Mamma grætur á hverjum degi

Mæðginin Júlía og Daníl frá Karkív í Úkraínu voru í skoðunarferð um Varsjá á laugardag. Þau hafa verið tæpar tvær vikur á flótta undan sprengjum Pútíns og stefna á að komast til Kanada með vorinu. Eiginmaður Júlíu og faðir Daníls varð eftir í Karkív.

Mæðginin Júlía og Daníl frá Karkív voru í skoðunarferð um Varsjá, borgina sem verður tímabundið heimili þeirra, síðasta laugardag.
Mæðginin Júlía og Daníl frá Karkív voru í skoðunarferð um Varsjá, borgina sem verður tímabundið heimili þeirra, síðasta laugardag.
Auglýsing

Á meðal þeirra fjöl­mörgu sem stóðu á torgi við kast­al­ann í gamla bænum í Var­sjá á laug­ar­dag og biðu þess að útsend­ing frá ávarpi Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta hæf­ist þar á risa­skjá, voru mæðginin Júlía og Daníl. Þau eru nýlega komin til Var­sjár eftir að hafa flúið heima­borg sína Kar­kív í Úkra­ínu.

Þau voru í skoð­un­ar­ferð um borg­ina og að velta því fyrir sér hvenær þetta ávarp banda­ríska for­set­ans ætti eig­in­lega að hefj­ast. Blaða­maður Kjarn­ans gat ekki svarað því, þegar Júlía spurði. Það var fremur kalt og ung­lings­pilt­ur­inn sagð­ist á báðum áttum með hvort það væri þess virði að húka á torg­inu og bíða eftir ræðu for­set­ans, sem enn átti eftir að láta bíða eftir sér í rúma tvo tíma til við­bót­ar.

Heima­borg þeirra hefur orðið illa úti í árásum Rússa og sum hverfi hennar eru nú alveg mann­laus og stór­skemmd. „Þar sem við bjuggum heyrðum við í sprengj­unum og sáum þær. Í her­bergi sonar míns brotn­aði glugg­inn,“ segir Júl­ía.

„Heima hjá mömmu rigndi sprengjum nið­ur. Það lentu þrjár á hús­inu henn­ar. Húsið var rýmt og hún flutt út fyrir borg­ina í skjól. Hún grætur á hverjum degi. Ég tala við hana á hverjum deg­i,“ bætir Júlía við.

Búa inni á fjög­urra manna fjöl­skyldu fram á sumar

Hún og Daníl flúðu Kar­kív akandi alla leið til borg­ar­innar Lviv í vest­ur­hluta Úkra­ínu. Ferðin þangað er rúmir þús­und kíló­metrar og sótt­ist þeim hægt, tók fjóra daga allt í allt. Í Lviv voru mæðginin í sex daga og sett­ust síðan upp í rútu sem flutti þau beint til Var­sjár, þar sem þau fengu inni á heim­ili sjálf­boða­liða sem hjálp­uðu þeim við kom­una til borg­ar­inn­ar.

„Við vitum ekki hvað við verðum hérna lengi, sjálf­boða­lið­arnir sögðu að við mættum vera hérna fram á sum­ar. Við búum inni á þeim og þau eiga tvö börn. Fjöl­skyldan er mjög góð og indæl,“ segir Júl­ía, en hér í Var­sjá segja heima­menn að það þekki allir ein­hverja eru að hýsa úkra­ínska flótta­menn á heim­ili sínu um þessar mund­ir.

Auglýsing

Júlía þekkir fólk í Kanada og þangað hyggj­ast þau reyna að fara. Þau eru þegar búin að sækja um vega­bréfs­á­ritun og bíða þess að fá að heyra eitt­hvað meira. Von­ast til þess að kom­ast þangað með vor­inu.

Eig­in­maður Júlíu og faðir Daníl varð eftir í Kar­kív, en þar starfar hann sem lög­reglu­mað­ur.

„Svo hann er þar. Ég elska hann, hann elskar mig,“ segir Júl­ía, brosir og þagn­ar.

Síðan bölvar hún Vla­dimír Pútín og kallar hann öllum illum nöfnum á móð­ur­máli þeirra beggja, rúss­nesku.

Vill að vestrið loki himn­inum

Júlía fékk, rétt eins og blaða­maður Kjarn­ans, óvænt miða inn í kast­a­la­garð­inn í Var­sjá til þess að sjá ávarp Bidens berum aug­um. Daníl fór heim, ekki til­bú­inn að bíða lengur í kuld­anum eftir banda­ríska for­set­an­um.

Hún hnippti í blaða­mann inni í kast­a­la­garð­inum og var þá komin með pólska og banda­ríska pappa­fána í hönd, en starfs­menn Hvíta húss­ins gengu um með þá í stórum búntum og dreifðu til við­staddra.

„Ef ég væri Joe Biden myndi ég segja: Úkraínumenn, ég mun loka skýjunum,“ segir Júlía. Mynd: Arnar Þór Ingólfsson

Hún fylgd­ist með ræðu Banda­ríkja­for­seta, þar sem hann meðal ann­ars ítrek­aði sam­stöðu Banda­ríkj­anna með Úkra­ínu­mönn­um, og ræddi svo stutt­lega við blaða­mann að ræð­unni lok­inni.

„Ég skildi ekki alveg allt sem hann sagði en ég heyrði hann ekki segja neitt um að loka himn­in­um,“ sagði Júl­ía, með tárin í aug­un­um, en Úkra­ín­u­­menn hafa kallað ákaft eftir því að Banda­ríkin og önnur ríki Atl­ants­hafs­­banda­lags­ins verji úkra­ínskar borgir, eins og Kar­kív, fyrir loft­árásum Rússa með því að koma á flug­­­banni yfir land­inu eða með því að láta af hendi mun öfl­ug­ari loft­varna­búnað en úkra­ínski her­afl­inn hefur yfir að ráða í dag.

Flug­bann hafa vest­rænir leið­­togar þó úti­­lokað með öllu, enda felst í því skuld­bind­ing um að skjóta niður rús­s­­neskar flug­­­vélar yfir Úkra­ínu, sem myndi án efa hleypa enn auk­inni spennu í átökin við kjarn­orku­veldi Pút­ins, með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um.

Í hugum Júlíu og ann­arra þeirra sem eiga ást­vini í borg­unum þar sem sprengj­urnar hafa verið að falla og halda áfram að falla er óskin um flug­bann og betri loft­varnir þó ofar­lega í hug­an­um.

„Ef ég væri Joe Biden myndi ég segja: Úkra­ínu­menn, ég mun loka himn­in­um,“ segir Júl­ía.

Ákall um að loka himn­inum var einnig áber­andi á mót­mælum sem haldin voru í Var­sjá síð­asta föstu­dag, um sama leyti og Biden Banda­ríkja­for­seti kom til borg­ar­inn­ar. Þús­undir söfn­uð­ust saman í mið­borg­inni Úkra­ínu til stuðn­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent