Ómíkron virðist hættuminna en „of snemmt að hrósa happi“

Fyrstu vísbendingar um alvarleika ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar eru „nokkuð uppörvandi“ að mati Anthony Fauci, helsta ráðgjafa bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Hann segir þó enn of snemmt að hrósa happi.

Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Auglýsing

Augu vís­inda­manna um allan heim bein­ast nú að Suð­ur­-Afr­íku og þróun far­ald­urs­ins þar. Smitum af kór­ónu­veirunni hefur fjölgað hratt í land­inu og í ljós hefur komið að þau eru flest af veiru­af­brigð­inu nýja, ómíkron, sem þar­lendir vís­inda­menn greindu fyrstir allra í lok nóv­em­ber. Afbrigðið hefur margar stökk­breyt­ingar og hafa sumar þeirra valdið áhyggjum enda áður tengst breyt­ingum á eig­in­leikum SAR­S-CoV-2 veirunnar hvað varðar smit­hæfni.

Enn er tölu­vert í að vís­indin færi okkur full­vissu um ómíkron en fyrstu vís­bend­ingar um alvar­leika afbrigð­is­ins eru „nokkuð upp­örvandi“ sagði lækn­ir­inn Ant­hony Fauci, helsti ráð­gjafi banda­rískra stjórn­valda í far­aldr­in­um, um helg­ina. Of snemmt sé þó „að hrósa happi“ enda aðeins nokkrir dagar frá því að afbrigðið upp­götv­að­ist og fór undir smá­sjánna á rann­sókn­ar­stofum vítt og breitt í ver­öld­inni. Fyrstu vís­bend­ing­arnar sem Fauci vís­aði til í við­tali um helg­ina eru þær að þrátt fyrir mikla fjölgun smita í Suð­ur­-Afr­íku hefur inn­lögnum á sjúkra­hús ekki fjölgað ískyggi­lega – að minnsta kosti enn sem komið er. „Þótt það sé of snemmt að gefa út stað­fest­ingu á þessu þá virð­ist ekki gríð­ar­legur alvar­leiki fylgja [ómíkron],“ sagði Fauci. Hann ítrek­aði að fara yrði var­lega í allar álykt­anir á þess­ari stundu. Ekki væri hægt að full­yrða að afbrigðið væri væg­ara en delta þrátt fyrir að virð­ast meira smit­andi.

Auglýsing

Meðal varnagla sem sér­fræð­ingar hafa sett hvað varðar þessar fyrstu vís­bend­ingar sem Fauci vísar til er sá að suð­ur­a­fríska þjóðin er ung miðað við margar aðrar og margt ungt fólk hefur verið að grein­ast að und­an­förnu. Það sýnir flest væg og lítil ein­kenni en óvíst er hvaða áhrif ómíkron myndi hafa ef það yrði útbreitt í eldri ald­urs­hóp­um.

Ein­hverja daga og jafn­vel vikur þurfa að líða þar til þetta kemur í ljós og nið­ur­stöður fást í rann­sóknir á því hvort að ómíkron er raun­veru­lega meira smit­andi en delta, hvort að það sé búið eig­in­leikum til að kom­ast frekar fram­hjá vörnum lík­am­ans og valda alvar­legri sýk­ingu og hvort að bólu­efnin veiti góða vörn gegn því.

„Nú þegar við erum að fara inn í fjórðu bylgju COVID-19 erum við að sjá fjölgun smita sem við höfum ekki upp­lifað áður,“ skrifar Cyril Ramaphosa, for­seti Suð­ur­-Afr­íku í dag­legu frétta­bréfi sínu í morg­un. Ómíkron sé að verða útbreiddasta afbrigði kór­ónu­veirunnar á öllum svæðum í land­inu. Af þessum sökum séu sjúkra­hús lands­ins að und­ir­búa sig fyrir fjölgun inn­lagna. Fyrir viku greindust 2.300 manns með veiruna en á föstu­dag greindust yfir 16 þús­und ný smit.

Ýmsar vís­bend­ingar en margt á huldu

Innan við 30 pró­sent íbúa Suð­ur­-Afr­íku eru bólu­sett. For­set­inn segir að loks­ins sé til nóg af bólu­efni til í land­inu og að bólu­setn­ing sé lyk­ill­inn að því að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins. R-talan, sem segir til um hversu marga hver og einn sem er smit­aður smit­ar, var 2 í Suð­ur­-Afr­íku í lok síð­ustu viku. Talan var vel undir 1 í sept­em­ber. Þessi þróun þykir benda til að ómíkron sé þrisvar til sex sinnum meira smit­andi en delta-af­brigð­ið, hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Ric­hard Lessels, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingi við Dur­ban-há­skóla í Suð­ur­-Afr­íku. Margar breytur geta þó haft áhrif á þessa töl­fræði. Ein er sú að mun fleiri sýni eru nú tekin í land­inu en fyrir nokkrum mán­uðum og fleiri eru rað­greind.

­Sér­fræð­ingar í Suð­ur­-Afr­íku hafa einnig sagt margt benda til þess að hætta á end­ur­sýk­ingu af COVID-19 sé þrisvar sinnum meiri vegna ómíkron en ann­arra afbrigða. Þeir segja hins vegar líka að hingað til virð­ist ómíkron ekki valda alvar­legri veik­indum en delta-af­brigði veirunn­ar. „En við fylgj­umst náið með fjölgun smita og inn­lagna,“ skrifar for­set­inn.

Sótt­varna­stofnun Evr­ópu hefur varað við því að miðað við fyrstu upp­lýs­ingar um smit­hæfni ómíkron gæti afbrigðið orðið ráð­andi í Evr­ópu innan nokk­urra mán­aða. Mörg vest­ræn ríki eru að glíma við stóra bylgju far­ald­urs­ins en af völdum delta-af­brigð­is­ins. Sótt­varna­ráð­staf­anir hafa á síð­ustu vikum verið hertar víða af þeim sök­um.

Við­brögðin við ómíkron voru svo þau að setja ferða­bann á ríki í sunn­an­verðri Afr­íku. Fram­kvæmda­stjórar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar og Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa hvatt til hóf­stillt­ari við­bragða og benda á að ferða­bönn hafi hingað til lítið gagn­ast til lengri tíma. Enda hefur það þegar sýnt sig að ómíkron hefur breiðst út til á þriðja tug landa, þar með talið Íslands.

„Að­skiln­að­ar­stefna“ ferða­tak­mark­ana

Meðal þeirra ríkja sem ferða­bönnin og tak­mark­anir bitna nú helst á er Níger­ía. Bresk stjórn­völd hafa sett Nígeríu á „rauðan lista“ sem þýðir að fólk sem ferð­ast þaðan þarf að fara í sótt­kví í tíu daga við kom­una til Bret­landseyja. Sarafa Tunji Isola, sendi­herra Nígeríu í Bret­landi, segir ferða­tak­mark­anir á lönd Afr­íku vera „að­skiln­að­ar­stefn­u“. Nígería taki undir með fram­kvæmda­stjóra Sam­ein­uðu þjóð­anna í þessum efnum um að þessar tak­mark­anir skapi gjá milli ríkja heims á tímum þar sem sam­staða sé mik­il­væg­ari en nokkru sinni áður.

Kit Malt­hou­se, ráð­herra stefnu­mála í bresku rík­is­stjórn­inni, segir að orðið „að­skiln­að­ar­stefna“ í þessu sam­bandi sé „óheppi­legt orða­lag“. Hann segir stjórn­völd í Bret­landi gera sér grein fyrir því að ferða­tak­mark­anir á ein­stök ríki valdi erf­ið­leikum „en við erum að reyna að kaupa okkur smá tíma svo að vís­inda­menn okkar geti rann­sakað veiruna og metið hversu erfitt það á eftir að reyn­ast okkur að fást við hana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar