Rök sóttvarnayfirvalda fyrir örvunarskammti

Vörn eftir skammt af Janssen er svipuð og eftir einn skammt af öðrum bóluefnum sem hér hafa verið gefin, segir í rökstuðningi sóttvarnayfirvalda fyrir því að gefa Janssenþegum aukaskammt af öðru efni. Þessar upplýsingar lágu fyrir í mars.

Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Auglýsing

Fram­boð bólu­efnis sam­kvæmt afhend­ing­ar­á­ætl­unum miðað við samn­inga sem gerðir hafa verið fyrir hönd þjóð­ar­innar „leyfir að hugað sé að því að efla svörun ákveð­inna hópa með örv­un­ar­bólu­setn­ing­u,“ segir í minn­is­blaði Kamillu Jós­efs­dóttur stað­geng­ils sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem hvatt er til að gefa fólki bólu­settu með Jans­sen-­bólu­efn­inu skammt af öðru bólu­efni, annað hvort frá Pfizer eða Moderna. Yfir 95 þús­und skammtar af bólu­efni eru til í land­inu og von er á 129 þús­und til við­bótar á næstu vik­um.

Auglýsing

Ísland er í hópi þeirra landa sem ákveðið hafa að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammta. Hin löndin sem þetta hafa ákveðið eru m.a. Ísra­el, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin og Þýska­land. Hvorki sótt­varna­stofnun Banda­ríkj­anna eða Evr­ópu mæla með örv­un­ar­skömmt­um, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli.

For­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar biðl­aði enn og aftur til auð­ugri ríkja í gær að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta – að minnsta kosti til loka sept­em­ber. Ástæðan er sú að sú djúpa gjá sem mynd­ast hefur milli ríkra og fátækra þjóða þegar kemur að bólu­setn­ingum er enn að dýpka. „Ég skil áhyggjur allra rík­is­stjórna að verja sitt fólk gegn delta-af­brigð­in­u,“ sagði for­stjór­inn, Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, í ávarpi sínu í gær. „En við getum ekki sætt okkur við að lönd sem þegar hafa notað stærstan hluta af öllu bólu­efni sem fram­leitt hefur verið í heim­inum til að nota enn meira af því.“

Elin Hoff­mann Dahl, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur mann­úð­ar­sam­tak­anna Læknar án landamæra sagði við Reuter­s-frétta­stof­una í kjöl­far ákalls for­stjóra WHO að „sú stað­reynd að við erum að bólu­setja heil­brigða full­orðna með örv­un­ar­skömmtum af COVID-19 bólu­efnum er skamm­sýni“ því ef við höldum áfram að skilja meiri­hluta heims­byggð­ar­innar eftir óbólu­settan munum við „án vafa“ þurfa ný og ný bólu­efni í fram­tíð­inni.

Engar vís­inda­rann­sóknir

Kamilla sagði í skrif­legu svari til Kjarn­ans í síð­ustu viku að það hafi enn „engar vís­inda­rann­sókn­ir“ verið birtar um örvun Jans­sen-­bólu­setn­ingar en að rök fyrir ákvörð­un­inni um að gera það engu að síður kæmu fram í minn­is­blaði sem sent hefur verið ráð­herra.

Minn­is­blaðið hefur ekki verið birt á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins þótt ákvörð­unin hafi verið tekin og örv­un­ar­her­ferðin þegar haf­in.

Kjarn­inn fékk minn­is­blaðið afhent í gær. Þar kemur m.a. fram að mark­mið um bólu­setn­ingu sextán ára og eldri sem lagt var upp með hafi verið náð og að nærri 90 pró­sent ein­stak­linga á þessum aldri verið bólu­sett.

Bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Mynd: EPA

„Fyrsti hóp­ur­inn sem sótt­varna­læknir mælir með að verði boðin örv­un­ar­bólu­setn­ing eru ein­stak­lingar án sögu um COVID-19/­mótefni sem bólu­settir voru með Jans­sen bólu­efn­i,“ segir þar enn­fremur og að mælt sé með að hópnum veðri boð­inn einn skammtur af bólu­efni frá Pfiz­er/BioNTech a.m.k. 8 vikum eftir Jans­sen bólu­setn­ingu.

Í minn­is­blað­inu er svo farið yfir rök sótt­varna­yf­ir­valda fyrir þessum með­mælum og í fyrsta lagi kemur fram að vörn eftir einn skammt af Jans­sen-­bólu­efni sé svipuð og vörn eftir einn skammt af öðrum COVID-19 bólu­efnum sem notuð hafa verið hér, um 66 pró­sent á móti 74-80 pró­sent vörn gegn smiti af upp­runa­lega afbrigði veirunn­ar. „En Jans­sen er með mark­aðs­leyfi sem eins skammts bólu­efni og var því notað þannig.“

Þessar upp­lýs­ingar lágu fyrir þegar Jans­sen-­bólu­efnið kom á markað í mars.

Í frek­ari rök­stuðn­ingi stað­geng­ils sótt­varna­læknis kemur fram að fram­leið­andi Jans­sen hafi prófað tveggja skammta áætlun í fasa 1-2 rann­sóknum og hafi átta vikur verið látnar líða á milli skammta. Nið­ur­staðan hafi verið sú að annar skammtur örv­aði mótefna­svar en að rann­sóknir á áhrifum hvað smit­líkur varðar vanti.

Rann­sóknir á örvun ann­arra mRNA-efna lofi góðu

Rann­sóknir á lengra milli­bili við grunn­bólu­setn­ingu með tveggja skammta bólu­efnum (bólu­efnum Pfizer og Astra Zeneca) hafa sýnt að svar er ekki síðra þótt lengra líði frá fyrsta skammti að seinni skammti en upp­haf­legar rann­sóknir gerðu ráð fyr­ir, skrifar Kamilla. Hún bendir enn­fremur á í minn­is­blað­inu að rann­sóknir á örvun bólu­efnis Astr­aZeneca með mRNA-­bólu­efnum (Pfiz­er/BioNTech) hafi sýnt „mjög góða örvun þegar horft er til mótefna­mynd­un­ar“.

Kamilla bendir svo á að „mjög litlar upp­lýs­ing­ar“ liggi fyrir um virkni Jans­sen-­bólu­efnis gegn delta-af­brigði veirunnar sem nú hefur náð yfir­hönd­inni hér eins og víð­ar. Hins vegar liggi fyrir upp­lýs­ingar „um ágæta virkni bólu­efnis Pfiz­er/BioNTech gegn þessu afbrigð­i“.

40 pró­sent bólu­settra meðal smit­aðra fengu Jans­sen

Minn­is­blaðið skrifar Kamilla 27. júlí, fyrir rúmri viku. Þá höfðu um 40 pró­sent bólu­settra sem greinst höfðu með veiruna verið bólu­settir með Jans­sen. „Það ber þó að túlka með var­úð,“ skrifar Kamilla. „Ald­urs­hópur sá sem nú er mest áber­andi hvað smit varð­ar, 18-49 ára, var að miklu leyti bólu­settur með Jans­sen, um 36%, en 21% af öllum bólu­settum fengu Jans­sen.“

Rúm­lega 53 þús­und manns fengu bólu­efni Jans­sen í vor og byrjun sum­ars. Margir leik- og grunn­skóla­kenn­arar voru í þeim hópi. „Þar sem delta­af­brigðið virð­ist hafa náð mik­illi sam­fé­lags­legri útbreiðslu er brýnt að efla varnir þessa[rra] starfs­stétta áður en skóla­hald hefst, sér­stak­lega í ljósi þess að börn í leik- og grunn­skólum hafa ekki verið bólu­sett í almennum bólu­setn­ingum enn­þá,“ skrifar Kamilla en end­ur­bólu­setn­ing kenn­ara og ann­arra starfs­manna er þegar hafin hér á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent