ir­rituð lýsum yfir alvar­legum áhyggjum af þeim mál­flutn­ingi sem Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, hafði uppi á sótt­varn­ar­fundi þann 4. júní síð­ast­lið­inn er hann ræddi kór­ónu­veirusmit sem greinst hafði á meðal flótta­fólks á Ísland­i.“

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu tutt­ugu félaga­sam­taka vegna ummæla sótt­varna­læknis um hópsmit á meðal flótta­fólks. Greint var frá því í fjöl­miðlum í síð­ustu viku að sjö umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hefðu greinst með kór­ónu­veirusmit.

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vísað í ummæli Þór­ólfs sem hann lét falla í kvöld­fréttum Stöðvar tvö en þar sagði hann að það væru alls konar sjón­ar­mið sem hann hefði heyrt að væru uppi hjá þessum hópi. „Þetta er nátt­úru­lega fólk sem er oft með aðrar skoð­anir á til dæmis COVID og smit­sjúk­dómum og bólu­setn­ing­um. Það er erfitt að nálg­ast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjón­ar­mið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóð­lega vernd hér, að stjórn­völd geti þá gripið til ráð­staf­ana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greini­legt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoð­anir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erf­ið­ara fyr­ir, nátt­úru­lega,“ sagði hann.

Auglýsing

Ummælin til þess fallin að ala á ótta og for­dómum

Þá telja þau sem und­ir­rita yfir­lýs­ing­una að þessi ummæli séu til þess fallin að ala á ótta og for­dómum í garð flótta­fólks og hæl­is­leit­enda og verði það að telj­ast alvar­legt að þeim sé haldið fram í fjöl­miðlum gagn­rýn­is­laust. Það eigi sér­stak­lega við þegar um er að ræða ein­stak­ling sem alþjóð lítur til og hlustar á eftir leið­bein­ingum og upp­lýs­ingum á tímum heims­far­ald­urs.

„Flótta­fólk og hæl­is­leit­endur eru ein­hver jað­ar­sett­asti hópur sam­fé­lags­ins. Sem slíkur er hóp­ur­inn í afar við­kvæmri stöðu gagn­vart COVID-19 eins og öðrum heilsu­far­s­vanda á borð við þung­lyndi, kvíða og sjálfs­vígs­hugs­an­ir, sem mælist umtals­vert hærri á meðal þessa hóps en ann­arra. Það er því eðli­legt að gera þá kröfu til fólks í áhrifa­stöðum að vanda sér­lega vel til orða sinna í umfjöllun um jafn jað­ar­settan hóp og raun ber vitni, hóps sem þess fyrir utan á sér ekki marga málsvara í sam­fé­lag­inu. Ólík­legt er að Þórólfur hafi vís­vit­andi beitt orð­ræðu sem við­heldur brenni­merk­ingu og jað­ar­setn­ingu flótta­fólks en því miður var það raunin óháð ásetn­ingi.

Þess má vænta að fólk á flótta hafi alls konar skoð­anir á COVID, bólu­setn­ingum og smit­sjúk­dóm­um, enda er um að ræða gíf­ur­lega stóran og fjöl­breyttan hóp fólks, líkt og Evr­ópu­búar eru. Tvennt í mál­flutn­ingi Þór­ólfs er einkar var­huga­vert; í fyrsta lagi að tala á þann veg að allir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk, eða a.m.k. stór hluti þeirra, deili skoð­unum um COVID og bólu­setn­ingar sem stang­ast á við skoð­anir „okk­ar“ (hver svo sem þessi „við“ erum). Í öðru lagi er mjög var­huga­vert og í raun rang­færsla að til­einka ein­hverjum einum hóp þann eig­in­leika að hafa „aðrar skoð­anir og álit á því sem við erum að gera“ hvað varðar smit­varnir og bólu­setn­ingar þegar það liggur ljóst fyrir að í nær öllum Vest­ur­löndum hafa hópar fólks, sem flest er fætt og upp­alið á Vest­ur­lönd­um, farið fyrir mót­mæl­um, her­ferðum og dreift ýmis­konar rang­færslum um bólu­setn­ing­ar, COVID og smit­sjúk­dóma­varn­ir. Til að mynda eru það nær ein­göngu hvítir Íslend­ingar sem fara fyrir slíkum hópi hér­lend­is,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Vilja að Þórólfur biðj­ist afsök­unar

Þá er enn fremur bent á að sumir hæl­is­leit­endur hafi ástæðu til að ótt­ast að nei­kvæð nið­ur­staða úr kór­ónu­veiru­skimun verði til þess að þeir verði sendir úr landi nauð­ug­ir.

„Þeir hæl­is­leit­endur sem fram til þessa hafa hafnað skimun fyrir brott­vísun hafa verið með öllu ein­kenna­lausir og hafa ekki haft ástæðu til að ótt­ast það að vera smit­aðir af veirunni. Sé það raunin að sumir úr hópi flótta­fólks og hæl­is­leit­enda van­treysti yfir­völdum og þori ekki að reiða sig á að kór­ónu­veiru­skimanir séu fram­kvæmdar með þeirra hags­muni að leið­ar­ljósi hvetjum við, und­ir­rit­uð, sótt­varna­lækni og sam­starfs­fólk hans til að eiga í opnu sam­tali við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur á Íslandi, rétt eins og aðra íbúa lands­ins, og finna út úr því í sam­ein­ingu hvernig hægt er að tryggja hags­muni allra sem byggja land­ið, flótta­fólks og hæl­is­leit­enda þar með talið, gagn­vart COVID-19.“

Skora þau jafn­framt á Útlend­inga­stofnun að hætta taf­ar­laust öllum brott­vís­unum á hæl­is­leit­endum og taka aftur upp þjón­ustu við heim­il­is­lausa hæl­is­leit­endur „enda ljóst að heim­il­is­leysi og fátækt er stór áhættu­þáttur þegar kemur að per­sónu­legum og sam­fé­lags­legum sótt­vörn­um. Einnig skorum við á Þórólf Guðna­son að biðj­ast afsök­unar á fyrr­nefndum ummælum sínum og gæta í fram­haldi ítr­ustu var­úðar þegar kemur að því að alhæfa um skoð­anir ákveð­inna hópa sam­fé­lags­ins, þá sér­stak­lega hópa sem nú þegar eru ber­skjald­aðir fyrir auknum for­dómum og útskúf­un.“

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau sam­tök sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una:

  • No Borders Iceland
  • Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi
  • Refu­gees in Iceland
  • Réttur Barna á Flótta
  • Stelpur Rokka
  • Black Lives Matter Iceland
  • IWW Ísland / Heims­sam­band verka­fólks á Íslandi
  • Rauða Regn­hlífin Red Umbrella Iceland
  • Slag­tog - félaga­sam­tök um femíníska sjálfs­vörn
  • Félagið Ísland-Pa­lest­ína
  • Sam­tökin '78
  • Tabú
  • WOMEN In Iceland, Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi
  • Snar­rótin
  • Vaka - Hags­muna­fé­lag stúd­enta
  • Q - félag hinsegin stúd­enta / Q - Queer Stu­dent Associ­ation
  • Trans Ísland
  • Ísland-kúr­distan
  • Gras­rót­ar­hópar í And­rými
  • Röskva – sam­tök félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands

Yfir­lýs­ing vegna ummæla sótt­varna­læknis um hópsmit á meðal flótta­fólks. Við und­ir­rituð lýsum yfir alvar­legum áhyggj­u­m...

Posted by No Borders Iceland on Monday, June 7, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent